Skinfaxi - 01.04.1987, Blaðsíða 11
UNÞ (Ungmennasamband N-
Þingeyinga) hélt sitt ársþing í Lundi,
18. apríl síðastliðinn. Mæting var
sæmileg en þingið var stafrssamt.
Helstu inál þingsins voru Lottó og
Landsmót. Þingið lýsti yfir stuðningi
við hugmyndir UMFÍ varðandi skipt-
ingu til sambandsaðila. Þingfulltrúar
voru hins vegar ekki jafn hrifnir af
skiptingu ÍSÍ, sérstaklega hvað varðar
þá ákvörðun að skipta stórurn hluta
tekna eftir sölu á sambandssvæði.
Slíkt Ieiðir auðvitað til þess að
tekjurnar fara á þá staði þar sem
sölukassarnir eru. Dreifbýlissvæðin
verða út undan.
Annars var mikil bjartsýni
ríkjandi á árið framundan, Landsmótsár.
UNÞ á 50 ára afmæli í haust, 21.
nóvember og eru menn farnir að huga
að því hvernig megi halda upp á það.
Ný stjórn var kjörin. Hana
skipa Aðalbjörn Gunnlaugsson,
formaður, Haukur Marinósson, Edda
Hrafnhildur Björnsdóttir, Þorbjörg
Bragadóttir og Stefán Eggertsson. Þá
hefur Gunnlaugur Aðalbjarnarson verið
ráðinn framkvæmdastjóri sambandsins.
UDN (Ungmennasamband
Dalamanna og N-Breiðfirðinga) hélt
ársþing sitt að Staðarfelli, 14. mars.
Eins og víða annars staðar var Lottóið
áberandi í umræðunni á þinginu. Því
máli var skotið til stjórnar sambandsins
að og hefur hún ákveðið að sambandið
skuli fá það fjármagn sem kemur úr
Lottóinu. Akveðið var að bíða með
frekari skiptingu þar til frekar verður
ljóst hverni Lottóið þróast hér á landi.
Á þinginu var ákveðið að ganga til
viðræðna við USVH um þátttöku í
Ungmennabúðum á Reykjum í
Hrútafirði. Nýr formaður hefur verið
kjörinn Kristinn Jónsson í Búðardal.
Þing USAH (Ungmenna-
samband A-Húnavatnssýslu) var haldið
á Blönduósi, 29. mars síðastliðinn.
Þetta var afskaplega líflegt og
afkastamikið þing, samkvæmt venju
var allt að 100 % mæting (hjá þeim
þarf víst tæpast nein 5 % eftir mætingu
á þing í Lottóúthlutun til félaga!)
Auðvitað var Lottó mikið rætt,
skipting til félaga var ákveðin.
Húnavakan sem nú er nýlokið var
einnig mikið rætt svo og blaðið þeirra,
Húni. Ungmennabúðimar vinsælu að
Reykjum í Hrútafirði sem sambandið á
þátt í, var einnig til umræðu. Þá var
það eitt einkenni á þessu þingi Austur-
Húnveminga að tekið var mjög
rösklega á þeim málum sem þurftu
úrbóta við. Sambandið hefur nýlega
gengið frá ráðningu framkvæmdastjóra
fyrir annaríkt sumar. Það er Þorsteinn
Sigurðsson, hann hefur unnið mikið og
gott starf innan sambandsins, aðallega í
frjálsíþróttum. Telja USAH menn sig
heppna með góðan starfskraft.
En hér látum við lokið þessari
allt of lauslegu yfirreið um ársþing
héraðssambanda og sjáum hvað setur,
það er viðburðaríkt sumar framundan.
IH
"Nota þessa reynslu í lokaritgerðina"
Rætt við Hafstein Óskarsson - nýjan framkvæmdastjóra FRÍ
"Ég er nú búinn að vera hér í
þessu starfi síðan um mánaðamótin
mars/apríl og líkar bara vel", segir
Hafsteinn Óskarsson, nýr
framkvæmdastjóri
Frjálsíþróttasambands íslands (FRI).
Hafsteinn er 27 ára gamall
landfræðingur en hefur undanfarið verið
við nám í viðskiptafræði og er að ljúka
prófi frá háskóla í Gautaborg í Svíþjóð.
"Ég á eftir lokaritgerð", segir
Hafsteinn, "og hef hugsað mér að nýta
reynslu mína úr þessu starfi í hana.
Þannig er, að ég hef hugsað mér að
skrifa ritgerð um tengsl íþrótta og
viðskiptalífs, nokkuð sem er orðið
umfangsmikið í dag hér á landi eins og
annars staðar í heiminum og ég er
mikið að starfa í slíkum málum þessa
dagana. Þar er til dæmis um að ræða
endurnýjun á auglýsingasamningum
fyrirtækja á Valbjarnarvelli,
auglýsingaskiltunum."
-Hafsteinn er beðinn að kynna
sinn íþróttaferil en margir kannast
sjálfsagt við hann úr hlaupunum.
"Ég var í hlaupunum já, fyrst
og fremst í millivegalengdunum en
einnig í langhlaupunum. Ég er ÍR-
ingur, var að hlaupa á árunum '73 til
'78. Þá meiddist ég og fór síðan ekki
að hlaupa aftur fyrr en '83 til '84. Þá
var ég aðallega í 3000 metra
hindrunarhlaupi, svo hef ég tekið þátt í
öðrum langhlaupum."
-En hvað er helst á dagskrá hjá
þér og FRÍ þessa dagana?
"Það eru nú mót sumarsins sem
Hafsteinn Óskarsson, framkv.stj. FRÍ.
FRÍ á þátt í. Við gengumst nýlega
fyrir Skólamóti FRÍ, "Landsbankahlaup-
ið" svonefnda sem FRÍ og Landsbanki
íslands standa fyrir víða um iandið.
Það verður 16. maí. Svo er það
auðvitað Evrópubikarkeppnin í
Portúgal í sumar. Þá má ekki gleyma
Bikarkeppni FRÍ og Afmælismóti FRÍ
en sambandið verður 40 ára á þessu ári.
Á þessu Afmælismóti verður úrvalskið
frá V-Noregi, landslið Luxemborg og
síðan landslið íslands. Flugleiðamótið
verður síðan 20. júní , þar keppa bestu
frjálsíþróttamenn íslendinga.
Svo er það auðvitað fjáröflun
fyrir sambandið sem er stór þáttur í
starfinu eins og ég sagði áðan. Svo og
að leita úrlausna mála fyrir hinar ýmsu
nefndir sambandsins."
-Kom þér eitthvað á óvart í
þessu starfi?
"Nei, ekki get ég nú sagt það.
Ástæðan fyrir því er sú að ég hef verið
svo mikið í svona störfum sem tengjast
frjálsíþróttunum, innan sambandsins og
hjá Í.R. Þannig að ég er bjartsýnn á
framtíðina."
IH
11