Skinfaxi - 01.04.1987, Blaðsíða 35
Skemmtilegt
Landsmót framundan
Nú er ckki nema rétl rúmur
mánuður í 19. Landsmót Ungmenna-
fclags íslands á Húsavík (það verður 10.
til 12. júlí, svo allir hafi það nú á
hreinu).
Reyndar hcfjast herlegheitin á
fiinmtudeginum með einu af trompuin
mótsins: "Víkingaleikunum" svonefndu
þar scm Jón Páll nokkur Sigmarsson
og Brclinn Geoff Capes hafa hátt og
skemmta fólki. Guðni Halldórsson,
framkvæmdastjóri mótshaldsins alls,
fyrir hönd HSÞ, vill koma því á
framfæri að aðgangur að þcssari
skemmtun er ekki ókeypis fyrir
kcppendur mótsins. Það kostar sitt að
fá þessa kappa en vísast vcrður þctta
það cina sem keppendur þurfa að borga
aðgang að, fyrir utan dansleiki
auðvitað.
En það er fleira sem verður á
fimmtudagskvöldinu. Bubbi Morthens
og hljómsveit hans, MX 21, verða mcð
lónleika um kvöldið auk þcss sem
forkcppni verður í ýmsum íþrótta-
grcinum. í því sambandi má nefna að á
Húsavík verða 10 kynningargrcinar;
Karatc.siglingar, íþróttir fatlaðra, kraft-
lyftingar, dans,
bridge, fimleikar, golf og glíma. Auk
þessa verð 2 greinar sérstaklega fyrir
böm, reiðhjólarallí og kassabflaspyma.
í þessuin iveimur greinum verður frjáls
þátttaka og geta krakkar skráð sig í þær
á staðnum.
Það var ýmislegt annað sem
Guðni vildi koma á framfæri. Hann
segist ekki vera ánægður með hversu
fáir hafi enn sent inn forskráningar.
"Þó þetta hafi ekki u'ðkast fyrr, er þctta
ekkcrt mál", sagði Guðni í samtali við
Skinfaxa.
"Mcnn gcta alltaf áætlað hversu
rnargir vcrði í hverri grein, um annað er
ekki bcðið. Forskráningin er til þess
ætluð að hægt sé að fá ákveðna
heildarmynd á fjölda þátttakcnda. En ég
vil hvetja menn til að kynna sér
gaumgæfilcga landsmótsreglugerðina,
hún á að vera við hendina, svo menn
séu ekki að gera einhver óþarfa
mistök."
Guðni sagði að eyðublöð fyrir
lokaskráningu yrðu send út bráðlega og
biður hann menn að vera snögga að
taka við sér hvað hana varðar. Mcnn fá
þó frest til að skila henni þar til 10
dögum fyrir Landsmótið. Þátttöku-
tilkynningar fyrir flokkakeppni skulu
sendar Landsmótsnefnd fyrir 1. maí.
Framkvæmdastjórafundur UMFÍ verður
haldinn í byrjun júní á Húsavík og þar
verða þessi atriði skýrð nánar. Guðni
sagði að því væri mjög mikilvægt að
allir sambandsaðilar sendu fulltrúa
þangað.
Líkt og á síðasta landsmóti
verður möguleiki á að komast í
skólastofur. Guðni segir hins vegar að
eitt verði ólíkt síðasta landsmóti í
Keflavík, það verði veðrið. "Það eru
2% líkur á rigningu á Húsavík í sumar
þannig að fólk skal ekki búast við að
skólastofumar verði nýttar á svipaðan
hátt og var í Keflavík, þ.e. að flytja úr
tjöldum í skólastofur vegna veðurs.
Við ætlum okkur að skapa skemmti-
lega tjaldbúðastemmningu á Húsavík",
sagði Guðni.
Landsmótið á Húsavík verður
nær allt á litlu svæði á Húsavík. Þó
verður ekki hjá því komist að færa
eitthvað af knattspyrnuleikjum og
blakleikjum í Hafralækjarskóla sem er
um 15 km. frá Húsavík.
Þá má ekki gleyma
Afmælishlaupi UMFÍ sem haldið er í
tilefni 80 ára afmælis UMFÍ á þessu
ári. Jón Sævar Þórðarson hefur að
undanfömu verið að undirbúa það og
fengið til liðs við sig tengiliði út um
allt land til að sjá um forkeppnina. Á
Húsavík verða síðan úrslitahlaupin á
föstudeginum, setningardegi mótsins.
Skrifstofa
Landsmótsnefndar er í Túni
640 Húsavík og síminn er
96-42039.
Guðni Halldórsson útskýrir tilhögun
mála á Landsmótinu á Húsavík fyrir frétta
mnnnum á fundi sem haldin var með
þeim í Vesturhlíð, Þjónustumiðstöð UMFÍ,
fyrirnokkru. Pálmi Gíslason, formaður
UMFÍ í forgrunni. Mynd, IH.
35