Skinfaxi - 01.02.1992, Qupperneq 26
F R J Á L
strákar sem gaman verður að fylgjast
með í framtíðinni.
Stangarstökk
I heildina var árangur hér heldur
slakari en áður. Kristján var lang-
sterkastur, bætir síg á milli ára og var
ekki langt frá sínu besta. Hann er líkleg
einn sá besti í heiminum í sínum aldurs-
flokki. Auðunn bætir sig en hann hefur
þó fyrst og fremst einbeitt sér að tug-
þrautinni. Gísli náði sér ekki á strik hér
fremur en í öðrum greinum og hefur átt
í erfiðleikum vegna þrálátra meiðsla.
Kristján Gissurarson
Freyr bætti drengjametið í greininni og
loksins eru einhver merki um það að á-
hugi þeirra yngri sé að vakna á þessari
bráðskemmtilegu grein. Ennþá er þó
enginn sem einbeitir sér að þessari grein
af fullri alvöru en vonandi fer það að
breytast núna þegar aðstaðan hefur víða
batnað verulega.
Langstökk
Langstökkið er töluvert lakara en
áður og svo til algjörlega einokað af
tugþrautarmönnum og spretthlaupurum.
Ólafur var sterkastur sem fyrr en náði
sér þó alls ekki á strik. Freyr náði at-
hyglisverðum árangri og þar skammt á
eftir komu nokkrir ungir og efnilegir
strákar. Hæst bar þar árangur Stefáns
Gunnlaugssonar (6,24m ‘76) en þar er
greinilega mikið stökkvaraefni á ferð-
inni. Næsta sumar má búast við Jóni
Arnari sterkum og vonandi dregur hann
Ólaf með sér, en þeir hafa oft náð að
keyra hvern annan upp.
Þrístökk
Þrístökkið var svipað og áður og var
enn sem fyrr slappasta stökkgreinin.
Haukur var sterkastur eins og áður en
bætti sig lítið milli ára. Annars einkenn-
í Þ R Ó
T T A A N N A
L L
U M F I
ist listinn af því að þarna er fyrst og
fremst um unga stráka að ræða en því
miður þá bæta þeir yngstu sig lítið.
Vonandi mæta þessir strákar grimmari á
þessu ári og rífa þessa grein upp úr þeim
öldudal sem hún hefur verið í undanfar-
in ár.
Kúluvarp
Árangur hér varð nokkuð slappari en
næsta ár á undan en verður samt að telj-
ast mjög góður. Miklu munar um að
Pétur náði sér ekki á strik utanhúss eftir
að hafa náð þeim frábæra árangri að
verða í 4. sæti á heimsmeistaramótinu
innanhúss. Andrés bróðir Péturs og
Eggert Bogason gengu úr ungmennafé-
lögum og detta því út af afreksskránni.
Vésteinn og Helgi voru svipaðir milli
ára en þetta er einungis aukagrein fyrir
þá. Stefán sýndi mikla hörku bætir sig á
“gamals” aldri og Geirmundur Vil-
hjálmsson náði athyglisverðum árangri.
i«n»íJnkari
Pétur Gudmundsson
Kringlukast
Breiddin í kringlunni minnkar nokk-
uð á milli ára þar sem Eggert og Unnar
gengu úr röðum ungmennafélaganna.
Vésteinn bætti sig milli ára og var
skammt frá íslandsmeti sínu frá árinu
‘89. Elja hans við æfingar einstök og
mættu margir af þeim yngri taka það sér
til fyrirmyndar. Ennþá má þó segja að
honum vanti herslumuninn uppá að
komast í allra fremstu röð í heiminum.
Helgi Þór bætti sig lítilsháttar og var í
góðu formi um vorið en þrálát meiðsli í
baki hafa komið í veg fyrir frekari bæt-
ingar. Pétur bætti sig einnig í aukagrein
sinni. Áhyggjuefnið hér er skortur á
breidd og algjör skortur á ungum arftök-
um.
Vésteinn Hafsteinsson
Spjótkast
Árangurinn í spjótkastinu dettur tölu-
vert niður milli ára, ekki vegna þess að
mönnum fari aftur, heldur flótti þeirra
bestu úr ungmennafélögunum. Það
munar um minna að missa Einar Vil-
hjálmsson og Unnar Garðarson úr sínum
röðum. Sigurður Mattíasson bætti sig og
kastaði í fyrsta sinn yfir 80 m og vantar
nú aðeins herslumun upp á að komast í
allra fremstu röð í heiminum Það er hins
vegar mjög langt í næstu menn en Jó-
hann, Sigurður og Ágúst bættu sig þó
allir, en betur má ef duga skal.
Sigurður Matthíasson
Sleggjukast
Jón Sigurjónsson er sá eini sem æfir
þessa grein af einhverjum krafti og bætti
sig yel á fyrsta móti síðasta vor. Hann
náði sér hins vegar ekki nógu vel á strik
eftir það en engin ástæða til að ætla ann-
að en hann bæti sig í ár og verður gam-
an að fylgjast með því hvort honum
tekst að ná íslandsmetinu af Guðmundi
Karlssyni. Vésteinn keppir í sleggju svo
til eingöngu í bikarkeppninni. Bjarki og
Auðunn hafa verið að dunda við sleggj-
una en ekki einbeitt sér að henni ennþá.
26
Skinfaxi