Skinfaxi

Árgangur

Skinfaxi - 01.04.1987, Blaðsíða 15

Skinfaxi - 01.04.1987, Blaðsíða 15
Útbreiðslan Karl tekur ekki mikið undir það þegar hann er spurður hvort Karate- sambandið hafi í huga að fara út í skipulagða dreifingarstarfsemi. "Ég er satt að segja ekkert viss um að það sé mjög æskilegt að Karatesambandið fari sjálft út í skipulagða dreifingarherferð. Karatesambandið sér um mótshöld og landslið. Slíkt spilar auðvitað eitthvað inn í dreifingu íþróttarinnar. En við sjáum ekki um að stofna félög. Hingað til höfum við látið stílana um það, stílarnir eru skipulagðir. Ég held það yrði erfitt í framkvæmd fyrir sam- bandið. Það yrði t.d. alltaf vafaatriði hvaða stíl ætti að kenna o.s.frv." -Þannig að sýningarferðir til kynningar íþróttinni, t.d. í skóla yrðu þá alfarið í höndum félaga? "Jú slíkt gæti komið til að vegum sambandsins, sýningarferðir. það eru t.d. hugmyndir uppi um slíkt. Sérstaklega með tilkomu Lottófjar- magnsins. Það aukafjármagn breytir að sjálfsögðu öllu hvað kynningar varðar og sýningarferðir í skóla væru tilvaldar í því sambandi. En eins og gefur að skilja er erfitt að kynna nýja íþrótt eins og karate. í sjálfu sér getur næstum hver sem er stofnað knattspyrnufélag og fengið fullt af fólki í það. Það kunna svo margir að sparka bolta. Þannig er þetta ekki með karateíþróttina, karateþjálfari þarf að kunna góð skil á undirstöðuatriðunum. Maður lærir ekki karate úti á götu eins og kannski mætti segja um knattspyrnu. Það gengur t.d. heldur illa að auglýsa það í blaði að ákveðinn aðili sé til viðtals fyrir þá sem hafi áhuga á íþróttinni, eins og ég hef gert, hér í Skinfaxa t.d. En þegar við förum síðan út á land í kynningarferð finnum við brennandi áhuga, menn eru þá í bílskúrum að æfa sig einir eftir bókum. Það virðist þurfa éinn starfsaman mann á stöðum úti á landi til að drífa þetta áfram. Þá virðist sem áhuginn sé mikill og karatefélögin spretta upp. Enginn í dansinn, allir í karate Ég get nefnt þér eitt dæmi, Voga á Suðurnesjum. Þar eru starf- ræktir námsflokkar af konu á staðnum. Hún sá auglýsingu frá okkur í einu dagblaðanna í haust. Þessi kona hringdi í menn í Breiðabliki og spurði þá hvort þeir væru til í sjá um kennslu á staðnum og þeir voru til í það. Nú voru þarna aðrar greinar eins og gengur í þessum námsflokkum, enska, dans. Hún auglýsti karatenámskeiðin síðan í þeirra bækling sem er dreift um allt kauptúnið. Árangurinn var sá að það mætti þarna næstum allur grunnskólinn, það hafa verið einir 60 krakkar. Það voru aftur örfáir á hinum námskeiðunum. Þessi karatenámskeið hafa síðan verið í allan vetur, þrisvar í viku og gengið svo vel að nú eru bestu nemendumir allt að því tilbúnir að leysa af, ef kennarinn forfallast t.d. eina og eina æfingu. Og þá er bara að vona að þessir nemendur fari ekki á sjóinn eða eitthvað slíkt, þannig að þeir hæti að æfa", segir Karl Gauti Hjaltason að lokum. Vestfirðingar !!! Landsmenn.... "Nýr skóli á gömlum grunni í takt við tímann." 9. bekkur með valgreinum 2ja ára framhaldsdeild með réttindapróf á: - íþróttabraut - Heilsugæslubraut - Verslunarbraut - Fiskiðnaðarbraut - Skipsstjórn stýrimanna, 1. stig Umsóknir í síma 94-8241 Héraðsskólinn að Núpi 15 IH

x

Skinfaxi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.