Skinfaxi

Árgangur

Skinfaxi - 01.05.1990, Blaðsíða 12

Skinfaxi - 01.05.1990, Blaðsíða 12
LANDSMOTSSPA “Hin frábæra aðstaöa í Mosfellsbæ mun hafa í för með sér besta árangurinn á Landsmóti hingað til” - segir Sigurður Pétur Sigmundsson sem spáir um úrslit frjálsíþróttakeppninnar Sigurður Pétur Sigmundsson, for- maður Ungmennafélags Akureyrar og íslandsmethafi í maraþon- hlaupi, spáir um efstu sætin í frjálsíþróttakeppni Landsmótsins. Sigurður Pétur hefur lengi verið áhugamaður um skráningu frjáls- íþróttaafreka og var m. a. formaður Afrekaskrárnefndar FRÍ í nokkur ár. Sú staðreynd að frjálsíþrótta- keppni Landsmótsins mun nú fara fram við sambærilegar aðstæður og tíðkast erlendis, mun vafalaust hafa þau áhrif að árangur mun verða betri og jafnari en á fyrri Landsmótum, með þeim fyrirvara að veðrið verði skaplegt. Góð aðstaða hvetur keppendur til að undirbúa sig vel fyrir mótið. Eg hef t. d. tekið eftir því að gamlar kempur, sem voru svo til hættar, hafa dregið fram skóna og munu mæta í góðri æfingu í mótið. Ég segi fyrir sjálfan mig að ég hef í vetur og vor lagt trimmprógrammið til hliðar og dustað rykið af erfiðum æfingum frá fyrri árum og stefni að því að komast í baráttuna íminni grein. Hvatinn til þess er að sjálfsögðu væntingin um glæsilegt mót við bestu aðstæður. Verður Jón Arnar maður mótsins? Ólíklegt er að nokkur keppandi nái að ógna Jóni Arnari Magnússyni í 100 m hlaupi, 200 m hlaupi og langstökki. Hann æfði við góðar aðstæður í Bandaríkjunum sl. vetur og gæti náð stórgóðum árangri íeinstökum greinum á Landsmótinu, þó svo hann æfi fyrir tugþraut. Jón Amar verður jafnframt lykilmaðurinn í boðhlaupunum fyrir HSK og gæti að mínum dómi orðið maður mótsins. Erlingur sterkur í 400 m og 800 m Islandsmethafinn í 800 m hlaupi, Erlingur Jóhannsson, er kominn á fulla ferð eftirerfið meiðsli. Hann á sigurinn vísan í 400 m og 800 m. Brynjúlfur Hilmarsson, UIA, sem ávallt hefur verið í baráttunni í millivegalengdahlaup- unum á undanförnum Landmótum, er nú orðinn sænskurríkisborgari og verður ekki með. Helsti keppinautur Erlings mun vafalaust verðaFriðrik Larsen, sem er mjög efnilegur hlaupari í framför. Þessi spá er gerð u. þ. b. sex vikum fyrir Landsmót. Þéss vegna er nokkuð erfitt að átta sig á stöðunni í sumum greinum. Mót eru rétt byrjuð og þ. a. 1. nokkuð erfitt að ráða í það hvar íþróttafólkið er á vegi statt í undirbúningnum fyrir Landsmótið. Einnig má búast við að keppendum takist misjafnlega upp við að “toppa” á réttum tíma og svo verður alltaf að gera ráð fyrir meiðslum. Hvað um það, spáin er gerð til gamans og síðan verður tíminn að leiða í ljós hvað gengur eftir. Tekst Daníel að vinna 1500 m hlaupið? Keppnin í 1500 m hlaupi karla er mjög opin. Daníel Guðmundsson hefur góðan endasprettog getur unnið hlaupið. Hins vegar hefur hann oft verið mistækur í keppni þannig að Már Hermannsson getur allt eins unnið. Sigmar Gunnarsson, nýtt nafn á hlaupabrautinni, gæti komið á óvart og sigrað. Hann er nú búsettur í S víþjóð og hljóp m. a. 1500 m á 4:05 mín innanhúss sl. vetur. Sterkt 5000 m hlaup Már Hermannsson og Gunnlaugur Skúlason munu að öllum líkindum berjast um fyrsta sætið. Þeirra stíll er nokkuð svipaður, báðir eiga gott með að halda uppi góðum hraða en eru ekki sérlega sterkir í endaspretti. Hlaupið verður því hratt frá byrjun og gæti gotl Landsmótsmet Jóns Diðrikssonar, UMSB, 14:39,6 mín. frá 1981 fallið. Már hlýtur að koma með eitthvað nýtt í pokahorninu frá Svíþjóð senr nægir til sigurs. Um næstu sæti verðurgeysileg barátta. Ég ætla nú að vera dálítið hlutdrægurog spásjálfum mér3. sætinu, en Daníel Guðmundsson, USAH, Rögnvaldur Ingþórsson, UMSE, Jón Stefánsson, UFA, og jafnvel Sigmar Már Hermannsson 12 Skinfaxi

x

Skinfaxi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.