Skinfaxi

Árgangur

Skinfaxi - 01.05.1990, Blaðsíða 22

Skinfaxi - 01.05.1990, Blaðsíða 22
G R E I N Laugarvatn, miðstöð almenningsíþrótta, paradís fyrir alla Óþrjótandi möguleikar til tómstunda og útiveru bæöi aö vetri og sumri íþróttir, seglbretti, bátar, golf, tennis, kraftþjálfun, gönguskíöi, skautar, hestar, hnit, mínígolf, fjallgöngur, vélsleóar o. fl. íþróttir er það fyrsta sem mörgum dettur í hug þegar minnst er á Laugarvatn. Þessi fallegi staöur er umhverfisparadís þarsem allirgeta fundið sér eitthvaö skemmtilegt aö gera. Stundaö íþróttir, s. s. golf, eöa hnit, leigt sér seglbretti eöa bát, fariö í gufubaö eöa sólbaö, skokkaö eftir skokkstígum á bökkum Laugarvatns eöa í hlíöum Laugarvatnsfjalls eða einfaldlega legiö í leti og notiö þess aö vera úti í náttúrunni. íþróttamiðstöð íslands á Laugarvatni rekur margskonar þjónustu allt árið um kring. Allt bendir til að UMFÍ og ÍSÍ muni standa sameiginlega að rekstri Iþróttamiðstöðvarinnar og að ríkissjóður muni sjá um uppbyggingu íþróttamannvirkja í tengslum við hana. A Laugarvatni er fullkomið íþróttahús sem er mjög vel búið tækjum, annað minna íþróttahús og innisundlaug. Þá eru margir íþróttavellir og grasflatir til leikja, íþrótta og útiveru. Við vatnið eru leigðir út bátar og ýmsar gerðir af seglbrettum. Við vatnið er líka mínígolfvöllur og víðfrægt náttúrulegt gufubað, sem byggt er ofan á hver. Tekið er á móti hverskonar hópum s. s. frá félögum, fyrirtækjum, skólum og einnig einstaklingum sem vilja fara út að skokka kl. 7 á morgnana, leggja svo leið sína í sund eða gufu, spila tennis eftir hádegi og fara í golf síðdegis. Möguleikarnir til tómstunda eru óþrjótandi. Fundir og almenningsíþróttir íþróttamiðstöð íslands hefur það að markmiði að allir, sama á hvaða aldri þeir eru, geti komið og notað aðstöðu við sitt hæfi og fengið tilsögn og fræðslu fráhæfustu leiðbeinendum. Góð aðstaða er til funda- og ráðstefnuhalds og geta allt að 150 manns þingað í einu. Einn helsti kosturinn við að halda fundi eða ráðstefnur á Laugarvatni er að þar geta menn hresst upp á heilasellurnar með því að njóta útiveru og íþrótta milli funda. Þetta er vænlegur kostur til að ná árangri bæði á líkama og sál. I sumar verður unnið að því að fullgera sex holu golfvöll, ásamt stórri púttflöt, en fullgerður verður völlurinn níu holur. Rétt við vatnsbakkann hjá gufubaðinu rekur Iþróttamiðstöðin einnig mínígolf og þar er báta- og seglbrettaleiga. A þessu ári eða því næsta, verður hafist handa við að byggja nýja sundlaug sem verður staðsett við hliðina á nýja íþróttahúsinu. I framtíðinni er einnig ráðgert að setja upp sundlaug í vatninu, en ntikið af heitu vatni er á staðnum og rennur það m. a. í Laugarvatn rétt við gufubaðið. Göngu- og skokkbrautir liggja eftir hlíðum Laugarvatnsfjalls og bökkum Laugarvatns. Brautirnar eru lagðar í gegnum skógivaxið landið og eiga eflaust eftir að verða mjög vinsælar. A nokkrum stöðum verða æfingaflatir þat' sem skokkarar geta tekið nokkrar æfingar, hvílt sig, hlustað á söng fuglanna og haldið af stað aftur. Þeir sem hyggja á gönguferðir geta valið um margar athyglisverðar gönguleiðir. Tveir almenningsíþróttavellir með mörkurn eru stutt frá skokkbrautunum og geta allir notfært sér þá sem þess óska. Aðstaða fy rir afreksfólk er fyrsta flokks. Nýtt og fullkomið íþróttahús gerir það að verkum að betri árangur næst. Þá verður einnig kappkostað að sinna íþróttum fatlaðra. 22 Skinfaxi

x

Skinfaxi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.