Skinfaxi

Árgangur

Skinfaxi - 01.02.1995, Blaðsíða 8

Skinfaxi - 01.02.1995, Blaðsíða 8
Ritgerðasamkeppni Skinfaxa - mjög góð þátttaka í báðum aldursflokkum Síðastliðið haust efndi Skinfaxi til rit- gerðasamkeppni meðal grunnskólanema, undir kjörorðinu: „Eflum íslenskt." Keppt var í tveimur flokkum, 12 ára og yngri og 13 ára og eldri. Alls bárust 300 ritgerðir frá 21 skóla. Skipuð var sérstök dómnefnd til að fjalla um ritgerðirnar, en í henni sátu: Freygarður Þorsteinsson, Jóhannes Sig- mundsson og Þórunn Sveinbjömsdóttir. Niðurstöður dómnefndar urðu sem hér segir: Yngri flokkur: I. verðlaun. Margrét Stefánsd. Egilsstaðaskóla. 2. verðlaun. Halla Vilhjálmsdóttir Melaskóla. 3. verðlaun. Arndís Þórarinsdóttir Melaskóla. Eldri flokkur: 1. verðlaun. Guðni K. Einars. Brekkubœjarskóla. 2. verðlaun. Ásdís Ragna Einarsd. Holtaskóla. 3. verðlaun. Helga S. Björnsd. Laugarbakkaskóla. I fyrstu verðlaun er flug og gisting inn- anlands fyrir tvo í tvær nætur á vegum Flugleiða. I önnur verðlaun er dvöl í Syðra-Langholti í Hrunamannahreppi fyrir tvo en þar er rekin fjölbreytt ferðaþjónusta með hestaleigu og fleim. I þriðju verðlaun er kuldagalli frá Sjóklæðagerðinni 66° N. Auk verðlaunaritgerðanna vom valdar eftirtaldar ritgerðir til birtingar í Skinfaxa. Ur yngri flokki: Freyr Ingólfsson, Borgarhólsskóla. Guðmundur G. Friðriksson, Laugarbakkaskóla. Sonja L. Þórisdóttir, Laugarbakkaskóla. Ur eldri flokki: Hrefna Reynisdóttir, Laugarbakkaskóla. Öllum sem tóku þátt í samkeppninni eru færðar bestu þakkir. Ennfremur eru dómnefndinni færðar sérstakar þakkir fyrir vel unnin störf. 1. verölaun f yngri flokki: íslensku hattarnir Una er hattahönnuður. Hún ætlar að reyna að selja eitthvað af öllum höttunum sem hún hefur saumað. Hún ákvað að fara með nokkra þeirra í „Gallerí Gró" en þar hefur hún séð ýmsa fallega muni sem em heimatilbúnir. Una setti hattana ofan í ferðatösku og lagði af stað. Hún tróð töskunni inn í bílinn og ók niður á Laugaveginn. Þar var lítið fjólublátt hús. A húsinu var stórt skilti og á því stóð stómm stöfum: „Gallerí Gró". Una gekk inn í húsið. Inni var mikið af íslenskum munum sem voru heimatilbúnir. Una virti fyrir sér litla útskorna karla, kertastjaka, skartgripi, lyklakippur og margt fleira. Henni fannst skrítið að það væri hægt að gera svona marga fallega muni úr íslensku hráefni. Hattarnir sem hún gerði vom úr efni sem hún pantaði frá Skotlandi. Allt í einu rak Una augun í hatta sem héngu uppi á vegg. Þeir voru úr íslenskri ull. Og sumir vom úr efni sem búið var til á Islandi. Þeir voru alveg jafnfallegir og hattamir hennar Unu, jafnvel enn fallegri. Þegar Una sá þetta varð hún ákveðin í því að reyna að fá efni til að gera hatta sem væru alíslenskir, því að efnið kom alveg jafnvel út í höttunum. Una var svo djúpt hugsi að hún tók ekki eftir afgreiðslumanninum sem stóð við búðarborðið. En þegar Una sá hann gekk hún að búðarborðinu og spurði hann hvað- an þessir hattar kæmu. Hann gaf henni upp nafn og heimililsfang konunnar sem bjó þá til. Una þakkaði fyrir sig og gekk út í bíl- inn. Hún var staðráðin í að hætta að búa til hatta úr útlendum efnum og fara í staðinn að búa til hatta úr íslenskum efnum. Margrét Stefánsdóttir, Egilsstaðaskóla Þessir hressu krakkar í Litlulaugaskóla í Reykjadal eru með hatta sem þau bjuggu til sjálf - úr íslertskri ull að sjálfsögðu. 8 Skinfaxi

x

Skinfaxi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.