Skinfaxi - 01.04.1987, Page 37
Bændaglíma Suðurlands
Skemmtileg og spennandi
Bændaglíma Suðurlands hin fyrsla
í röðinni var haldin að Laugalandi í
Holtum hinn 28. febrúar síðastliðinn að
viðstöddu fjölmenni. Glíman var haldin
í minningu Sigurðar Greipssonar glímu-
kappa, formanns og heiðursformanns
Skarphéðins og skólastjóra íþróttaskól-
ans í Haukadal.
Aðalhvatamaður þess að halda
þessa keppni var Hafsteinn Þorvaldsson
fyrrv. formaður UMFÍ. Naut han góðs
stuðnings forystumanna UMFÍ, ÍSÍ,
GLÍ og HSK við að skipuleggja
glímuna.
Bændaglíman er elsta keppnis-
form glímunnar og jafnframt mjög
spennandi oft á tíðum, en þetta glímu-
form er fremur sjaldséð núorðið.
Fljótlega var ákveðið að halda glímuna
í tengslum við héraðsþing HSK og þá
» á kvöldvökunni sem jafnan er að kvöldi
fyrri dags. Nú varð að velja keppnis-
sveitir og lá þá beint við að Skarp-
héðinsmenn sjálfir legðu þær til, því
HSK er eitt af fáum samböndum á
landinu sem hcfur sinnt gh'munni að
ráði,.
Amesingar - Rangæingar
Árncsingar eiga unga og
upprcnnandi glímumenn og var þeim
raðað upp í svcit og síðan leitað til
Rangæinga um að koma með sveit á
móti. Þar voru menn sem að mestu
voru hættir glímuiðkun en þeir
brugðust drcngilega við, hófu æfingar
og von bráðar voru tvær sjö manna
sveitir sýslanna tilbúnar í slaginn.
Glíman hófst sem fyrr segir á
kvöldvöku HSK. Gestir voru á þriðja
hundrað og var ljóst að menn biðu
glímunnar með mikilli eftirvæntingu.
Umgerð og framkvæmd glímunnar var
einkar glæsileg en hún var fyrsta
l keppnin sein fór fram í nýju og
glæsilegu íþróttahúsi Rangæinga.
Glímumenn gengu fylktu liði í salinn
og síðan hélt Þorsteinn Einarsson tölu
og sagði frá glímukappanum Sigurði
Greipssyni. Síðan hófst glíman.
Bændaglíma fer þannig fram að hvor
sveit hcfur fyrirliða sem nefnast
bændur. Þeir senda fram sína liðsmenn
hvom gegn öðrum og þeir glíma. Sá er
sigrar heldur áfram en hinn er úr leik.
Síðast glímir bóndinn, þegar allir hans
menn eru fallnir, og sigrar sú sveitin
sem fellir alla andstæðingana.
Liðin voru þannig
skipuð:
Lið Rangæinga:
Már Sigurðsson, heimabóndi
Elías Pálsson
Ólafur Pálsson
Kristinn Guðnason
Kristinn Jónsson
Engilbert Olgeirsson
Hjörleifur Pálsson
Lið Ámesinga:
Kjartan Lárussson, heimabóndi
Jóhannes Sveinbjörnsson
Kjartan Helgason
Gunnar Gunnarsson
Kjartan Ásmundsson
Hörður Óli Guðmundsson
Jóhann G. Griðgeirsson
Voru þar miklir kappar samankomnir
og ekki færri en fimm sem unnið höfðu
Skarphéðinsskjöldinn og sá sjötti sem
var glímukappi Suðurlands.
Hófst nú glíman og glímdu fyrstir
Jóhann G. Friðgeirsson og Ólafur
Pálsson. Höfðu þeir skamma stund
glímt er Ólafur lagði Jóhann glæsilega
á hælkrók á lofti aftur fyrir báða fælur.
Sjaldgæft bragð og óverjandi.
Næstir glímdu Hörður Óli
Guðmundsson og Kristinn Guðnason.
Kristinn lagði Hörð á klofbragði
og voru þá tveir Árnesingar fallnir í
valinn. Næsta glíma var á milli
Gunnars Gunnarssonar og Kristins
Jónssonar. Þar var snarplega tekið á en
að lokum hafði Kristinn sigur. í
fjórðu glímu áttust við Kjarlan
Ásmundsson og Elías Pálsson. Eftir
nokkra viðureign lá Kjartan og voru þá
fjórir Ámesingar fallnir en Rangæingar
allir uppistandandi. Áhorfendur voru
vel með á nótunum og hvöttu kappana
óspart. Nú fór fram fyrir Ámesinga
Kjartan Helgason. Hann var þeirra
elstur og reyndastur og hefur þjálfað þá
yngri með góðum árangri. Á móti
honum gékk Engilbert Olgcirsson og
hafði Kjartan sigur eftir hvatlega glfmu.
Næstir gengu fram stærsti og
minnsti maður glímunnar, nefnilega
Jóhannes Sveinbjörnsson og Hjörlcifur
Pálsson. Þrátt fyrir stærðarmuninn
gekk Jóhannesi erfiðlega að eiga við
Hjörleif sem varðist fimlega og sýndi
mjög góða varnartækni. Að lokum
tókst Jóhannesi að leggja hann á
sniðglímu á lofti sem var mjög vel
útfærð. Þar næst glímdu Kjartan
Helgason og Ólafur Pálsson. Báðir
glímdu vel en að lokum vann Kjartan á
klofbragði. Því næst glímdu Jóhannes
Sveinbjörnsson og Elías Pálsson. Eftir
skamma viðureign hóf Jóhannes Elías
upp í himinhált vinstri fótar klofbragð
og kom Elías engum vörnum við. Var
þetta eitt af glæsilegustu brögðum
glímunnar og fögnuðu áhorfendur
óspart. Nú var staðan orðin sú eftir
vasklega framgöngu Kjartans og
Jóhannesar að jafnt var orðið í liðunum
og eftir stóðu þrír af hvorum. Nú
skyldu glíma Kristinn Jónsson og
Kjartan Helgason. Þar var hart barist
en að lokum sigraði Kristinn og lagði
Kjartan á snarpri sniðglímu.
Glæsileg tilþrif
Næstir glímdu Jóhannes
Sveinbjörnsson og Krislinn Guðnason.
Eftir fjöruga viðureign náði Jóhannes
sínu skæðasta bragði, klofbragðinu, á
Kristni og þótti öllum það glæsileg
tilþrif þegar Kristinn sveif úr háalofti í
gólfið eftir það bragð.
Kom það sér vcl að Kristinn er
vel að manni svo að hann kom næstum
jafngóður úr fallinu. Nú tefldi Már
heimabóndi fram sínum síðasta
liðsmanni gegn Jóhannesi, Kristni
Jónssyni. Kristinn hafði komið
nokkuð á óvart, lagt tvo Ámesinga
þrátt fyrir litla æfingu. Eftir skamma
stund fór allt á sömu leið. Jóhanncs
37