Skinfaxi - 01.04.1987, Page 19
arattan
Eðvarð Þór Eðvarðs-
son sundmaður úr
( Ungmennafélagi
Njarðvíkur er otvírætt
fþróttamaður Islands númer
eitt. Hann er handhafi
titilsins "íþróttamaður ársins
1986", kjörinn af íþrótta-
fréttamönnum. En það er
alveg ljóst að Eddi, eins og
hann er oftast kallaður, þarf
engar slíkar tilnefningar til að
staðfesta stöðu sína hér á
landi. Árangur hans sýnir að
hann er í séiflokki. Og ekki
aðeins hér á landi, heldur
einnig erlendis. Hann er í
hópi" 8 bestu baksunds-
manna heims í dag. Og er
alltaf að bæta sig. Það er
sagt um Edda að hann stingi
sér varla í laugina, að hann
setji ekki einhver met. Á
síðasta mótinu sem hann tók
þátt í hérlendis, íslands-
meistaramótinu innanhúss í
lok síðasta mánaðar, tvíbætti
hann íslandsmet sitt í 100 m.
bringusundi karla og setti
nýtt met í 200 m. baksundi
karla. Hann hélt svo upp-
teknum hætti á alþjóðlega
sundmótinu í Skotlandi (eins
og reyndar fleira sundfólk
íslenskt) nú um daginn. En
þessi mót eru fyrst og fremst
upphitun fyrir baráttuna við
bestu sundmenn heims.
Hann býr sig nú undir átökin
við þa á Evrópumeista-
rmótinu í Strassbourg í ágúst
í sumar. En hvermg hófst
ferill þessa afreksmanns
okkar?
"Ég vil segja að ég hafi byrjað
að stunda sundið að einhveiju marki
þegar ég var um það bil 10 ára gamall.
Þá var ég farinn að sjá metin út undan
mér og finna hvers ég var megnugur.
Ég hafði verið í körfubolta samhliða
sundinu í nokkur ár, hjá Ungmenna-
félagi Njarðvíkur. Ég var íslands-
meistari í 5. 4. og 3. flokki. Þegar ég
var kominn í 3. flokk í körfunni hætti
ég að æfa hana. Þetta gat ekki lengur
farið saman, sundið og karfan.
Reyndar spila ég enn með 2.
flokki í Njarðvíkurliðinu. Við rétt
misstum af íslandsmeistartitlinum í
þeim flokki núna nýlega, urðum í 2.
sæti. Ég æfi ekkert með strákunum en
þetta eru góðir félagar og ég telst enn
liðtækur þó ég hafi auðvitað misst
mikið úr."
Ekki erfitt val
-En á þessum tíma, þegar tími
var kominn til að velja á milli greina,
var valið erfitt?
19