Skinfaxi

Ukioqatigiit

Skinfaxi - 01.02.1995, Qupperneq 30

Skinfaxi - 01.02.1995, Qupperneq 30
erum með spennandi verðlaun fyrir þá sem standa sig best í hópunum og þetta fyrir- komulag tryggir það líka að menn safnast saman og spá í leikina. Það er ekkert varið í að taka þátt af og til, menn verða að vera með í hvert einasta skipti. Við þurfum að stuðla að því að fólk stundi getraunimar í hverri einustu viku.“ - Fólk heyrist stundum segja að það sé ekki nógu vel með á nótunum til þess að ná einhverjum árangri í getraunum? „Ég var niðri á skrifstofu Islenskra get- rauna fyrir skömmu þegar þangað komu tveir menn fyrir mömmu sína sem er 68 ára ellilífeyrisþegi. Það var hún sem hafði fengið 15.317.000 krónur. Ég sá þennan seðil, sem var tölvuvalinn. Sjálfur spila ég eftir mjög fullkomnu kerfi og tel mig fylgj- ast talsvert vel með ensku knattspymunni - en árangurinn er misjafn. Það þarf ein- hvem fákunnandi eða yfirmáta bjartsýnan til þess að veðja á það að Tottenham vinni Liverpool á útivelli. Það var leikur sem engum, sem til þekkti, datt í hug að Liver- pool tapaði. En konan var í tölvuvali." - Em getraunir í uppsveiflu núna? „Þegar Víkingalottóið kom til sögunnar misstum við mikið af tölvuvalinu sem var orðið mjög mikið. Það hrundi bara salan. Reyndar eru ÍSÍ og UMFÍ aðilar að Vík- ingalottóinu en félögin fá miklu minna í sölulaun þó svo lottóið skili góðum tekjum inn í hreyfinguna. Getraunir aftur á móti greiða félögunum 25% í sölulaun. Nú er svo komið að 82 félög út um allt land bjóða upp á tölvuþjónustu sem nú er orðið um 60% af öllum getraunum. Þegar þátt- takan var mest seldum við fyrir 380 millj- ónir en núna stefnum við í að geta selt miða fyrir um 280 milljónir á þessu starfs- ári. Með því að hafa síðan tekist að lækka rekstrarkostnað úr 20% niður i 11% erum við samt famir að skila meiri hagnaði en áður var. Vandamálið í dag er að víða hafa knattspyrnudeildirnar gjarnan verið einar með þessa starfsemi innan sinna vébanda. Með hópleikjunum er aftur á móti hægt að hafa undimúmer sem gera hinum deildun- um mögulegt að fá líka sérstök númer, sem gera þeim síðan kleift að afla sér eigin tekna." Þátttaka ungmennafélaganna - Hvemig er þátttaka ungmennafélag- anna? „Ef Island stæði sig jafnvel og Eyja- fjarðarsvæðið þá væm Islenskar getraunir að velta um 600 milljónum á ári en ekki 300 milljónum eins og gerist í dag. Það er ekki spuming um það til dæmis hvort félag á svæðinu er stórt eða framarlega í knatt- spymunni, heldur hitt hversu duglegt fólk er að tippa á það. Ungmennafélögin eru eins misjöfn og þau eru mörg. Fyrr á árum gátu félögin hringt til fyrirtækja og fengið eitt auglýs- ingaspjald fyrir 20-50.000 krónur. I dag er þetta ekki hægt. Nú verða menn að spyrja sig að því hvar hina öraggu peninga sé að fá. - Þá er einmitt að finna í getraununum. Nú er kerfið allt orðið tölvutengt og því skiptir engu máli hvar þú ert staddur á landinu." -Er mikill kostnaður því samfara fyrir félögin að fá sér getraunabúnað? „Það þarf ekki að vera það. Stundum höfum við látið félögin hafa tölvukerfi til þess að hjálpa þeim í gang. Þá greiða þau það til baka á ákveðnum tíma. Við erum mjög sveigjanlegir í samningum." - Er þetta þá ekki upplögð fjáröflunar- leið fyrir lítið félag úti á landsbyggðinni til dæmis? „Þetta er líklega ömggasta fjáröflunar- leiðin. Getraunimar fara fram í hverri ein- ustu viku og það er einfalt og auðvelt að framkvæma þær því að skipulag starfsem- innar er mjög gott. Svo er ýmislegt fleira í kringum þetta heldur en að útfylla seðlana. í Reykjavík, til dæmis, reyna félögin gjarnan að nota getraunimar á laugardögum sem tilefni til þess að fá gömlu íþróttakarlana til að koma saman og fá sér kaffisopa. Stundum em einhverjir jafnvel fengnir til að koma og stjóma umræðum um þjálfaramál og hvað eina. Einu vil ég vara félögin við að lokum. Þau hafa gjaman verið að berjast um við- skiptavinina með því að gefa þeim afslætti, sem ég tel vera það vitlausasta sem gert er, jafnvel þó að um hópspilara sé að ræða. Þetta er eins og með kaupmennina sem vom að bítast um að selja eggin með því að lækka þau og lækka. Mér finnst ástæðu- laust að gefa afslátt og kvika þannig frá því verði sem í gildi er á hverjum tíma. Menn eru að styrkja ákveðið félag með því að versla við það,“ sagði Ámi Þór. Islenskar getraunir hafa skilað íþróttahreyfmgunni miklum hagnaði íþau 27 ár sem get- raunirnar hafa starfað. Þeir sem erfa landið njóta uppbyggingarinnar og halda henni áfram. 30 Skinfaxi

x

Skinfaxi

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.