Skinfaxi

Árgangur

Skinfaxi - 01.02.1995, Blaðsíða 21

Skinfaxi - 01.02.1995, Blaðsíða 21
Kolvetni er geymt í líkamanum sem glyco- gen í vöðvum og lifur. Vitað er að aukið magn af glycogeni í vöðvum getur aukið íþróttalega getu bæði varðandi þol og ákefð í æfingum (Sjá mynd 3). Af þessu ætti því að vera ljóst að íþróttafólk þarf að að auka inntöku kolvetnis á kostnað fitunnar. Kolvetni er það orkuefni sem auðveldast er að vinna orku úr. Kolvetnarík fæða er t.d. brauð, grjón, pasta, kartöflur og morgunverðarkom. Gróf eða flókin kolvetnafæða gefur góðar hitaeiningar trefjar og steinefni. Prótein eða hvíta gegnir ekki eins stóru hlutverki sem orkugjafí eins og kolvetnin heldur eru þau byggingarefni líkamans. Oft hefur íþróttafólk lagt ofur áherslu á að innbyrða mikið prótein með því að borða próteinríka fæðu og jafnvel að drekka próteindrykki. I þeirri trú að prótein byggi upp vöðvana. Sannleikurinn er að við höfum engan varaforða af próteini í líkamanum. Við getum ekki geymt prótein heldur er öllu umfram prótein breytt í fitu. Umfram prótein byggir upp feitari líkama ekki stærri vöðva. íþróttafólk þarf að jafnaði 0.8-1 g af próteini á hvert kg líkams- þyngdar þannig að 70 kg maður þarf hámark 70 gr af próteini á dag. Aukinn kraft og stærri vöðva er einungis hægt að öðlast með æfingum. Orkuinntaka fyrir og eftir æfingu. Mikilvægt er að glycogenbyrgðir séu í hámarki við upphaf æfingar, því án glyco- gens geta vöðvamir ekki haldið út eins lengi í æfingu. íþróttafólk ætti því að Tafla 2. Aætluð gmnnorkuþörf einstaklinga. Þyngd Grunnorku- einstaklingsins þörf á dag 50 kg 1200 he 55 kg 1320 he 60 kg 1440 he 65 kg 1560 he 70 kg 1680 he 75 kg 1800 he 80 kg 1920 he 90 kg 2160 he 100 kg 2400 he * Grunnorkuþörf er sú orka sem þarf til ósjálfráðu starfseminnar. Öll hreyfing krefst viðbótarorku. Venjulegur maður! Iþróttafólk Kolvetni 55% Protein 10-15% Kolvetni 60-70% Fita 30-35% Protein 10-15% Fita 20-30% Mynd 4. Munur á hlutföllum orkuefnana hjáfullornu fólki og íþróttafólki. Mynd 3. Kolvetnismagn líkamans skiptir máli varðandi íþróttagetu. Þeir sem hafa stœrri glycogenbirgðir í vöðvunum geta unnið lengur á œfingu og þreytan kemur seinna fram hjá þeim. borða kolvetnaríka fæðu fyrir æfingu eða keppni. Nokkur einstaklingsmunur er á hvenær íþróttafólk borðar fyrir keppni eða æfingu en ráðlagt er að borða síðustu máltíð 3 klukkustundum fyrir keppni/ æfingu. Sú máltíð ætti að innihalda flókin kolvetni t.d. brauð, pasta og grjón, en forðast ætti að borða “þunga máltíð" eins og kjöt og egg. Eftir æfingu/keppni verður að endur- nýja orkubirgðir líkamans. Iþróttamenn sem æfa í 60-90 mín nota u.þ.b 1000-1400 HE. Það tekur a.m.k 20 klst að fylla glycogenbirgðirnar. Könnun á knatt- spyrnumönnum sýndi að 24 tímum eftir leik höfðu leikmenn enn ekki fyllt á glyco- genbirgðirnar. Margir leikmanna neyttu ekki nægra kolvetna eða einungis 47% af heildar orkuinntöku komu frá kolvetnum í stað 60-70% sem er talið best fyrir íþróttafólk (Williams, C (1992). Sport nutrition. Lausanne) Kolvetnarík fæða er undirstaða hraðrar endurheimtar eftir erfiða æfingu eða keppni. Fyrstu 2 tímana eftir æfingu er endurheimt á glycogeni hröðust og því er ráðlegt, sérstaklega eftir erfiða úthaldsæfingu þar sem gengið er mjög mikið á vöðvaglycogenið að innbyrða kolvetni hvort heldur er í formi matar eða drykkjar fljótlega eftir æfingu. íþróttafólk verður að muna að drekka vatn fyrir, eftir og á æfingu. Hlaupari getur misst 1 lítra af vökva á klst. þó hitastigið úti sé bara 10 gráður C. Best er að drekka 100-200 ml af vökva á 10-15 mín fresti. Það eru alkunn mistök hjá íþrótta- fólki að treysta á þorstatilfininguna til að ákvarða vatnsþörf. íþróttamenn verða að drekka áður en þorstatilfinning gerir vart við sig. Vökvatap hefur áhrif á íþróttagetu og talið að 1% vökvatap geti leitt til 10% minni íþróttagetu. Krampar geta verið orsök vökvaskorts. Best er að drekka reglulega á æfingu, fyrir æfingu og eftir æfingu. Æfing sem stendur lengur en 1 klst. krefst inntöku vatns eða íþrótta- drykkjar. Þarf íþróttafólk að taka vítamín? Ef hollrar fæðu er neytt ættu öll næringarefnin að fást úr fæðunni. Meðhöndlun og matreiðsla getur rýrt næringarinnihald fæðutegunda og því ekki alltaf ljóst hvort tiltekin fæðutegund innihaldi öll þau næringarefni sem hún á að gera. Sérstaklega er grænmeti viðkvæmt fyrir meðhöndlun og missir oft dýrmæt bætiefni við matreiðslu. Af þessu leiðir að íþróttafólk ætti að taka fjölvitamíntöflur til Skinfaxi 21

x

Skinfaxi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.