Skinfaxi

Árgangur

Skinfaxi - 01.12.1998, Blaðsíða 15

Skinfaxi - 01.12.1998, Blaðsíða 15
UEFA skammtar okkur, fimm daga undir- búning fyrir landsleiki. Það er fyrst og fremst peningalegt dæmi og snýr m.a. að uppihaldi leikmanna meðan þeir dvelja með liðinu. Þettar kostar allt peninga og þegar KSÍ er aðeins með eitt lið sem dreg- ur vagninn, karlalandsliðið, þá er þetta bara svona. Stjórnin sem slík tekur ekki pening- ana upp úr fjörugrjótinu. Það er alveg á hreinu." - Það segir sig sjálft að það breytti miklu fyrir þig að hafa strákana tilbúna fimm daga fyrir leik? ,,Það er geysilega mikilvægt og þegar við fórum í Armeníuleikinn var telft á tæp- asta vað með undirbúninginn. Við fórum á föstudagsmorgni og leikurinn var á laug- aradegi. í heildina vorum við 42 tíma í ferð- inni og af því voru 20 í flugvél. Það eru því ákveðnir þættir sem við getum styrkt í okk- ar fari." - Það er erfitt fyrir landann að gera kröfur um góðann árangur þegar málum er svona háttað? ,,Sko, við erum búnir að sjá að það er hægt að styrkja stöðu liðsins og nú förum við að vinna í því að allir þættir fari saman. Hefðum við fengið þúsund áhorfendur til viðbótar á Rússaleikinn þá hefði e.t.v. verið hægt að fara með liðið í aukaferð til útlanda í vetur. Við erum ekki eingöngu að sækjast eftir stuðningnum heldur einnig peningun- um sem eru því samhliða. Aukið fjár- streymi inn í KSÍ styrkir ekki eingöngu stöðu karlaliðsins heldur alla starfsemi sem KSÍ stendur fyrir þ.e. kvennaboltann og yngri landsliðin." Ef ég á að vera raunsær þá á íslenska landsliðið ekki möguleika -Hugmyndir eru uppi hjá nokkrum fé- lagsliðum hér á landi að aðskilja rekstur meistaraflokks karla frá kvennaboltan- um og yngriflokka starfinu. Væri hægt að gera þetta innan KSÍ? ,,Það er spurning hvort það eigi að taka karlalandsliðið út úr og gera það að sér rekstrareiningu og halda hinni starfseminni, sem eru meira uppbyggingarstarf fyrir utan. En það er höfðuverkur þeirra manna sem eru kosnir til starfa hverju sinni að velta því fyrir sér." - Það eru tveir þýðingamiklir leikir framundan í undankeppninni gegn And- orra og Úkraníu á næsta ári. Þú ert lík- lega farin að spá eitthvað í þessa leiki? Möguleikarnir? ,,Ég er farinn að hugsa um þessa leiki en það er of snemmt að fara velta fyrir sér möguleikunum. Það er óvíst hvernig leik- mennirnir koma undan vetri. Leikmennirnir á Norðurlöndum eru í vetrafríi, deildin ligg- ur niðri hér á landi en er á fullu á megin- landinu og Bretlandi. Það á því eftir að koma í Ijós í hvernig ásigkomulagi leik- mennirnir verða næst þegar ég fæ þá. En það er Ijóst að það er ákveðinn hópur manna sem er tilbúinn í þetta verkefni og það er mikill hugur í þeim." - Ef þú metur stöðuna í dag á ísland raunhæfa möguleika á að komast í úr- slitakeppni Evrópumótsins? ,,Ef ég á að vera raunsær þá á íslenska landsliðið ekki möguleika. En það er allt hægt í boltanum og við getum alveg farið þangað eins og hvert annað lið þó að menn telji Úkraníu vera sterkara en við og ekki af ástæðulausu. En þeir eiga eftir að spila við okkur tvo leiki sem þeir eru ekki búnir að vinna. Við verðum helst að vinna annan leikinn gegn þeim og tapa helst ekki hinum leiknum ef við eigum að eiga möguleika." - En hvert er takmark landsliðsþjálfar- ans? ,,Áður en riðlakeppnin hófst taldi ég okk- ur ekki eiga neina möguleika, enda með liðum eins og Frakklandi, Rússum og Úkraníu í riðli. En svo höfum við farið fram úr sjálfum okkur og menn eru farnir að velta fyrir sér hlutunum á annan hátt heldur en áður. Það er þó engin ástæða til að vera með einhverja bjartsýni. Bjartsýni er ótíma- bær á þessari stundu. En við vitum að það

x

Skinfaxi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.