Skinfaxi

Árgangur

Skinfaxi - 01.12.1998, Blaðsíða 8

Skinfaxi - 01.12.1998, Blaðsíða 8
Arni Gautur lék fyrstur í... Meistaradeildinni! Stjörnumaðurinn Árni Gautur Arason er fyrsti íslendingurinn til að leika í Meistaradeild Evrópu. Valdimar Kristófersson spjallaði við hann... Hvernig upplifun skyldi það vera að spila á móti þeim bestu í Evrópu? Árni Gautur Arason markvörður Rosenborgar og íslenska landsliðsins í knattspyrnu hefur kynnst því. Rosen- borg sigraði í norsku deildinni í fyrra og vann sér þátttökurétt í Meistarardeild Evr- ópu, fjórða árið í röð. í Meistaradeild- inni leika öll bestu félagslið álfunnar og Árni Gautur fékk tækifæri með lið- inu fyrir stuttu þegar aðalmarkvörður Rosenborgar meiddist. Það er því skammt stórra högga á milli hjá Árna Gaut því fyrir rúmu ári síðan lék hann með Ungmennafélagi Stjörnunnar í Garðabæ en nú leikur hann gegn bestu knattspyrnumönnum heimsins. En skyldi Árni Gautur hafa átt von á því að fá að spila á móti þeim bestu? ,,Ég vissi það þegar ég fór til Rosen- borgar að ég ætti eftir að spila á móti þeim bestu ef ég fengi tækifæri með liðinu því Rosenborg er eitt af fáum liðum í Evrópu sem hefur komist í Meistaradeildina fjögur ár í röð. Þannig að ég vissi að hverju ég gekk þegar ég skipti yfir í Rosenborg en ég bjóst ekki endilega við því að fá að spila á fyrsta ári mínu með liðinu í Meistaradeild- inni." - Nú fékkst þú að spila heima og að heiman gegn Galatasary, var það ekki mikil upplifun? „Leikurinn gegn Galatasary í Tyrklandi er ólýsanlegur. Völlurinn var troðfullur af 25 þúsund æstum áhorfendum og stemmningin var alveg ótrúleg. Fyrir leikinn var Jörne Jamtfall, aðalmark- vörður liðsins, tekinn út úr liðinu og ég settur inn. Fjölmiðlar fjölluðu mikið um þessa breytingu og gerðu mikið úr henni og ég var því nokkuð stressaður fyrir leikinn. Ég átti þó von á að hjartað slægi enn hraðar þegar ég kæmi inn á völlinn en svo var ekki. Þegar stundin var runnin upp og ég gekk inn á völlinn var stemmningin svo mikil að ég náði að peppa mig vel upp og gleymdi öllu stressinu." - Þér hafði gengið mjög vel í fyrri leiknum en seinni leikurinn tapaðist 3-0 í Tyrklandi. Áttirðu einhverja sök á mörkunum? „Nei, ég mundi ekki segja það. Þetta voru mörk sem var erfitt að koma í veg fyr- ir. Ef ég hefði verið „að toppa" þá hefði ég kannski tekið eitt af þessum mörkum. Fjöl- miðlar hér í Noregi eru duglegir við að gagnrýna leikmenn ef þeir leika illa en þeir sáu ekki ástæðu til að kenna mér um mörk- in. Ég var sagður hafa spilað ágætisleik og verið nokkuð öruggur í markinu." - En þú dast út úr liðinu eftir leikinn í Tyrklandi. Hvernig stóð á því? „Fyrir leikinn í Tyrklandi sagði Trond þjálfari mér að Jörne Jamtfall væri enn að- almarkvörður liðsins þótt ég ætti að spila á móti Galatasary. Jörne hafði fengið á sig klaufalegt mark í bikarúrslitaleiknum sem var leikurinn á undan leiknum í Tyrklandi. Eftir þann leik fékk hann mikla gagnrýni í fjölmiðlum og Trond vissi að fjölmiðlar mundu grafa hann lifandi ef hann mundi klikka aftur á móti Galatasary. Þannig að Trond tók þá ákvörðun að setja mig inn í byrjunarliðið og ég vissi að Jörne kæmi síð- an inn í næsta leik á eftir. Ég hefði reynd- ar getað haldið mér í liðinu með einhverjum toppleik en það gekk ekki eftir í þetta sinn. Fyrir leikinn á móti Athletico Bilbao, sem var næsti leikur á eftir leiknum í Tyrklandi, spurðu fjölmiðlar Trond af hverju Jörne væri kominn í liðið aftur. Hann rökstuddi það með því að segja að Jörne væri betri sóknarlega en ég, þ.e.a.s. að hann væri sneggri að koma boltanum í leik og þetta væri heimaleikur svo liðið þyrfti að sækja hratt." - Áttu von á að fá að spila meira í Meistaradeildinni á þessu tímabili? „Nei, ég get ekki sagt það. Reyndar hef- ur Jörne verið eitthvað meiddur í hnénu undanfarið þannig að meiðsli gætu sett strik í reikninginn mértil happs. Næsti leik- ur er á móti Juventus í Tórínu og ég hef ekki trú að Jörne sleppi þeim leik." - Þú ert fyrsti íslenski leikmað- urinn til að leika í Meistaradeildinni. Áttu von á að einhver annar íslend- ingur eigi eftir að feta í fótspor þín á næstunni? „Það er erfitt að segja. Maður veit ekki hvað framtíðin ber í skauti sér. En Þorbjörn Atli Sveinsson sem leikur með Bröndby er líklegastur. Bröndby er í Meistaradeildinni í dag og er líklegt til að komast í hana aftur að ári. Reyndar hef- ur Þorbjörn ekki fengið tækifæri með liðinu en ef það gerist þá mun hann líklega spila í Meistaradeildinni innan tíðar. Ég get ekki séð að nokkur annar íslendingur leiki í toppliði annars staðar í Evrópu. Það væri þó helst Arnar Grétarsson hjá AEK í Grikk- landi, sem gæti komist í Meistaradeildina." - Þú hefur fengið góða dóma í blöð- unum fyrir þá leiki sem þú hefur spilað og nú er tímabilið að verða búið hjá ykk- ur. Áttu von á að verða markmaður númer eitt hjá Rosenborg á næsta tíma- bili? „Það er stefnan hjá mér en samkeppnin verður jafnhörð og síðasta sumar. Nils Arne Eggen tekur við þjálfarastöð- unni fyrir næsta tímabil. Hann hefur verið með liðið undan farin ár nema í fyrra að hann tók sér árs frí. Hann er hálfgerð goðsögn hérna í Þránd- heimi og ég veit í rauninni ekki hvað hann hugsar. Ég tel mig þó eiga betri möguleika á stöðunni á næsta tímabili en ég átti í ár." - En hvað með landsliðið? „Jaa, ætli ég verði ekki að segja að stefnan hjá mér sé að komast í byrjunarlið- ið bæði hjá Rosenborg og landsliðinu á næsta ári. Hvort það tekst verður tíminn að leiða í Ijós." Þorbjörn Atli Sveinsson sem leikur með Bröndby er líklegastur... ...stefnan hjá mér er að komast í byrjunarliðið bæði hjá Rosenborg og landsliðinu...

x

Skinfaxi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.