Skinfaxi

Árgangur

Skinfaxi - 01.05.1990, Blaðsíða 16

Skinfaxi - 01.05.1990, Blaðsíða 16
LANDSMÓTSSPÁ Loks komið að UMSK? Noröur- Þingeyski blakmaöurinn, Þróttarinn Gunnar Árnason, sem var landsliösmaöur í blaki frá 1974 -1983 spáir í blakúrslit á Landsmóti. Níu lið taka þátt í blakkeppni Landsmótsins að þessu sinni og hafa aldrei verið fleiri. Þeim er skipt í tvo riðla. A-riðill: HSK, HSÞ, UNÞ, UMSS og UDN. B-riðill: UMSK, UÍA, UMFK og UMSE. Þrjú þessara liða eru skipuð leikmönnum sem tóku þátt í keppni 1. deildar með félagsliðum sínum síðastliðinn vetur þ. e. UMSK, UÍA og HSK og verða þau að teljast líklegust til að hafna í þremur efstu sætunum. Þingeyingar og Eyfirðingar hafa nokkuð langa blakhefð og eru líklegastir til að berjast um 4.-6. sætið, en UMSK, UMSS og UDN eru lítt þekkt og því má ætla að þeim reynist erfitt að ná einu af sex efstu sætunum. Rétt er þó að minna á að Keflvíkingar töpuðu naumlega leik um bronsið á síðasta Landsmóti. Á Landsmótunum í Keflavík og á Húsavík sigraði HSK í stórskemmtilegum úrslitaleikjum við UMSK, en að þessu sinni tel ég að UMSK sigri, þar sem ungu mennirnir þar eru nú reynslunni ríkari og hafa á að skipa jöfnu og sterku liði. Helstu keppinautar þeirra í riðlinum verða UIA, en búast má við að Keflvíkingar og Eyfirðingar verði þeim auðveld bráð að þessu sinni. Lið Keflvíkinga verður ekki eins sterkt og á Húsavík og ég hef trú á að Eyfirðingum takist að verða í þriðja sæti í B-riðlinum. HSK verður öruggur sigurvegari í A- riðlinum, en keppnin um annað sætið verður hörð á milli Þingeysku liðanna og í þetta sinn tekst UNÞ að leggja stjóra bróður að velli og leika um bronsið. Nýliðarnir í blakkeppni Landsmótsins, UMSS og UDN bítast á botninum og ég geri ráð fyrir að þátttaka Skagfirðinga í öldungamótum undanfarin árnægi þeim til að forðast neðsta sætið í A-riðlinum. Samkvæmt þessu verður lokaröðin svona: 1. UMSK 2. HSK 3. UÍA 4. UNÞ 5. HSÞ 6. UMSE 7. UMFK 8. UMSS 9. UDN. Liö UMSK (Mfl. karla hjá Blakdeild HK): Aftari röö frá vinstri: Albert H. N. Valdimarsson, liösstjóri, Kristján M. Arason, Karl Sigurösson, Steinn Einarsson, Stefán Þ. Sigurösson og Qiu Feng Rui, þjálfari. Fremri röö frá vinstri: Guöbergur E. Eyjólfsson, Einar Þór Ásgeirsson, Vignir Hlööversson, Geir S. Hlööversson, Jón G. Axetsson og Skjöldur Vatnar Björnsson. Á myndina vantar: Ými Bj. Arthúrsson, Stefán Sigurösson og Kristján Sveinbjörnsson. Qiu Feng Rui er farinn heim til Kína, en landi hans Jia Chang Wen mun stjórna liöinu í sumar. 16 Skinfaxi

x

Skinfaxi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.