Skinfaxi

Árgangur

Skinfaxi - 01.05.1990, Blaðsíða 31

Skinfaxi - 01.05.1990, Blaðsíða 31
G R E I N Mosfellsbær gefur tóninn Kristján E. Yngvason, stjórnarmaður UMFÍ skrifar Séö heim að Laugum Nú þegar styttist í Landsmót er ekki úr vegi að staldra við og skoða hvað gerst hefur frá síðasta móti sem var á Húsavík 1987. Þá er í mfnum huga merkast það lofsverða framtak bæjarstjórnarmanna Mosfellsbæjar að ráðast í að útbúa fullkominn frjálsíþróttavöll með varanlegu efni á hlaupa- og atrennubrautum. Eg tel að hér sé um stefnumarkandi framkvæmd að ræða sem verður öðrum héruðum til hvatningar, þannig að innan skamms verði kominn í það minnsta einn slíkur völlur í hvert hérað. Til þess að svo megi verða þurfa sveitarfélög og héraðssambönd að taka höndum saman og velja stað sem verði íþróttamiðstöð héraðsins. Víða eru þessir staðir í raun til, en til þess að tryggja að á þá komi varanlegt gerviefni verður að ganga frá formlegu samkomulagi og hefja svo markvissa uppbyggingu. Þá er fullljóst að ríkisvaldið verður að koma myndarlega inn í þessar framkvæmdir. Reyndar er ljóst að ríkisvaldið mun styðja við uppbygginguna á Laugarvatni. Sú aðstaða kemst ígagnið fyrir Landsmótið 1993, en væntanlega verður lagt á hlaupabrautirfyrr, jafnvel 1991. Þáereinnigljóstaðáárinu 1991 verður lagt varanlegt efni á hlaupa- og atrennubrautir á íþróttavöllinn á Laugum í Suður- Þingeyjarsýslu. Að þeim velli standa átta sveitarfélög í sýslunni í gegnum Framhaldskólann á Laugum, en þar er nú komin þriggja ára starfstengd íþróttabraut með nýju sniði. Völlur þessi á Laugum er heldur minni en þeir tveir fyrr töldu, hann verður með 4 brautum fyrir 400 m hringinn, en 6 brautum fyrir 100 m hlaup. Ekki þarf að fjölyrða um hvað svona vellirerumikilsvirðifyriralltíþróttastarf í héraði. Nú er svo komið að ef íþróttafólk ætlarsér að náárangri verður það að lengja æfingatímabilið með æfingaferðum til annarra landa á vorin. Slíkar ferðir eru mjög kostnaðarsamar og má taka þann kostnað inn í dæmið við vallargerðina því með tilkomu þessara valla má í það minnsta fækka slíkum æfingaferðum eða jafnvel sleppa þeim alveg. Þá er einnig ljóst að þessa velli á að nýta fyrir almenningsíþróttir, en þær eru vaxandi og er það vel. Brýnt er að ungmennafélögin sinni þeim meira en gert hefur verið. Og í ljósi þess að íþróttir fyrir alla, koma til með að spara heilbrigðisþjónustunni umtalsverðar upphæðir, er mjög eðlilegt að ríksivaldið leggi verulegt fjármagn í þessa íþróttavelli, því það fær það til baka með góðum vöxtum. Ymsa fleiri þætti mætti nefna, sem styðjaþað, hversu nauðsynlegt er að svona vellir komi í hvert hérað. Það verður ekki gert í þessari hugleiðingu, en ef til vill síðar. Skinfaxi 31

x

Skinfaxi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.