Skinfaxi

Árgangur

Skinfaxi - 01.05.1990, Blaðsíða 8

Skinfaxi - 01.05.1990, Blaðsíða 8
VIÐTAL Eru ákveðin stefnumál hreyfingar- innar þér frekar að skapi en önnur? „Mér er það mest og best að skapi að safna saman ungu fólki og fá það til að upplifa og vinna saman að heillaríkum málefnum. Það hlýtur að styrkja sjálfs- vitund hvers og eins sem tekur þátt í þeirri vinnu og það hlýtur að móta hana að nokkru leyti, því það dregur hver dám að sínum sessunaut. Það er þessi jákvæða stefna til sameiginlegra átaka og sameiginlegrar vinnu sem ég met ákaflega mikils hjá ungmennafélags- hreyfingunni og hef alltaf gert.” Hvaða gilditelurþú ungmennafélags- hreyfinguna hafa í dag til dœmis uppeldislegt gildi? „Það er sorglegt hvað mörg æskulýðs- samtök fara halloka í samkeppni við óþarfa myndbandagláp og fleira sem ekki ereins mikilvægt fyrir manneskjuna ogstarfþessarafélaga. Starfungmenna- félaganna hefur mjög mikið uppeldislegt gildi og svo vill nú vel til, að þeir sem kynnast þvífinnst það skemmtilegt. En það hafa of fáir á Reykjavíkursvæðinu kynnst því. Þar sem ungmenafélagið hefur fest rætur eins og í Grafarvogi er greinilegt að starfsemin er öflug þegar aðeins tveggja ára félag á eina íslandsmeistarann af Reykjavíkur- svæðinu á nýlegu frjálsíþróttamóti ungmenna. Þaðerathyglisvertog sýnir hve öflug slfk hreyfingin getur verið þegar starfið fer svo fljótt að skila árangri.” Hvernig heldur þá að við gœtum best tryggt framtíð uitgs fólks ídag? Ég er fljót að svara því. Við gerum það með menntun, fræðslu, ræktun og síðast en ekki síst kærleika. Við leggjunt ekki nóga rækt við að kynna börnum okkar það góða sent þjóðfélagið hefur upp á að bjóða. Stórkostlegastafjárfestingþjóðfélagsins er að fjárfesta í æsku landsins. Við eigum þvímikilvægahlutverki að gegna að koma henni til manns og sjá til þess að æskan verði hugsandi fólk sem kann að njóta góðs og heilbrigðs lífs. Fyrir þessi jákvœðu orðforseta okkar í garð úngmennafélagshreyfingarinnar og allra uppalenda, þakka ég henni fyrir og kveð. mihÉ /Wasss Iþróttavörur í úrvali [ Adeins þaó hœfír þeim bestu Hoffell ARMULA 36 SÍMAR 82166 - 83830 FAX 678047 8 Skinfaxi

x

Skinfaxi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.