Skinfaxi

Árgangur

Skinfaxi - 01.04.1987, Blaðsíða 21

Skinfaxi - 01.04.1987, Blaðsíða 21
Eðvarðs erlendis og hann er spurður hvernig það hafi verið. "Þetta var náttúrulega mikil upplifun. Maður var hálf vandræða- legur þegar mætt var á staðinn, í Danmörku. Fyrst og fremst var þetta geysileg spenna fyrir mig, jákvæð spenna. Ég var búinn að setja mér ákveðið markmið á þessu móti. Fyrir mótið var ég skráður með einna verstu tímana. Síðan var ég í fjórða og fimmta sæti að jafnaði. Það voru nokkrir á eftir mér", segir Eðvarð brosandi. -En markmiðið hefur verið annað en að verða ekki síðastur. "Jú, ekki neita ég því. Ég ætlaði að slá metin. Hundrað metra baksundið t.d., þar var metið 1.03. Ég átti 1.07. Ég átti því nokkuð langt í það. Það er talið eðlilegt að það taki mann eitt ár að komast í 1.05. í tvöhundruð metra baksundinu átti ég 2.20, metið var 2.14. Eðlilegt hefði verið að ég hefði bætt það í 2.17. En ég vissi að ég átti svo mikið inni, þannig að ég lagði í þetta. Ég taldi þetta raunhæft. Ég var búinn að synda nokkuð vel á æfingum, nálægt þessum tímum, metunum. Og var þá óhvíldur og órakaður. Níu met í tveimur sundgreinum -Voru þetta sömu markmið og Sonja hafði fyrir þína hönd? "Nei, hún leit nú fyrst og fremst á þetta sem góða reynslu fyrir mig, eins og gefur að skilja. Mitt fyrsta mót og ég aðeins fjórtán ára. Við vissum auðvitað að ég gæti bætt mig heilmikið en það var ekkert hugsað lengra. Það var aldrei minnst á nein met. Fyrst og fremst að ég hefði gott af að kynnast þessu og gera mitt besta. En ég nefndi ekkert þessi markmið mín, að slá metin. í tveimur sundgreinum setti ég síðan níu met; í fjórtán ára og yngri flokknum, sextán ára og yngri og karlaflokki. Vegalengdirnar voru 50, 100 og 200 metrar. Og þetta voru allt metin hans Huga S. Harðarsonar." -Þetta hlýtur að hafa verið eitt af því minnisstæðasta á ferlinum hingað til. "Að vissu leyti. Að vera þarna að setja níu met, 14 ára á Norður- landamóti. Einnig auðvitað með tilliti til tímans sem ég hafði og þeim sem ég náði. Og síðan að koma heim. Ég hafði verið að keppa við Huga og Inga Þór einum eða tveimur mánuðum áður hér heima. Þá hreinlega rúlluðu þeir mér upp. Menn voru alveg gáttaðir þegar ég kom heim, skildu ekkert í þessu." -Hverjir voru með þér í þessari ferð? "Það voru Guðrún Fema Ágústsdóttir og Árni Sigurðsson úr Vestmannaeyjum. Hann er nú úti í Bandaríkjunum. Þeir hafa einokað alveg bringusundin, hann og Tryggvi Helgason, síðustu árin. Metið í 200 metra bringusundi, 2.30 mín. Þeir voru komnir með það niður í 2.24 á fjórum árum. Það var talsvert gott. Síðan gerði ég þeim þann grikk á síðasta Islandsmeistaramóti, að ég fór með það niður í 2.20. Bætti íslands- metið um 4 sekúndur. Það er gaman að stríða þeim svolítið." Heimsmælikvarði -En Eðvarð dvelur ekki við heimavettvang. Hann miðar við heimsmælikvarða... "Samt sem áður eru þessar aukagreinar mínar ekki á svo góðum standard. Þetta nægir kannski í 3. og 4. sæti hjá Svíum. Þetta eru kannski miðlungstímar hjá þeim, toppárangur hjá hinum Norðurlandaþjóðunum. -Talandi um alþjóðamælikvarða. Nú eru margir sundmenn og aðrir íþróttamenn erlendis við æfingar. Hefur það aldrei hvarflað að þér að feta í þeirra fótspor? Eðvarð er fljótur til svars. Svarið er neitandi. "Það er alveg skiljanlegt með Ragnheiði Runólfs t.d., þegar hún fór út á sínum tíma, og fleiri. Hjá þeim var aðstaðan bara ekki nægilega góð. Þú getur ímyndað þér; 12 metra laug á Akranesi. 16 metra innilaug á Selfossi, 25 metra útilaug sem þú getur ekkert æft nema í vissan tíma á hverju ári. Við svona aðstæður er það vel skiljanlegt að þetta fólk sæki til annarra landa. Fólk sem ætlar sér að ná einhverjum árangri. En svo er það bara að ef þú ætlar að leggja mikinn tíma í sundið við virkilega góðar aðstæður erlendis eru það í raun ekki nema bestu skólarnir sem veita slíka aðstöðu. Það er nokkuð algengt að í skólum í Bandaríkjunum séu 6 til 7 æfingar á viku, þetta er meðaltal. Við hér í Ungmennafélagi Njarðvíkur æfum um það bil 12 sinnum í viku. Það er eiginlega það mesta sem gerist í Bandaríkjunum. Þeir æfa mikið í 25 yarda laugum sem er aðeins styttra en 25 metra laugin. Ég hef þessa aðstöðu uppi á velli. Síðan æfum við í sundlaug Njarðvíkur á morgnana, 12 metra lauginni. Á sumrin æfum við svo á morgnana í lauginni í Laugardal í Reykjavík, þrisvar í viku, og uppi á velli á kvöldin. Og við erum ekki nema 2 til 3 sem æfum svona hérlendis. Síðasta sumar æfðum við Magnús Már Ólafsson þannig saman. Núna fer ég alltaf á morgnana í Njarðvíkurlaugina, milli 6 og 8. Stutt bað, 7-8 kílómetrar, kemur manni í gang. Eðvarð telur sig græða lítið á að æfa erlendis. "Hér eru fjölskylda manns og vinir, það spilar svo margt inn íþetta dæmi." 91

x

Skinfaxi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.