Skinfaxi

Árgangur

Skinfaxi - 01.05.1990, Blaðsíða 13

Skinfaxi - 01.05.1990, Blaðsíða 13
LANDSMÓTSSPÁ Gunnarsson,UMSB,inunu verðaerfiðir í horn að taka. Svo gæti farið að það þurfi að hlaupa undir 15:15 mín til að fá stig. Tvö einvígi í hástökki Einn af hápunktum Landsmótsins gæti orðið einvígi Þórdísar Gísladóttur og Þóru Einarsdóttur í hástökki kvenna. Þórdís hefur nú loks fengið verðugan keppinaut og mun þurfa að hafa fyrir því að sigra Þóru. Ég hef trú á að henni takist það vegna þeirrar reynslu sem hún hefur. Keppnin um þriðja sætið verður einnig hörð, en þar eru margar stúlkur svipaðar. Gunnlaugur Grettisson og Unnar Vilhjálmsson munu heyja einvígi í hástökki karla. Ef Gunnlaugi tekst að halda ró sinni mun hann sigra, en Unnar er erfiður andstæðingur. Þórdís Gísladóttir Vminn/Pétur Kastarar á heimsmælikvarða Á Landsmótinu á Húsavík 1987 var Einar Vilhjálmsson í sviðsljósinu, enda setti hann Norðurlandamet í spjótkasti. Þá var spumingin einungis sú hversu langt hann myndi kasta. Nú bregður hins vegar svo við að óvíst er hver verður sigurvegari í spjótkasti karla. Sigurður Matthíasson er í góðu formi um þessar mundir og mun vafalaust freista þess að taka sigurinn af Einari. íris Grönfeit Vminn/Pétur Það verður ekki auðvelt því Einar er einkar laginn við að safna sér saman og ná góðum árangri undir pressu. Vésteinn Hafsteinsson ætti að vera öruggur sigurvegari í kringlukasti og kasta yfir 60 nt. Pétur Guðmundsson er enn öruggari sigurvegari í kúluvarpi. Spennan snýst um það hvort hann nái að kasta yfir 20 m. Hann hefur komið vel út á vormótunum og virðist í feiknagóðri æfingu. Ég spái kringlukösturunum Eggerti Bogasyni og Vésteini næstu sætunum, þó svo Andrés Guðmundsson og Helgi Þór Helgason eigi einnig að hafa góða möguleika á því að komast í verðlaunasæti. Unnar Garöarsson Þrefalt hjá Guðrúnu Arnardóttur? Guðrún Arnardóttir er líkleg til að sigra í 100 m, 200 m og 100 m grindahlaupi. Því ntiður er ólíklegt að Svanhildur Kristjónsdóttir, UMSK, geti verið með vegna meiðsla. Hún hefur verið með eindæmum óheppin hvað meiðsli varðar undanfarin ár, en íslandsmet hennar í 100 m og 200 m eru frá árinu 1985. Guðrún kom á óvart seinasta ár með góðum árangri í 100 m grindahlaupi. Gaman verður að sjá hvort framhald verðiþará. Hin 15 áraogsnöggaHeiða B. Bjarnadóttir gæti veitt Guðrúnu keppni í100 m. Guörún Ingólfsdóttir vminn/Pétur Fríða Rún á heimavelli Það síefnir allt í mjög harða keppni í millivegalengdum kvenna milli Fríðu Rúnar Þórðardóttur og Margrétar Brynjólfsdóttur. Þær hafa báðar æft mjög vel og eru líklegar til að gefa hvergi eftir. Fríða Rún er gjörn á að leiða hlaup og setja strax upp mikinn hraða. Henni ætti að takast að halda út í 800 m á heimavelli og sigra. Margrét hefur hins vegar betri langhlaupsgrunn og hef ég meiri trú á henni á lengri vegalengdinni. Dalvíkingur sigurvegari í langstökki kvenna? Snjólaug Vilhelmsdóttir er bráðefnileg Skinfaxi 13

x

Skinfaxi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.