Skinfaxi

Árgangur

Skinfaxi - 01.04.1987, Blaðsíða 33

Skinfaxi - 01.04.1987, Blaðsíða 33
Skákþáttur Jón L. Ánmson Tal átti fallegustu skákina Það er erfitt að vera áhorfandi er slíkt einvala lið ofurstórmeistara er saman komið eins og á IBM- skákmótinu í Reykjavík í febrúar. Sýningarborðin eru sex að tölu og einungis mjög æfðir skákmenn geta fylgst með öllum skákunum samtímis. Aðrir reyna að geta upp á því hvaða skák er líklegust til sviptinga og einbeita sér að henni. Sumir halda mest upp á Tal og einblína á sýningar- borðið þar sem hann á í hlut. Aðrir dýrka Kortsnoj og láta engan leik hans fram hjá sér fara. Svo er hollenski stór- meistarinn Timman eftirlæti margra skákmanna. Polugajevsky og Portisch standa einnig ávallt fyrir sínu og litríki Júgóslavinn Ljobomir Ljubojevic á sér dyggan stuðningshóp hér á landi. En hvað eiga áhorfendur svo að gera þegar einn yngsti keppandi mótsins, englendingurinn Nigel Short, slær í gegn og teflir léttleikandi og glæsilegar skákir? Eða eiga þeir kannski að fylgjast með skákum íslensku kepp- endanna? Víst er að áhorfandanum ætti ekki að leiðast, jafnvel þótt liann kunni minna en ekki neitt fyrir sér á skáksviðinu. Áður en mótið hófst býst ég við að skákunnendur hafi almennt hlakkað mest til að fá að fylgjast með elstu keppendunum að tafli, Tal og Kortsnnoj. "Töframaðurinn frá Riga", sem Tal er gjarnan nefndur , hefur fundið sér stað í hjörtum manna, allt frá því hann tefldi fyrst hér á landi, sem var á heimsmeistaramóti stúdenta 1957. Svo kom hann aftur til þess að vinna glæsilegan sigur á Reykjavíkurskák- mótinu 1964 og nú hefur hann komið tvö ár í röð. Hann hefur reyndar róast mjög í taflmennsku sinni síðan á yngri árum en snilldameisdnn er aldrei langt undan. Elstu menn fylgjast spenntir með skákum hans og bíða eftir næstu fléttu. Jógúrtstríð og dularsálfræðingar Tal er fyrrum heimsmeistari en Kortsnoj verður að láta sér nægja nafnbótina "fyrrverandi áskorandi". Ólíkt Tal hefur hann ekki teflt fyrr á kappmóti hér á landi, þótt hann hafi átt hér stutta viðkomu oftar en einu sinni. Hann er kannski þekktastur fyrir að vera flóttamaður og deilur sínar við Tigran heitinn Petrosjan og síðar Karpov í heimsmeistaraeinvígunum jógúrtstríð, dularsálfræðinga innhverfa íhugun og fleira, sem kryddaði þessi einvígi. Á stundum hefur taflmennskan sjálf horfið í skuggan en nú loks fengu íslenskir skákunnendur notið snilli hans. Margir vildu kjósa Kortsnoj "mann mótsins", fyrir óbilandi baráttu- gleði og djarfa og skemmtilega taflmennsku. Hann gerði aðeins eitt jafntefli, við Ljubojevic, eftir að hafa óvart víxlað leikjum í byrjuninni og fengið vonda stöðu, sem hann rétt náði að bjarga. Mótið var vart hafið er þeir félagar Tal og Kortsnoj eignuðust keppinaut um hylli áhorfenda. Nigel Short þótd tefla svo skemmdlega í fyrstu umferð að menn þóttu strax greina lfklegan sigurvegara. Á meðan á fyrstu umferð stóð tóku ritstjórar daglegs mótsblaðs átta áhorfendur tali og báðu þá um að spá fyrir um úrslit mótsins. Svo vinsæll var Short orðinn að allir sem á annað borð tóku afstöðu, spáðu honum sigri. Og þetta gekk eftir. Short vann sex fyrstu skákirnar og varð eftir þótt framganga hans yrði ekki eins vaskleg í seinni hluta. Jákvæðar jónir Þessir þrír Short, Tal og Kortsnoj, skyldu allir eftir jákvæðar jónir í hugum áliorfenda. Short tefldi best og fékk flesta vinninga; Kortsnoj tefldi af mestri djörfung og barðist af mestri grimmd og Tal tefldi fallegustu skák mótsins, gegn Jóhanni Hjartarsyni í 2. umferð, þar sem hann töfraði fram snilldarlegar fléttur. Hvítt: Mikhail Tal Svart: Jóhann Hjartarson Spænskur leikur. 1. e4 e5 2. Rf3 Rc6 3. Bb5 a6 4. Ba4 Rf6 5. 0-0 Be7 6. Hel b5 7. Bb3 0-0 8. c3 d6 9. h3 Ra5 10. Bc2 c5 11. d4 Dc7 12. Rbd2 Bd7 13. Rfl cxd4 14. cxd4 Hac8 15. Re3 Rc6 16. d5 Rb4 17. Bbl a5 18. a3 Ra6 19. b4 ! Þetta vafðist ekki fyrir stórmeistur- unum, enda hafa allir þessir leikir sést áður og oftar en einu sinni. Síðastí leikur Tals er nýjasta framlag hvíts til fræðanna. Svartur má vitaskuld ekki þiggja þetta peð með 19. - axb4 20. axb4 Rxb4 vegna 21. Bd2 og riddarinn fellur. Jóhann þótdst þó við öllu búinn. Hvítur hefur átt betur í síðustu skákum í þessu afbrigði en Jóhann taldi sig hafa náð að endurbæta taflmennsku svarts. 19. - g6 20. Bd2 axb4 21. axb4 Db7 22. Bd3 Áður hefur verið leikið 22. Rh2, sem Jóhann hafði í hyggju að svara með 22. -Rc7 ! og síðan Rc7 - a8-b6 með prýðilegum færum. Það er tíl marks um snilld Tals að hann hindrar þessa áætlun, þó svo henni hafi aldrei verið beitt í tefldu tafli. 22. -Rc7 23. Rc2 ! Rh5 Nú svarar hvítur 23. - Ra8 með 24. Ra3 og þrýstingurinn að b-peðinu hamlar því að svarti riddarinn komist áfram. 24. Be3 Ha8 25. Dd2 Hxal ónákvæmi sem gerir hvítum fært að bæta stöðuna frekar. Annars geta fram- tíðarmöguleikar svarts varla talist sérlega bjartir þrátt fyrir aðra leiki. 33

x

Skinfaxi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.