Skinfaxi

Volume

Skinfaxi - 01.02.1995, Page 11

Skinfaxi - 01.02.1995, Page 11
3. verðlaun í yngri flokki: Eflum íslenskt Yrkjum ísland! Frá landgrœðsluferð jeppaklúbbsins 4x4 sunnan Langjök- uls. Slagorðin „Eflum ís- lenskt" og „íslenskt - já, takk“ hafa verið á allra vör- um upp á síðkastið. Þau eru yfirskrift átaksins „íslenskt - já, takk“ sem var hrundið 1 framkvæmd fyrr á þessu ári. Astæða átaksins er vax- andi atvinnuleysi og að fleiri og fleiri íslensk fyrir- tæki urðu gjaldþrota. Æ fleiri íslenskar fjöl- skyldur eru nú farnar að hugsa um það að velja frek- ar íslenska en erlenda vöru og hafa oftar en ekki kom- ist að því að íslenska varan er bæði ódýrari og betri! Með því að segja „Eflum íslenskt" erum við ekki aðeins að tala um það að velja íslenska vöru, til dæmis er íslensk tunga ekki síður mikilvæg. Málið okkar er bæði sérstakt og fallegt en með því að blanda inn í það erlendum slettum eyði- leggjum við okkar fagra mál. Með því að varðveita tunguna okkar varðveitum við einnig íslenska menningu. Höldum áfram að geyma þetta fallega mál eins og við höfum gert í margar aldir en frændum okkar á Norðurlöndum hefur reynst erfiðara. Islensk náttúra er eins og viðkvæmt, fal- legt blóm sem þarf góða um- önnun. íslendingar ættu að græða landið upp á þeim svæðum þar sem gróðurinn hefur nánast fokið burt. Is- lenska náttúran er of dýrmæt til þess að við leyfum henni að eyðileggjast. Yrkjum ís- land! Ef Islendingar velja ís- lenska vöru, leggja rækt við íslenska tungu og yrkja Is- land erum við á réttri braut. Því ef við veljum íslenska vöru byggjum við upp fyrir- tæki og sköpum þar með fleiri störf. í því liggja hags- munir allra. Ef við leggjum rækt við íslenska tungu og höldum henni ómengaðri getum við verið stolt og við getum öll notið íslenskrar náttúru ef við yrkjum ísland. ÍSLENSKT - JÁ, TAKK. Arndís Þórarinsdóttir 7.C Melaskóla, Reykjavík 1. verðiaun í eldri flokki: Auðlindir íslands I þessari ritgerð ætla ég að fjalla um auðlindir íslands. Það er óumdeilanlegt og öllum ljóst að Island hefur yfir fjölmörg- um auðlindum að ráða. Eg vil hyrja á því að nefna fiskinn en á honum byggjum við afkomu okk- ar. Fiskafurðir hafa lengst af verið mikilvægasta útflutningsvara Is- lendinga eða um 71% af verðmæti alls útflutnings okkar. Þorskurinn er mikilvægasti botnfiskurinn en einnig er mikið veitt af ýsu, ufsa °g karfa. Veiðarfærin sem notuð eru til þessara veiða eru botnvarpa en hana nota togaramir en smábát- arnir nota ýmist Iínu eða net. Loðnan er helsti uppsjávarfiskur- mn en hún er einkum veidd til bræðslu. Síldveiðar hafa verið dræmar en hafa samt verið að Fólkið í landinu og menntun þess er sú auðlind sem við þurfum að hugsa mest um. Skinfaxi 11

x

Skinfaxi

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.