Skinfaxi - 01.12.1998, Blaðsíða 24
Þráinn Hafsteinsson krækir í...
ungmennafélaga!
Frjálsíþróttaþjálfarinn Þráinn Hafsteinsson hefur fengið margt besta
frjálsíþróttafólk landsins til að skipta yfir í ÍR. Valdimar Kristófersson ræddi
við hann um þessa þróun...
Um síðustu áramót skrifuðu
margir af fremsta frjálsí-
þrottafólki okkar íslend-
inga, sem voru í ung-
mennafélögum vítt og
breytt um landið undir
samning við íþróttafélag
Reykjavíkur (ÍR). Þetta var stór hópur, í
kringum tíu til tuttugu manns, og á
meðal þeirra Vigfús Dan kúluvarpari,
Sunna Gestsdóttir spretthlaupari og
langstökkvari og Einar Karl há-
stökkvari. Það er sjaldgæft að svona
margir góðir einstaklingar skipti á einu
bretti yfir í eitt og sama íþróttafélagið.
Þráinn Hafsteinsson frjálsíþróttaþjálf-
ari ÍR-inga var inntur eftir svörum
vegna þessara miklu félagsskipta yfir í ÍR.
- Hvernig stóð á þessum miklu fé-
lagaskiptum um síðustu áramót?
,,Nú, við teljum okkur bjóða upp á bestu
aðstöðuna, bestu þjálfunina og besta fé-
lagsstarfið. Þannig að frjálsíþróttafólk æfir
við toppaðstöðu hjá ÍR og eftir því hljóta all-
ir að sækjast."
- Er þetta ekki slæmt fyrir frjálsar á ís-
landi að allir þeir bestu séu í sama félag-
inu?
,,Ég tel að þegar fólkið fer þangað sem
besta aðstaðan og þjálfunin er þá er það að
reyna að nýta sína hæfileika sem best og
það er aðal atriðið í þessu. Ef þú skoðar
þennan hóp sem við höfum fengið til okkar
þá eru þetta nærri því undantekningarlaust
krakkar sem hafa enga þjálfun heima hjá
sér, mjög lélega aðstöðu og eru í fámenn-
um og frekar slökum liðum. Sunna, Einar
Karl og Vigfús eru allt krakkar sem voru ein
á báti minna og meira með engan þjálfara.
Þá finnst mér einnig mjög eðlilegt að fólk
sem er búið að æfa í mörg ár hjá ÍR skipti
yfir í félagið."
- Hafið þið sóst eftir því að fá þetta
frjálsíþróttafólk til ykkar?
,,Við höfum sóst eftir ákveðnum einstak-
lingum. Og síðan hefur það alltaf verið
þannig að fólk utan af landi, sem hefur far-
ið í skóla í Reykjavík hefur komið til okkar
að æfa. Það sér þá fram á að það geti
fengið enn betri þjónustu fyrir sjálft sig með
því að æfa með okkur frekar en að vera
bundin einhverju félagi úti á landi, þar sem
aðstaðan er ekki jafn góð."
- Þú segir að þið séuð með bestu að-
stöðuna. Hvað hafið þið upp á að bjóða
sem aðrir hafa ekki?
,,Við höfum innanhúss aðstöðu í Bald-
urshaga og Laugardalshöllina sem er sú
besta sem þekkist hér á landi. Þá eyðum
við allra félaga mest í þjálfun. Við erum
með fjóra þjálfara bara fyrir meistaraflokk-
inn. Það er ekkert annað félag sem býður
upp á svo sérhæfða þjálfarakosti. Jón
Sævar Þórðarson sér um stökkin og sprett-
hlaupin, Gunnar Þáll Jóakimsson er með
langhlaupin og ég sé um kastgreinarnar,
sjö- og tugþrautina."
- Þú segir að starfið úti á landi sé ekki
nógu gott. En verður það ekki ennþá
veikara fyrir vikið þegar helsta frjálsí-
þróttafólkið yfirgefur félagönin sín?
,,Það getur vel verið. En íþróttastarf-
semin út á landi byggist ekki upp á svona
einstaklingum og sérstaklega ekki þegar
það er farið af svæðunum eins og var með
flest af því fólki sem skipti yfir til okkar."
- Er frjálsíþróttafólkið sem kemur til
ykkar eingöngu að sækjast eftir góðri
aðstöðu og þjálfun eða eru peningar
einnig með í spilinu?
,,Það er ákveðið styrkjakerfi í gangi hjá
okkur sem allir vita um sem eru að vinna og
Við höfum sóst
eftir ákveðnum
einstaklingum
æfa hjá okkur. Utanbæjarmennirnir sem
æfa með okkur vita einnig af þessu. Þetta
er líklega í fyrsta skipti sem við höfum get-
að gert eitthvað í samræmi við það sem
önnur félög hafa gert í sambandi við styrk-
veitingar."
Hvernig virkar styrkjakerfið hjá ÍR?
,,Það eru ákveðin þrep í kerfinu hjá okk-
ur. í fyrsta þrepi er frír ÍR íþróttagalli. Ann-
að þrep fer eftir árangri, þá borgum við eina
utanlandsferð til keppni eða æfinga. í
þriðja þrepi fá menn tvær til þrjár ferðir til
útlanda til æfinga eða keppni. Það eru
engir peningar borgaðir, þetta eru allt styrk-
ir. íþróttasamböndin úti á landi hafa verið í
miklu betri aðstöðu en við til að gera slíka
hluti."
- Eru þetta beinar greiðslur sem
liðin úti á landi eru að bjóða frjálsí-
þróttafólki?
,,Nei, það er verið að kosta fólk í
keppnisferðir eins og við erum að
gera."
- Fara styrkirnir hjá ÍR eftir ár-
angri eða eftir því hvað frjálsí-
þróttafólkið hefur æft lengi hjá ykkur?
„Það fer bara eftir árangri og það eru
engin undanbrögð með það. Frjálsíþrótta-
fólkið sem kemur til okkar getur farið beint
inn í þriðja þrepið ef það hefur náð góðum
árangri áður en það kemur til okkar."
- Getur frjálsíþróttafólkið utan af landi
nýtt sér aðstöðuna hjá ykkur án þess að
skipta um félag?
,,Já, já, það er alveg galopið. Það eru
nokkrir hjá okkur í dag sem eru ekki í ÍR, en
það kostar einstaklinginn eða félagið miklu
meira fyrir vikið. Æfingagjaldið er helmingi
hærra fyrir þá sem ekki eru skráðir í ÍR."
- Eru félagaskiptin í frjálsum að verða
svipuö og gengur og gerist í knattspyrn-
unni, hand- og körfuknattleik hér á
landi, þar sem menn keppast við að fá
bestu einstaklingana til sín?
,,Já, ég tel það bara eðlilegt. Frjálsí-
þróttafólk leitar til þeirra sem leggja mikla
vinnu og fjármuni í að bjóða upp á topp-
þjálfun og aðstöðu. Metnaðarfullir einstak-
lingar leitast eftir að æfa við sem bestu skil-
yrði hverju sinni. Það leit dálítið ílla út hvað
það voru margir sem skiptu yfir í ÍR á sama
tíma í fyrra. Ein skýringin á því er sú að
það var Landsmót ungmennafélagana árið
áður og það má skoða aftur um mörg ár að
félagaskipti eru mikil eftir þau mót."
- Þessi hópur kom til ykkur um síð-
ustu áramót og nú eru að koma áramót
aftur Eru fleiri á leiðinni til ykkar á næst-
unni?
„Það gæti alveg farið svo en það er
ekki búið að undirrita neitt."
Æfingagjaldið er helmingi
hærra fyrir þá sem ekki eru
skráðir í ÍR