Skinfaxi

Árgangur

Skinfaxi - 01.02.1995, Blaðsíða 15

Skinfaxi - 01.02.1995, Blaðsíða 15
* V íþróttir halda fólki frá óreglu - segir Magnús Scheving þolfimimeistari og íþróttamaður ársins Magnús Scheving er ungmennafélags- fólki að góðu kunnur. Hann mætti galvask- ur á landsmótið á Laugarvatni í sumar og lék þar við hvem sinn fingur, eins og hon- um er lagið. Síðar fréttist m.a. til hans á héraðsmóti Hrafna-Flóka, sem haldið var á Bfldudal. Vafalaust eiga ungmennafélagar eftir að njóta krafta Magnúsar síðar. Það yrði of langt mál að fara að telja upp alla þá titla og íþróttaaafrek sem Magnús hefur unnið í gegnum tíðina. En ein stærsta rósin í hnappagatið er án efa tit- illinn „íþróttamaður ársins 1994.“ Þessa dagana er Magnús á ferð og flugi. Hann var að fara til London daginn eftir að þetta viðtal var tekið. Þaðan lá leiðin til Finnlands, síðan til Ítalíu, til Englands, aft- ur til Italíu, svo Portúgal og loks til Spánar. „Þetta er á dagskránni hjá mér næstu vikurnar. Ég kem heim á milli í nokkra daga. Ég er að kenna á þolfimiráðstefnum út um allan heim. Ég hef stundað þetta síð- ustu tvö árin og hefur það verið að aukast smám saman. Ég var kosinn besti kennar- inn á Ítalíu og eftir það hefur þetta aukist mjög.“ - Hvemig stóð á því að þú varst kosinn besti kennarinn. Lumar þú á einhverjum aðferðum sem hinir þekkja ekki? „Nei, ég er líklega eitthvað öðruvísi á einhvern hátt. Ég legg áherslu á að hafa tímana létta og skemmtilega auk þess sem ég reyni að hafa keyrsluna töluverða. Ég vil að fólk fái góða útrás í tímum hjá mér og hafi nóg að gera.“ Svolítið einangruð „Margir sem sækja þessar ráðstefnur og hafa komið í tíma til mín hafa stundað þolfimi kannski í átta til níu ár. Þetta fólk er opið fyrir tilbreytingu í kennslunni, orð- ið þreytt á því að hún sé alltaf byggð upp eins og um byrjendur sé að ræða. Við emm svolítið einangruð hér á íslandi og þess vegna verðurn við alltaf að búa okkur sjálf til ný og ný kerfi, sem gerir það síðan að verkum að við skerum okkur úr fjöldan- um.“ - Eru íslendingar ef til vill á eftir í þolfimi? „Nei, ég myndi alls ekki segja það, við erum í flestum tilfellum rnjög framarlega. Þó hefur sumt aldrei náð útbreiðslu hér á landi. Við erum til dæmis mjög framarlega hvað varðar tónlistina sem við notum og útsetjum fyrir hinar ýmsu sýningar okkar.“ Unglingastarfið krefjandi - Þú hefur mikið unnið með ungling- um, hvernig líkar þér það? „Það er mjög gaman. Unglingastarfið er mjög krefjandi eins og reyndar öll kennsla. Krakkarnir hafa mjög mismunandi hug- myndir og skoðanir sem mjög skemmtilegt er að kynnast. Það sem hefur samt komið mér mest á óvart er hvað krakkamir hafa breyst mikið frá því ég var ungur til dæm- is. Það ríkir allt annar hugsunarháttur og þá Skinfaxi 15

x

Skinfaxi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.