Skinfaxi

Árgangur

Skinfaxi - 01.02.1995, Blaðsíða 22

Skinfaxi - 01.02.1995, Blaðsíða 22
að fullvissa sig um að fá öll bætiefnin. Þetta á sérstaklega við ungling sem borðar í mötuneyti og veit því harla lítið um matreiðslu fæðunnar. íþróttakonur ættu einnig að taka inn jám. í flestum tilfellum mun fjölbreytt fæða nóg af ávöxtum og grænmeti uppfylla ráðlagðan dagsskammt af bætiefnum. Hvað vantar í æfingaáætlunina ? Að skipuleggja æfingamar er er mikil- vægt í allri íþróttaþjálfun. En trúlega skipuleggja fæstir fæðuval sitt, magn þess og gæði. Hvar, hvenær og hvers vegna við borð- um er oft háð vana. Því getur tekið nokkum tíma að breyta fæðuvenjum. Fyrst þarf að athuga hvort þörf sé á breytingum. Athuga þarf hvort borðað sé nóg, eða of mikið og hvað er borðað. Gott er að skrá niður í 2-3 daga allt sem borðað er. Með því getið þið séð hvað þið borðið. Hvort kolvetnarík fæða er 60-70% af heildar orkuinntöku eða hvort fituríkar fæðutegundir eru áberandi. Einnig skráið þið niður alla hreyfingu yfir daginn. Síðan berið þið saman orkunotkun og orkuinntöku og þar ætti að vera jafnvægi. Ef íþróttamaðurinn þarf að léttast ætti Mynd 2. íþróttakonan vinstra megin er léttari ú vigtinni en íþróttakonan hœgra megin. Iþróttakonan setn vantar vatn mun að öllu jöfnu ekki ná eins góðum árangri í íþróttum og íþróttakonan með rétt vatnshlutfall í líkamanum.. orkunotkun að vera meiri en orkuinntaka. Varast ber að munurinn sé of mikill, eins og áður sagði mun það ekki hafa góð áhrif á íþróttagetuna ef farið er of geyst í megmn. Best er að munurinn á orkunotkun og orkuinntöku sé 500-1000 He á dag sem orkunotkun er meiri. Það mun þýða að líkamsfitan mun minnka um 1/2 til 1 kg á viku. Iþróttafólk verður að minnka líkams- fitu hægt og sígandi, Ekki er ráðlegt að grennast meira en 1 kg á viku. Ef þyngarminnkun er meiri er ekki verið að losa sig við líkamsfitu. Með því að svelta sig eða borða mjög lítið í nokkra daga er trúlegt að þyngdin á vigtinni minnki en það þyngdartap er ekki líkamsfita heldur minnkun á vatni í líkamanum (sjá mynd 2). Eina sem það gefur íþróttamanninum er að glycogen byrgðir em litlar, vatnshlufall rangt, íþróttamaðurinn er næmari fyrir meiðslum og með litlar glycogenbirgðir er íþróttamaðurinn orkulaus og getur því ekki náð hámarksárangri. Með því að gera svona könnun í tvo til þrjá daga er hægt að finna út veikleika og styrk í fæðuvenjum. Næringarefnatöflur sem segja til um He fjölda í fæðutegund og helstu næringarefni er að finna í flestum bókum um næringarfræði. Tafla 1 sýnir hitaeiningafjölda í nokkrum algengum fæðutegundum. Mynd 1 gefur dæmi um orkuþörf ýmissa íþróttagreina og tafla 2 sýnir grunnorkuþörf eftir aldri og kyni. Með þessar upplýsingar getið þið bætt æfingaáætlunina og kannað fæðuvenjur ykkar. Lokaorð. Til að ná langt í íþróttum þarf að leggja á sig mikla vinnu við æfingar. Til að fá sem mest út úr æfingunum þarf að temja sér heilbrigðan lífsstíl og neyta hollrar fæðu. Allt sem er einhvers virði krefst þolinmæði. Iþróttir eru mikils virði hvort heldur þær eru stundaðar með keppni í huga eða ekki. Lyfjamisnotkun í íþróttum er orðin áberandi í umræðunni um íþróttaafrek. íþróttaafrek sem unnin eru með hjálp lyfja eru svindl. Þau afrek sem unnin eru eftir settum reglum eru mikils virði. Þá sem stytta sér leið á toppinn með notkun lyfja verður að útiloka. Með einbeitingu, vilja, metnaði, dugnaði, réttu hugarfari , samvinnu, réttu æfingaálagi og góðri fæðu er hægt að ná þeim árangri sem býr í hverjum og einum og sá árangur veitir gleði. Heimildaskrá Clark, N. (1990). Sport nutrion guidebook. lllinois: Leisure press. Eisenman, P. og Johnson, D. (1982). Coaclies Guide to Nutrition & Weight Control. Illinois: Human Kinetics Publislters, Inc. Katch, F.I. og McArdle, W.D. (1983). Nutrition Weight Control and exercise. Philadelphia: Lea & Febiger. Williams, C. (1992). Sport and nutrition. Lausanne: Wootton, S. (1988). Nutrition for sport. London: Simon & Schuster Ltd. Tafla 1. Hitaeiningafjöldi fæðutegunda og áætlað magn orkuefnanna í grömmum. Fæðutegund HE Kolvetni Fita Prótein 1 bolli mjólk 160 12 9 9 1 bolli undanrenna 80 11 0.2 8 1/2 bolli rjómi 345 3 36 2.3 lOOgrostur (17%) 280 0 17 30 1 egg 80 0.3 5 4 1 bolli ís (16%) 330 27 24 4 100 g kjúklingur 155 1 5 25 100 g kindakjöt 190 0 13 18 100 g ýsa 75 0 0.3 18 1 bolli hrísgrjón 220 50 0 4 1 bolli spagetti 155 32 1 5 1 bolli komflex 100 21 0 2 1 sneið heilhveitibrauð 65 14 1 3 1 sneið hvítt brauð 55 10 1 2 1 bolli popkom (án fitu) 25 5 0 1 1 msk smjör 100 0 12 0 1 kartafla 100 23 0 3 10 stk franskar kart. 155 20 7 2 lstk tómatur 40 9 0 2 1 stk stórt epli 70 18 0 0 lstk appelsína 65 16 0 1 lstk banani 100 26 0 1 1 prins póló 268 29 15 4 22 Skinfaxi

x

Skinfaxi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.