Skinfaxi

Árgangur

Skinfaxi - 01.05.1990, Blaðsíða 6

Skinfaxi - 01.05.1990, Blaðsíða 6
Leiðari - Frá ritstjóra Landsmót, almenningsíþróttir, bygging íþróttamannvirkja Efni þessa blaðs er að mörgu leyti helgað 20. Landsmóti UMFÍ sem haldið verður 12. -15. júlí í Mosfellsbæ. Rætt er við forseta íslands, Vigdísi Finnbogadóttur, verndara Landsmótsins, spádómar nokkurra íþróttagreina eru birtir og rætt við Jón M. Guðniundsson sem var keppandi á Landsmótinu í Haukadal fyrir 50 árum. Lesendur geta af þeim lestri gert sér í hugarlund hver þróun Landsmótanna hefur verið. í Haukadal kom keppnisfólkið með litla æfingu að baki og æfingar fóru stundum fram við frumstæðar aðstæður eins og sundæfingar UMSK að Álafossi. Á þeint árunt var hugsunin sú að nota túnin, vatnsstíflur og aðra ófullkomna aðstöðu til að byggja upp hreysti og gott form líkamans, enda áttu menn ekki um annað að velja. Nú á dögum eralmenningurað verða sífellt meðvitaðri unt mikilvægi íþróttanna og þann styrk sem þær veita okkur andlega og líkamlega. Fjöldaþátttaka í íþróttum er það sent koma skal. Nauðsynlegt er að gera öllum, ungum sem öldnum, kleift að stunda íþróttirvið sitt hæfi. í nútíma þjóðfélagi ermargt sem glepur og þess vegna er mikilvægt að uppalendur reyni að beina áhuga barna og unglinga inn þær brautir sem geta orðið þeim góð kjölfesta alla tíð. í Skinfaxa er að finna grein unt almenningsíþróttir og þá aðstöðu til almenningsíþrótta á Laugarvatni sem öllum landsmönnum er opin. Einnig eru nýlegar breytingar á Iþróttalögum skoðaðar, þ. e. þærgreinar lagana sent skipta máli varðandi uppbyggingu íþróttamannvirkja. Vert er að athuga hvort þær breytingar geti haft varhugaverðar afleiðingar fyrir uppbyggingu íþróttamannvirkja í framtíðinni. Einn fullkominn frjálsíþróttavöllur fullnægir ekki þeim þörfum sem fyrir hendi eru. Stefna þarf að markvissri uppbyggingu íþróttamannvirkja allsstaðar á landinu. Hvernig skal þeirri uppbyggingu háttað? Verður það ef til vill gerl með samstarfi sveitarfélagaog ungmennafélaga, s.br. grein Sveins Jónssonar á Kálfskinni í Eyjafirði, grein Kristjáns E. Yngvasonar, stjórnarmanns UMFI og viðtal við Reyni Karlsson, íþróttafulltrúa ríkisins. um Iþróttalög. í Skinfaxa má einnig finna aðrar fróðlegar greinar svo sem umgervigrasvelli,grasvelli,Evrópuleikaalmenningsíþrótta í Svíþjóð 1991 o. fl. Með kveðju og von um gott gengi á Landsmóti sent og annarsstaðar. Una María Oskarsdóttir Ljósmyndasamkeppni Skinfaxa Bestu Ijósmyndir teknar á Landsmótinu í Mosfellsbæ Ákveðið hefur verið að efna til samkeppni um bestu ljósmyndir sem teknar verða á Landsmótinu í Mosfellsbæ 12. -15. júlí. Fyrstu verðlaun: Chinon Handyzoom myndavél með þriggja geisla sjálfvirkri skerpustillingu og sjálfvirkri aðdráttarlinsu frá Hans Petersen, umboðsaðila Kodak hér á landi. Önnur verðlaun: Chinon Belami ljósmyndavél með sjálfvirkri skerpustillingu, nett og meðfærileg vél. Þriðju verðlaun: Chinon Belami ljósmyndavél með sjálfvirkri skerpustillingu, nett og meðfærileg vél. Dómnefndmun veljabestu ljósmyndimar, en skilafresturertil 25.júlí. Munið að merkjamyndimar vel með nafni, heimilisfangi og símanúmeri. Verið með og sendið bestu ljósmyndina til: Skinfaxa, Öldugötu 14 ,101 Reykajavík. 6 Skinfaxi

x

Skinfaxi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.