Skinfaxi - 01.04.1987, Blaðsíða 5
"Aðgát skal höfð í nærveru fjár"
Nú þessa dagana er mikið
fé smátt og smátt að berast út til
ungmennafélaganna í landinu úr
þeirri átt sem menn áttu ekki von
á; úr happdrætti. Af þeim 13,33
prósentum sem Ungmennafélag
Islands fær úr Lottó hagnaðinum,
(46,7% til ÍSÍ og 40 % til Öryrkja-
bandalags íslands) fara 90
prósent út til sambanda og félaga.
Gert er ráð fyrír því í síðustu
áætlunum að hlutur Ungmenna-
félags íslands á árinu verði um 26
milljónir króna. Þetta er auðvitað
aðeins spá byggð á sölu lottómiða
fyrstu vikur ársins en gefur hins
vegar nokkra hugmynd um hvað
um er að ræða.
Þetta eru umtalsverðar tjárhæðir
sem koma mjög óvænt, menn gerðu
alls ekki ráð fyrir að Lottóið myndi slá
jafn rækilega í gegn og það hefur gert.
Hvaða áhrif hefur þessi nýja staða á hag
og almennt starf ungmennasambanda og
félaga. Er þetta vítamínsprauta og lyfti-
stöng á starfsemina eða eru þessar
fjárhæðir dragbítur á virkni félaganna?
"Menn verða að varast að líta á Lottóið
sem einhverja gullnámu og segja: " Nú
er fjárhagnum borgið, nú getum við
bara slappað af'. Við verðum að halda
vöku okkar, Lottóið er ekki ótæmandi
þó það létti eitthvað undir. Það fer á
margar hendur og hefð bundnar fj áröflu n-
arleiðir verða áfram nauðsynlegur og
snar þáttur í starfinu."
Þessi tilbúna tilvitnun lýsir
allvel þeim varnaðarorðum sem margir
félagar ungmennafélaganna hafa borið
fram á héraðsþingunum sem staðið hafa
yfir víða um land að undanförnu.
Lítil þörf fyrir styrki?
Mörg einstök ungmennafélög
hafa í gegnum tíðina sótt um styrki til
sinna sveitarfélaga og oft og iðulega
fengið góðar viðtökur. Á einu nýlegu
héraðsþingi heyrðust hins vegar raddir
þess efnis að nú mætti búast við að
sveitarfélög myndu við hinar nýju
aðstæður Iíta styrkveitingu til ung-
mennafélaga öðrum augum. Með
tilkomu Lottós væru ungmennafélögin
það vel stödd að mun minni þörf væri
fyrir styrkveitingu þeim til handa.
"Lottóið nægir þeim." Líkast til, og
vonandi, er nú óþarfi að taka undir slíka
spádóma. Það er hins vegar ljóst að
meðan ungmennafélög sýna fram á að
þau standa í stórvirkjum, eins og þau
hafa mörg hver gert, verður litið
jákvæðum augum á starfið. Ef hins
vegar dofnar eittlivað yfir starfsemi
þeirra, en þau halda áfram að fá
fjármagn úr Lottósjóðnum, má alveg
búast við viðhorfi því sem fyrr er nefnt.
En hvernig snýr þetta við
félögunum og samböndum þeirra út um
land? Menn líta það auðvitað
misjöfnum augum hvernig beri að
útdeila þessu fjármagni. Ein megin
spurningin er hvort leggja eigi þetta
fjármagn til að byrja með í samböndin
og byggja þau enn frekar upp.
Fylgismenn þessarar hugmyndar segja
að uppbygging sambandsins sé
félögunum lífsnauðsynleg.
Aðrir segja að þetta sé í raun
þveröfugt. Það beri að styrkja félögin,
sambandið verði því öflugri sem
félögin eru sterkari. En víða eru
spurningar sem þessar ónauðsynlegar,
þá af ýmsum ástæðum. Hjá UÍA veitir
ekki af þessu fjármagni inn í sambandið
þar sem það stendur höllum fæti eftir
að sumarhátíðin í Atlavík er fyrir bí.
Adolf Guðmundsson, formaður
UÍA, sagði í samtali við Skinfaxa að
það hefði ekki verið nein spurning um
það hjá aðildarfélögum UÍA hvert þetta
fjármagn skyldi fara. Hann sagði að
ákveðið hefði verið á formannafundi að
féð rynni til UÍA fyrsta árið. "Þetta
verður síðan endurskoðað á ársþingi
héraðssambandsins nú í maí", sagði
hann.
Adolf gagnrýndi hins vegar
hversu seint þessar greiðslur bærust.
"Þetta fé kemur í smáslöttum og kemur
seint", sagði hann. "Við slíkar að-
stæður vakna hjá manni spurningar um
það hvort verið sé að búa til eitthvert
bákn fyrir sunnan, t.d. hjá íslenskri
Getspá. En varðandi þá skiptingu sem
ÍSÍ og UMFÍ hafa ákveðið, finnst mér
að t.d. hjá ÍSÍ hafi sala á sambands-
svæði allt of mikil áhrif. Þetta kemur
auðvitað vel út hjá þéttbýlisfélögunum,
sérstaklega Reykjavíkurfélögunum",
sagði Adolf
Hjá Borgfirðingum var það
einnig álit flestra að leggja Lottó-
peninga, a.m.k. fyrsta árið, í að
fjármagna aðstöðu fyrir sambandið.
Ákvörðun um nákvæmar reglur varð-
andi skiptingu Lottófjárins, var því
frestað í 2 til 3 ár.
Blómlegt starf alltaf
grunavöllurinn
Þórir Jónsson, formaður
Ungmennafélags Reykdæla og gjaldkeri
Fæðingarhríðir Lottóskiptingar. Frá ársþingi HSÞ í mars síðastliðnum.
5