Skinfaxi

Árgangur

Skinfaxi - 01.02.1995, Blaðsíða 5

Skinfaxi - 01.02.1995, Blaðsíða 5
Umhverfis verkefnið Nú í sumar gangast UMFÍ og umhverfisráðuneytið með aðstoð fleiri góðra aðila fyrir umfangsmiklu hreinsunarátaki á ströndum hafs, ár og vatna. Þar er ungmennafélagshreyfingin ekki að byrja á alveg nýju verkefni þar sem um áraraðir hafa mörg félög vítt um landið sinnt líkum málum bæði hvað varðar strendur og með veg- um. Það er okkur öllum íslendingum hollt og gott að takast á við þetta verkefni. Við höfum alla möguleika á að halda landi okkar í serflokki hvað hreinlæti snertir og bæta enn ímynd okkar út á við °g sýna og sanna að við búum í hreinu og ósnortnu landi og í fullri sátt við umhverfið. Nú á seinni árum hefur verulega þrengt að okkar hefðbundna hmdbúnaði og okkur er brýn nauðsyn á að geta aukið aftur fram- leiðslu okkar og þá með útflutning að markmiði. Slíkt verður ekki 8ert á annan veg en með sölu góðra afurða sem ræktaðar eru á hreinum, ómenguðum svæðum, en fyrir slíkar vörur er til markað- ur sem vill greiða það hátt verð að við erum samkeppnisfær. Ekki er því að neita að í þessu samhengi leitar hugurinn til þess að hreinsunarverkefni í milliliðafarganinu væri e.t.v. jafn brýnt verk- efni, því það er ekki nóg að framleiða góða vöru á viðunandi verði e* hún hækkar svo um mörg hundruð prósent áður en hún kemst á borð neytandans. Ef vel tekst til hjá okkur í sumar í umhverfisverkefninu tökum við til í fleiri ruslakistum í framtíðinni. Ég vil vona að okkur takist vel í þessu verkefni okkar í sumar og í kjölfarið verði vakning meðal allra Islendinga til að halda þessu átaki áfram og verði vart við sóðaskap sé ætíð tekið á því strax, þannig að þjóðarmeðvitund- in komi sjálfkrafa í veg fyrir rusl á öllum ströndum landsins. Víða á ströndum hafsins ber að líta ýmsa rnuni, net, veiðarfæri, fiski- kassa o.fl. sem koma frá skipum. Það er okkur brýnt að stemma stigu við öllu slíku og höfða þar til okkar ágætu sjómanna að sýna aðgæslu í hvívetna. Það, að vera góður sjómaður er ekki bara að vera hraustur og hrjúfur harðjaxl þó það sé gott út af fyrir sig. Sjó- menn eru og eiga að vera mannlegir og sýna það í verki. Reyndar er okkur öllurn hollt að gera umhverfisátak í okkar huga og sálarlífi. Við mættum svo gjaman sýna hvert öðru meiri kærleika og vinarhug, við eigum hann fyrir hendi í ríkum mæli, það sýna dæmin, en þá helst þegar einhver áföll verða. Því þurfum við að breyta. Hlýhugur og uppörvun er okkur öllurn nauðsynleg- ur, verum ekki svona spör á gott klapp á bakið, hlýtt handtak, jafn- vel að faðma góða kunningja. Láta ótvírætt í ljós að okkur þykir vænt hvert um annað. Við íslendingar erum bara ein fjölskylda og þurfum virkilega hvert á öðru að halda. Kristján Yngvason. Eftirtaldir aðilar styðja umhverfisverkefni UMFÍ Olíuverslun íslands hf. OLÍS Héðinsgötu 10 105 Reykjavík Ábyrgð hf. tryggingafélag bindindismanna Lágmúla 5 108 Reykjavík Olíufélagiö hf. ESSO Suðurlandsbraut 18 108 Reykjavík Eimskipafélag íslands hf. Pósthússtræti 12 101 Reykjavík. Skeljungur hf. Suðurlandsbraut 4 108 Reykjavík Tryggingamiðstöðin hf. Aöalstræti 6-8 101 Reykjavík TVygging hf. Laugavegi 178 105 Reykjavík Vátryggingafélag íslands Ármúla 3 108 Reykjavík Skinfaxi 5

x

Skinfaxi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.