Skinfaxi

Árgangur

Skinfaxi - 01.05.1990, Blaðsíða 18

Skinfaxi - 01.05.1990, Blaðsíða 18
LAN DSMOTSSPA Hluti af UMSK liöinu. Þrettán lið hafa skráð sig til keppni á Landsmótinu, en þau eru: HSK, UMSK, UÍA, HSB, UMSB, HSÞ, FJÖLNIR, HSH, UDN, HVÍ, ÓÐINN- VESTM.EYJUM., UMFN, og USVH Ég hef átt tal við forráðamenn flestra liðanna og eru allir nokkuð kokhraustir ígarð sinnafélaga. Enef litiðerraunsætt á málin, þá eru það 4-5 lið sem eru nokkuð afgerandi og þá um leið lfklegust til að berjast um sigurinn. Liö UMSK Liðið hjá UMSK samanstendur af sundfólki úr Mosfellsbænum og Kópavogi. Hafþór Guðmundsson, einn af forsvarsmönnum UMSK liðsins segir að karlasveitin sé jafnsterk og ræður það að líkindum úrslitum um árangur liðsins í keppninni. Geir Sverrisson, Kristján Sigurðsson, Sverrir Sverrisson og fleiri eru nokkuð jafnvígir á flest sund og kemur það sér vel fyrir liðið. Kvennaliðið er vel svo frambærilegt en þó kannski ekki eins sterkt og karlaliðið. Hrafnhildur Örlygsdóttir, Rakel Reynisdóttir, Auður Sigurðardóttir og fleiri komatil með aðnæla ístig. Öruggt má telja að UMSK takist að manna allar greinar og vel það. En það er fyrst og fremst styrkur liðsheildarinnar sem skilar liðinu í eitt af efstu sætum mótsins í sundinu. Lið HSK LiðHSK er ekki sama stórveldið og það var t.d. á landsmótinu á Akureyri árið 1981, en samt nokkuð sterkt. Að sögn Hrafnhildar Guðmundsdóttur þjálfara, samanstendur liðið af sundfólki frá Þorlákshöfn, Selfossi og Hveragerði. Frá Þorlákshöfn koma systkinin Magnús, Bryndís og Arnar Ólafsböm. Þau verða án vafa aðal styrkur liðsins. Frá Hveragerði kemur meðal annars Unnsteinn Grétarsson. Hann er ungur að árum en ætti að geta stutt við liðið að nokkru leyti, t. d. í boðsundunum. Ein helsta sundkonan frá Selfossi, Kristgerður Garðarsdóttir verður ekki með á Landsmótinu. Af þessu sést að styrkur liðsins byggist að mestu á nokkrum góðum einstaklingum. Lið HSK gæti átt í erfiðleikum með að ntanna allar greinar og eins að fylla upp í boðsundssveitirnar, einkanlega kvennasveitirnar. Ekki má þó gleyma því að á mótum sem þessu er oft gripið til þess ráðs að fá til liðs við hópinn gamla sundmenn, sem hafa haldið sig frá keppni, jafnvel í nokkur ár, til að fylla í skörðin, og skal ekki vanmeta þá ef til þeirra kasta kemur. Þrátt fyrir mannfæðina í liði HSK spái ég liðinu velgengni og kentur það til með að blanda sér í toppbaráttuna. Liö HSB Lið Bolungavíkur hefur verið nokkuð brokkgengt síðastliðin ár. Eldri sundmenn hafa horfið til náms fjarri heimaslóðum og fyrir vikið farið að keppa fyrir önnur lið. Hannes Már Sigurðsson og Guðmundur Reynisson fóru á sínum tíma yfir í IA og varð þá skarðfyrirskildi hjáBolvíkingum. Þeir hafa nú gengið aftur í raðir HSB svo að horfurnar eru nokkuð góðar hjá liðinu. Jónas Pétur Aðalsteinsson þjálfari HSB telur liðið nokkuð jafnsterkt, bæði karla og kvennaliðið. Fyrir utan þá ofantöldu ntá nefna sterka sundntenn, s.s. Guðmund Arngrímsson, Ernu Jónsdóttur, Halldóru Sveinbjörnsdóttur, Halldóru Sigurgeirsdóttur o.fl. Bolvíkingar hafa að öllum líkindum nægan mannskap í allar greinar. Lið HSB verður eitt þeirra liða sem koma til með að keppa um sigurinn á mótinu. Lið HSÞ Að sögn Birkis Fanndals, þjálfara Mývetninga, eru sundmenn HSÞ ungir að árum, flestir 15 ára eða yngri. Líkt og Bolvíkingar missa Þingeyingar elsta sundfólkið til annarra félaga þegar komiðeráframhaldsskólaaldurinn. Það er margt efnilegt sundfólk í liði HSÞ, s. s. Viðar Sævarsson, María Birkisdóttir, Þórunn Harðardóttir, Ingibjörg Gunnarsdóttir o. fl. Þingeyingar rnunu að líkindum eiga erfitt með að manna allar greinar. Fyrir vikið verður liðið varla nógu sterkt til að blanda sér í toppbaráttuna, verður einhvers staðar nálægt miðju. Lið UMSB Borgfirðingar hafa mjög frambærilegu liði á að skipa. Að sögn Óskars Hjartarsonar, þjálfara, eru líkur á að flestir bestu sundmenn þeirra verði með, að undanskildri Sigríði Dögg Auðunsdóttur og er þar skarð fyrir skildi. Eins er ekki komið á hreint hvort Hlynur Þór Auðunsson og 18 Skinfaxi

x

Skinfaxi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.