Skinfaxi

Árgangur

Skinfaxi - 01.02.1995, Blaðsíða 24

Skinfaxi - 01.02.1995, Blaðsíða 24
Unglingameistaramót íslands á Akureyri: Fjölmennt og gott mót Það var mikill hugur í þeim fjölmörgu keppendum sem sóttu unglingarameistara- mót Islands í frjálsum íþróttum fyrir 14 ára og yngri, sem haldið var á Akureyri um miðjan mars. Alls mættu 240 keppendur til leiks og komu þeir frá 18 félögum víðs veg- ar á landinu. Það var því mikið um að vera í íþróttahöllinni þessa helgi, því þar fór keppnin fram, en þar var einnig matur og gisting fyrir keppendur og fylgdarlið þeirra. Mjög góð aðstaða er í íþróttahöllinni til mótahalds af þessu tagi. Fyrir unglinga- meistaramótið hafði verið sett upp sand- gryfja og uppbyggð aðhlaupsbraut að henni, svo dæmi sé nefnt. Þegar mótinu lauk á sunnudag, reyndist færðin ekki sem skyldi. Það voru því allir keppendurnir veðurtepptir nema Þingey- ingar, sem gátu brotist til síns heima. Að- standendur keppninnar tóku það fram, að eftirtektarvert hefði verið hve sveit Umf. Hrafna-Flóka hefði verið til mikillar fyrir- myndar að öðrum ólöstuðum. Hefði það bæði átt við um prúðmennsku í keppni og góða umgengni á svæðinu. Til gamans má rifja það upp, að það var einmitt Hrafna- Flóki, sem hlaut fyrst félaga Fyrirmyndar- bikarinn, sem afhentur var í fyrsta sinn á unglingalandsmóti UMFÍ á Dalvík 1992. Sá bikar er farandbikar, sem veittur er fyrir háttvísi og góða umgengni á mótsstað. Úrslit á Akureyri: Þrístökk án atr., telpur u. 13 ára: 1. Hafdís Ó. Pétursd., UÍA 7,22 2. Þórunn Erlingsd., UMSS 7,15 3. Guðný Eyþórsd., ÍR 7,11 Hástökk 11-12 ára stráka: 1. Óttar Jónsson, Óðni 1,43 2. Kristinn Torfason, FH 1,35 3. Gunnar Ö. Birgisson, HSÞ 1,25 Langstökk 13-14 ára telpna: 1. Þórunn Erlingsd., UMSS 4,98 2. Sigrún D. Þórðard., HSK 4,98 3. Helga Eggertsd., Óðni 4,79 Hástökk 11-12 ára stelpna: 1. Guðrún Pétursdóttir.HSH 1,47 2. Jóhanna Ríkharðsd., UÍA 1,35 3. Elín A. Steinarsd., UMSB 1,35 Langstökk 13-14 ára pilta: 1. Einar Isaksson, IR 5,41 2. Jónas Hallgrímsson, FH 5,09 3. Gunnar Högnason, HSH 5,01 Þríst. án atr. piltar u. 13 ára: 1. Þorkell Snæbjömsson, HSK 7,48 2. Hörður Magnússon, HHF 7.44 3. Emil Sigurðsson, UMSB 7,31 Langst. stráka án atr. 11-12 ára: 1. Jón Karlsson, UÍA 2,32 2. Kristinn Ólafsson, USAH 2,29 3. Óttar Jónsson, Óðni 2,19 Langstökk stráka 11-12 ára: 1. Róbert Jörgensen, HSH 4,67 2. Jón Karlsson, UÍA 4,60 3. Kristinn J. Kristinss., UMFA 4,60 Langstökk pilta án atr., 13 ára: 1. Einar ísaksson, ÍR 2,64 2. Gunnar Högnason, HSH 2,57 3. Hörður Magnússon, HHF 2,54 Langstökk 11-12 ára stelpna: 1. Guðrún M. Ámad., UBK 4,62 2. Maríanna Pálsdóttir, HSK 4,60 3. Ingunn Einarsdóttir, HSK 4,60 Kúluvarp stráka 11-12 ára: 1. Ámi Ó. Ólason, Óðni 9,04 2. Erlendur Ottesen, UMSB 8,37 3. Vignir Hafþórssson, USAH 8,31 Hástökk 13-14 ára pilta: 1. Logi Tryggvason, FH 1,60 2. Stefán Geirsson, HSK 1,55 3. Ármann S. Bjömss., USÚ 1,55 Kúluvarp 13-14 ára pilta: 1. Stefán Geirsson, HSK 11,60 2. Emil Sigurðsson, UMSB 10,80 3. Davíð Skúlason, UÍA 10,30 24 Skinfaxi J

x

Skinfaxi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.