Skinfaxi

Ukioqatigiit

Skinfaxi - 01.12.1998, Qupperneq 32

Skinfaxi - 01.12.1998, Qupperneq 32
Arnar Grétarsson kemst ekki í landslið Guðjóns! Ungmennafélaginn Arnar Grétarsson hefur aldrei verið í betra formi en ekki í náðinni hjá Guðjóni Þórðarsyni. Valdimar Kristófersson sló á þráðinn til Arnars og heyrði í honum hljóðið... Það hefur komið mörgum á óvart að Arnar Grétarsson sem leikur með AEK Aþenu skuli ekki hafa fengið tækifæri með landsliðinu á undanförn- um mánuðum. Arnar, sem er 26 ára og leikið yfir 40 landsleiki, hefur leikið vel í vetur og líklega aldrei verið í betra formi. AEK er eitt af þremur stærstu liðunum í Grikklandi og trónir nú á toppi deildarinnar og er því ekki síst að þakka góðri spilamennsku Arnars. Mörg stórlið hafa verið með fyrirspurnir um strákinn upp á síðkast- ið og má þar nefna Bologna á Ítalíu, Vitessa í Hollandi og nú fyrir stuttu bauð PSG í Frakklandi 70 milljónir í kapp- ann sem forráðamenn AEK höfnuðu. í sumar neitaði forseti AEK tilboðum frá belgísku stórliðunum Anderlecht og Club Brugges í Arnar. Forseti félagsins hefur sagt við Arnar að hann sé ekki falur. Hann ætlar að bjóða Arnari nýjan samning fyrir áramót með einhverjum viðbótarnúllum. Þrátt fyrir þetta og áhuga margra stórliða í Evrópu á Arnari þá virðist hann ekki eiga upp á pallborðið hjá Guðjóni Þórðarsyni landsliðsþjálfara. Skinfaxi fékk Arnar í stutt viðtal um landsliðið og framhaldið í boltan- um. - Hvenær datstu út úr landsliðshópn- um? ,,Ég spilaði síðast undir stjórn Guð- jóns á æfingamóti á Kýpur í febrúar á þessu ári. Liðinu gekk mjög illa og tap- aði öllum leikjunum. Eftir þessa ferð hef ég ekkert heyrt í Guðjóni. Ég taldi mig þó ekki vera að spila illa á Kýpur þótt ég hefði getað spilað betur." - Þú hefur ekki dottið út vegna meiðsla eða einhverju þvílíku? ,,Nei, nei. Hann hefur ekki talað við mig eftir þessa ferð og ég hef aldrei fengið neina skýringu á af hverju ég datt út. En ég er mest svekktur yfir því að hann skuli ekki enn þá hafa komið til Grikklands og horft á einn leik með mér til að sjá hvað ég væri að gera. Þá væri einnig einfalt að senda upp- tökur af leikjum með mér til hans ef hann bæði um það. Það kom mér einnig nokkuð á óvart að hann skyldi ekki hafa mætt til Grikklands áður en landsliðið fór til Kýpur í febrúar, því deginum áður var ég að spila með AEK á móti Olympiakos. Þetta er einn af stóru leikjunum í deildinni og hann hefði getað komið deginum fyrr til Grikklands, horft á mig leika og síðan hefðum við verið í samfloti til Kýpur." Hann verður að hafa sína hentisemi á því hvernig hann vinnur hlutina - Getur ástæðan fyrir brotthvarfi þínu úr landsliðinu verið sú að þú sért í slöku formi? ,,Ég mundi nú halda að ég væri í dúnd- urformi einmitt núna. Og í sannleika sagt held ég að ég hafi aldrei verið í eins góðu formi á ferli mínum eins og síðasta eitt og hálfa árið. Það eru búnir ellefu leikir í deild- inni og ég hef verið í byrjunarliðinu í átta leikjum og komið inn á í hinum. í síðustu leikjum hef ég verið í fastur í byrjunarliðinu og klárað 90 mínútur." - Ertu ósáttur við að Guðjón skuli ekki gefa þér tækifæri með liðinu? ...ég er mest svekktur yfir því að hann skuli ekki enn þá hafa komið til Grikklands... - Ertu ósáttur við að hann skuli ekki koma út til Grikklands eða fá upptökur úr leikjum með þér til að geta metið ástand þitt? ,,Hann verður að hafa sína hentisemi á því hvernig hann vinnur hlutina. Ef ég væri landsliðsþjálfari þá mundi ég skoða alla þá leikmenn sem eru að spila erlendis og eru fastamenn í sínum liðum. Og sérstak- lega leikmenn sem eru að spila með liði sem er í einu af þremur efstu sæt- unum á hverju ári í efstu deild." - Guðjón hefur náð góðum ár- angri með landsliðinu að undan- förnu. Áttu von á að fá tækifæri með liðinu á næstunni? ,,Það eina sem ég get gert er að halda áfram og reyna að standa mig vel hérna úti. Ef það gengur upp og AEK nær góðum ár- angri samfara því þá kemur ábyggilega smápressa á Guðjón um að fylgjast með mér. En mér finnst í raun aðalatriðið að hann afli sér upplýsinga um mig sem ein- hver utanaðkomandi sendir honum. Við erum t.d. með fréttamenn í kringum liðið og þeir geta gefið upplýsingar um hvernig ég hef verið að spila. Það ætti ekki að vera vandamál fyrir hann. Þetta er bara spurn- ingin um hvað menn vilja en ég veit að landsliðinu hefur gengið vel þannig að það er erfiðara fyrir mig að gera kröfur um að vera valinn í hópinn. Ég gleðst yfir góðum árangri landsliðsins en mér finnst lágmark að landsliðsþjálfarinn fylgist alla- vega með hvað maður er að gera hérna úti." ,,Jaa, auðvitað vill maður spila fyrir ís- land. Ég er búinn að spila yfir 40 landsleiki og fæsta af þeim hef ég verið í mínu besta formi. Ég veit ekki hvort Guðjón haldi að ég sé að skálda um þau lið sem hafa áhuga á mér í dag. En miðað við áhuga þessara liða finnst mér þau vera að gefa til kynna hvað ég er að gera hérna úti. Ég held að PSG væri ekki að leita eftir leikmanni sem mundi ekki standa sig. Það er alveg Ijóst." - Hvað með framhaldið hjá þér hérna úti? Það hafa mörg stórlið verið á eftir þér að undanförnu. Er eitthvað að gerast í þeim mál- um? ,,Já, ég veit að PSG hefur mikinn áhuga að fá mig og þeir buðu 70 milljónir í mig fyr- ir skömmu. Forseti AEK hafnaði því og sagði að ég væri ekki til sölu. Hann sagð- ist hafa fengið tilboð í mig upp á tæpar 200 milljónir, frá ensku liði, sem hann hafnaði. Ég veit ekki hvað er til í því en ég veit að PSG hefur enn mikinn áhuga og þeir ætla að gera AEK nýtt tilboð."

x

Skinfaxi

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.