Skinfaxi

Árgangur

Skinfaxi - 01.12.1998, Síða 20

Skinfaxi - 01.12.1998, Síða 20
Björn Guðbjömsson (til vinstri) ræðir málin á 31. sambandsráðsfundi UMFÍ sem hatdinn var í Vík í Mýrdal. Hef verið í rúm tuttugu ár! Formaður USÚ heitir Björn Guðbjörnsson en hann tók við formensku sambandsins á síðasta ári. Jóhann Ingi Árnason sló á þráðinn til hans... að er nú búið að rigna svo mikið hér að undanförnu að það eru pollar úti um allt.“ voru fyrstu orð Björns Guðbjörns- sonar þegar blaðamaður sló á þráðinn til hans á Höfn í Hornafjörð. Björn er formaður Ungmennasam- bandsins Úlfljóts en hvenær tók hann við formennskunni? „Ætli það sé ekki eitt og hálft ár síðan en ég man það nú bara ekki alveg. Ég tók við af Svani þegar hann flutti héðan. Ég var vara- formaður áður og hafði verið það um nokkurt skeið.“ - Hvernig kom það til að þú fórst að starfa fyrir sambandið á sínum tíma? „Ég var nú ekki búinn að vera nema tæpt ár hérna í bænum þegar ég var kominn í stjórn þar. Ég er var formaður blaksambandsins á sínum tíma en þegar ég flutti hingað má segja að ég hafi verið gripinn um leið. Ég var gjaldkeri í fjögur ár og svo varaformaður og nú formaður. Ég er búinn að búa hérna í níu ár og búinn að sitja í stjórn Úlfljóts í átta ár. Mér finnst ég eiginlega alltaf hafa verið í starfinu, það er allt frá því ég kom hingað." - Þeir Úlfljótsmenn hafa verið fljótir að sjá að þarna var maður á ferðinni sem þeir vildu ekki missa af? „Ég myndi nú frekar segja að þetta væri hálfgerð sýki hjá mér. Sumir gefa sig í svona starf og svo er nú erfiðara að losna en að byrja. Mér hefur fundist mjög gaman að starfa hérna hjá USÚ og starfið hefur skilað mér miklu.“ - Hvað er helst á döfinni hjá ykkur á næstunni? „Það er nú rólegt starfið hérna hjá okkur á veturna. Það eru æfingar í gangi en lítið um mót og annað þess háttar. Starfsemi USÚ snýst aðallega um íþróttir en við höfum til dæmis tekið þátt í umhverfis- verkefnunum sem UMFÍ hefur staðið fyrir á landsvísu. Það er ekkert þannig verkefni í gangi núna svo starfið hjá okkur snýst þessa dagana eingöngu um íþróttirnar og nú eru fótbolta-, körfubolta- og fimleikaæfingar í fullum gangi, svo að sjálfsögðu frjálsar íþróttir." - Hvert finnst þér vera hlutverk þitt sem formanns Úlfljóts? „Það er auðvitað jafn misjafnt starf formannsins og félögin eru mörg. Mitt hlutverk er að leiða félögin hérna á svæðinu og halda utan um starfsemi USÚ eins vel og mér er unnt.“ Ég myndi nú frekar segja að þetta væri hálfgerð sýki hjá mér

x

Skinfaxi

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.