Skinfaxi

Árgangur

Skinfaxi - 01.04.1987, Blaðsíða 12

Skinfaxi - 01.04.1987, Blaðsíða 12
IV KUMITE KARATE - Rétt lína. Hér sést ein vinsælasta keppnistæknin sem er gyakuzuki. Samkvæmt kenningum gömlu meistaranna, á ekki að lyfta hælnum eins og liér er gert. Síðasta grein mín fjallaði um kötur en í þessari lokagrein er ætlunin að fjalla um kumite. í kumite er áhersla lögð á viðbrögð við hreyfingum andstæðingsins og hreyfingarnar eru ekki fast ákveðnar heldur náttúrulegar. Kumite hefur gengið í gegnum mikla þróun frá árdögum karate íþróttarinnar. í upphafi var litið á kumite sem stuðningsæfingar við köturnar. Kumite var álitið aðferð til að setja árásar- og vamartækni, æfðar í kötum, í raunverulegri aðstæður. Nú er hins vegar í kötu þjálfun gert ráð fyrir kumite. Þá er kumite það æfingaform karate sem hefur mest bein áhrif, ekki aðeins á byrjandann heldur og hvern þann sem hefur áhuga á karate. Allir vilja byrja kumiteæfingar eins fljótt og hægt er. Gerðir Kumite Skipta má kumite í fernt: Kihon kumite, yakuso kumite, jiyu kumite og shitei kumite (keppniskumite). Kihon kumite Þetta er einfaldasta form kumite. Ushiro geri er alveg séstök tækni. Hún er góð fyrir þá sem nota fætur mikið. Markið er hliðamar á andlitinu. Tveir andstæðingar taka sér stöðu í ákveðinni fjarlægð frá hvor öðrum og ákveða fyrir fram hvað hvor um sig á að gera. Síðan æfa þeir til skiptis árásir og vörn. Það getur verið einföld árás og vörn (ippon kumite) eða röð af fimm (gohon kumite). Yakuso kumite og jiyu kumite I bók eftir Nakayama er ágæt lýsing á yakuso kumite og jiyu kumite. Hún er svohljóðandi: "Reglan við yakuso kumite er þessi: Báðir aðilar taka sér stöðu (Kamae) frjálslega og hafa fjarlægð að vild. Árásaraðili segir til um á hvaða svæði líkamans hann miðar og gerir árás ákveðið. Á móti verst varnaraðili með þeim aðferðum sem hann hefur lært og gerir samstundis gagnárás. Þetta er jissen kumite (raunverulegur bardagi). Árásaraðili þroskar á þennan hátt árásarhæfni sína með því að mæla fjarlægðina (maai), öndun (kokyu) og nota sér uppgerð o.s.frv., lærir að hagnýta sér hverja glufu og tímasetningu (timing). Varnaraðilinn hagnýtir sér undanhaldið eða notar sér tai sabaki (stígur út úr árásarstefnu andstæðingsins) og gerir gagnárás. Vegna þess að þetta inniheldur reglur um árásir og varnir til allra átta, kokyu, mai, tai sabaki, færslu á þyngdarpunkti, vörn og gagnárás á sama andartaki, þá er yakuso kumite alveg sérlega mikilvæg aðferð fyrir þjálfun bardaga. Þetta er yakuso kumite. Ef árásaraðili svíkur verjandann eftir árás og heldur áfram að gera árás, eða ef hann gerir árás án þess að segja til um ætlun sína, mundi þessi æfingamáti verðajiyu kumite." Shitei kumite Shitei kumite byggir á sömu kenningum og jiyu kumite. í jiyu kumite eru raunverulega engar reglur um hvað sé leyfilegt og hvað ekki. Segja má, að eina óskrifaða reglan sé sú, að skaða ekki andstæðinginn. Shitei kumite eða keppnis kumite er hins vegar undir skýrum reglum um hvað má og hvað má ekki. Þar er fyrst og fremst um tæknilegan bardaga að ræða og því farið til æfinga með önnur markmið og hugarfar. Fullyrða má að hérlendis hafi aldrei verið æft jiyu kumite heldur einungis keppnis kumite. Hins vegar telja sig margir hafa æft eða vera að æfa jiyu kumite. Nokkur mikilvæg atriði í kumite Þau atriði sem telja má mikilvæg í shitei kumite eru einnig mikilvæg í jiyu kumite. 12

x

Skinfaxi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.