Skinfaxi

Árgangur

Skinfaxi - 01.02.1995, Blaðsíða 18

Skinfaxi - 01.02.1995, Blaðsíða 18
Með ungum keppendum úr Hrafna-Flóka. Strákar í Brasilíu sem eiga ekki einu sinni fótbolta sparka bara dósum í staðinn. Þetta er ekki spuming um að eiga flottasta völl- inn og svo framvegis heldur að þroska sinn eigin huga. Iþróttir eru þannig, að ætli maður að fá krakka til að stunda þær eða aðra líkamsrækt þarf maður bara að tala við þau og fá þau til að átta sig á hlutun- um.“ Ungmennafélagsandinn að breytast? - Þú hefur kynnst ungmennafélags- hreyfingunni, andanum innan hennar, mótshaldi og fleiru. Hvað viltu segja um það? „Ég veit ekki hvort allir hafa gert sér grein fyrir því að þetta starf er fyrst og fremst byggt á mikilli sjálboðavinnu. A bak við einn íþróttamann til dæmis sem kemur utan af landsbyggðinni standa kannski hundrað einstaklingar sem hafa lagt mikið á sig til að koma viðkomandi íþróttamanni á framfæri - og kannski eru þeir bara tveir. Ég held að þessi gamli og góði ungmennafélagsandi sé að breytast á þann hátt að það er að verða æ erfiðara að fá fólk til að leggja eitthvað af mörkum í sjálfboðavinnu. Þess vegna breytist allur hugsunarhátturinn. Ég er samt ekki að segja að sjálfboðavinna sé íþróttahreyfing- unni alltaf til framdráttar og að við eign- umst betri íþróttamenn með henni. Ég held aftur á móti að við eignumst þá með því að fara að hugsa um hlutina af ennþá meiri al- vöru - ekki bara sem frístundaiðkun. Þau ungmennafélagsmót sem ég hef komið á eru að mörgu leyti mjög skemmti- leg að mínum dómi. A það ber hins vegar að líta að nauðsynlegt er að fólk fylgist með tímanum, hvað er að gerast, hvemig hlutirnir líti út og svo framvegis. Þarna stendur að baki fólk sem hefur margt unnið mjög lengi í íþróttahreyfingunni og tekið þátt í fjölmörgum mótum en kannski án þess að fylgjast með þróuninni í kringum þetta. Þegar ég var á Vestfjörðum í fyrra tók ég eftir því að krökkunum þótti þetta mjög skemmtilegt og þátttakan var mjög góð. Aftur á móti fannst mér svolítið sárt að sjá svo fáa áhorfendur - og sama var að gerast á landsmótinu á Laugarvatni. Öllum þykir nefnilega skemmtilegt að taka þátt en það er greinilega ekki eins gaman að vera áhorfandi. Kannski þurfum við að gefa því gaum. Ég hef séð það í Svíþjóð og fleiri stöðum, eins og Danmörku, að við þurfum að gera þessi mót meira eins og allsherjar hátíð - þar sem allir geta tekið þátt á einn eða annan hátt. Við erum alltaf að berjast við veðrið og einmitt þess vegna vil ég gera mótin að meiri hátíðum þar sem mað- ur getur til dæmis komist að því á einhvem hátt hversu sterkur hann er, þú getur tekið þátt í sippkeppni og þar fram eftir götunum þannig að allir verði með. Slíkt krefst enn- þá meira skipulags en tíðkast hefur. Það hefur ekki verið sýnd leikfimi á Is- landi í áratugi. Ég hef verið að sýna leik- fimi með hóp af krökkum, þannig að sú sýningargrein er t.d. vöknuð til lífsins á nýjan leik eftir langt hlé.“ Hvers vegna þolfimi? - Hvað með þig sjálfan, af hverju fórst þú í þolfimi en ekki frjálsar? „Ég er utan af landi og var búinn að taka þátt í öllum mögulegum íþróttagrein- um sem barn og unglingur. Krakkar úti á landsbyggðinni gera þetta gjarnan vegna þess að þar er oft svo fátt til staðar sem höfðar til þeirra og þeir geta fengist við. Þess vegna er maður í öllu. Þegar ég var tvítugur gat ég valið úr nánast hvaða íþróttagrein sem var þar eð ég var í raun jafnvígur á þær allar. Þess vegna kom þolfimi svo vel út fyrir mig því að hún sameinar svo margar greinar í einni. Þar þarftu að vera sterkur, liðugur, snöggur, geta samræmt hreyfingar þínar, dansað, stokkið og svo framvegis. Þess vegna lagði ég þolfimina fyrir mig. Það geta í raun og veru fáir stundað hana vegna þess að menn klikka svo oft á einum þættinum - eru Eftir sigur á Evrópumótinu 1994. 18 Skinfaxi

x

Skinfaxi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.