Skinfaxi - 01.12.1998, Blaðsíða 16
er hægt að gera góða hluti, en hversu góða
getum við ekki sagt fyrir um. Við verðum
að halda áfram að þróa leik okkar og ef það
tekst þá erum við í góðum málum."
- Þú hefur verið að nota mikið af ung-
um strákum, ertu að byggja upp framtíð-
arlandslið?
„Það er náttúrlega Ijóst að það hafa orð-
ið töluverðar breytingar á liðinu Strákarnir
sem ég nota hafa verið að gefa vel af sér
en það á samt enginn fast sæti í liðinu. Ef
leikmenn fara að gefa eftir þá er nóg af leik-
mönnum til að taka við."
- Þú ert a.m.k. ánægður með þá í
dag?
„Ég er mjög ánægður og er stoltur af
þeim. Það hefur verið gaman að vinna
með þessum strákum því þeir eru tilbúnir til
að hlusta og læra. Þeir hafa verið mjög
fórnfúsir í leikjunum og unnið vel."
- Eru einhverjir ákveðnir póstar í lið-
inu sem þú byggir á?
„Nei. Það sást í Rússaleiknum að það
er enginn ómissandi, en það má kannski
segja að menn séu mis mikilvægir. Það er
mjög ánægjulegt þegar búið er að koma á
því vinnulagi að enginn sé ómissandi.
Vissulega er þægileg tilfinning að geta val-
ið úr öllum en staðreyndin er sú að í flokka-
íþróttum er enginn ómissandi. Það sem
skapast með breyttu vinnufyrirkomulagi er
að það eru ekki ákveðnir einstaklingar sem
bera uppi kerfið, heldur kerfið sem ber ein-
staklingana uppi."
- Árangurinn í ár hefur komið mörg-
um á óvart en það er fleiri sem hefur
vakið athygli manna sem fylgst hafa
með liðinu eins og skyndilegt brotthvarf
fyrrverandi landsliðsfyrirliðans Guðna
Bergssonar. Það er dálítið sérstakt að
leikmaður sem hefur spilað 73 leiki fyrir
íslands hönd detti út úr liðinu svona
skyndilega eins og raun bar vitni. Skýr-
ingin á þessu?
„Hann tók þá ákvörðun sjálfur síðasta
haust að taka önnur verkefni fram yfir
landsliðið."
- Var hann ekki tilbúinn að fórna sér
jafn mikið fyrir liðið eins og strákarnir
sem þú ert með í dag?
„Nei, það segir sig sjálft. Þeir hafa ekki
gert það sama og hann. Hann tók þá
ákvörðun að taka félagsliðið fram yfir
landsliðið og einbeita sér á þeim vígstöðv-
um."
- Hvað með stöðu hans í dag? Á
hann einhvern möguleika á að koma inn
í landsliðið aftur?
„Það er enginn sem á fast sæti í lands-
liðinu og enginn sem getur reiknað með að
sitja í landsliðinu að eilífu. Það koma allir
til greina."
- Á hann einhverja möguleika á að
komast inn í liðið að nýju eins og hann
hefur verið að spila að undanförnu?
„Ég er nýbúinn að sjá hann spila og það
var ekki merkilegt."
- Eftir einn landsleikinn í ár kom
Bjarki Gunnlaugsson með þá yfirlýsing-
ar í blöðin að hann mundi aldrei leika
undir þinni stjórn aftur. Hvað kom upp
þar?
„Þú verður að spyrja Bjarka að því sjálf-
ur. En þú getur bara skoðað hvað hann
hefur verið að gera í Noregi að undan-
förnu."
Ég held að Birkir hafi
sýnt öllum hversu
megnugurhann er í
markinu
- Hvað með Ólaf Gottskálksson?
Hann var í landsliðinu þegar liðið fór til
Kýpurs á æfingamót en þurfti að yfir-
gefa liðið og fara til Skotlands þar sem
hann leikur. Hann hefur síðan ekki feng-
ið tækifæri með liðinu að nýju og var að
kvarta yfir því í blöðunum að hann hefði
ekki fengið neina ástæður fyrir því af
hverju hann datt út. Er sá háttur ekki
hafður á hjá KSÍ að leikmenn fái að vita
ástæðuna ef þeir detta út?
„Ástæðuna. Hann yfirgaf landsliðið
þegar það var á Kýpur og tók sitt félagslið
framyfir. Svo einfalt var það."
- Vissu menn ekki að hann ætlaði að
fara?
„Nei, þetta var alveg óvænt. Hann taldi
að hann ætti að spila með sínu liði í
Skotlandi og tók þann kostinn að yfirgefa
landsliðið."
- Markverðirnir Birkir Kristinsson og
Árni Gautur Arason hafa verið vara-
menn með sínum félagsliðum. Var ekki
erfitt að réttlæta þeirra val í landsliðið?
„Ég held að Birkir hafi sýnt öllum hversu
megnugur hann er í markinu og hann hefur
staðið sig með prýði í landsleikjunum. Það
sýnir einnig að val mitt á Árna Gaut er ekki
út í loftið því Rosenborg treysti honum til að
spila í Meistarakeppni félagsliða fyrir
skömmu. Og það segir manni að það sé
eitthvað meira varið í hann heldur en marg-
ir misvitrir menn hér á landi hafa verið að
velta fyrir sér."
- Þú velur nánast eingöngu leikmenn
í landsiiðið sem leika með félagsliðum
erlendis. Eru einhverjir hérna heima
sem banka á dyrnar?
„Ja, Steinar Adólfsson var nú í byrjunar-
liðinu síðast og Sigurður Örn Jónsson í
hópnum. Nú þegar við veltum fyrir okkur
þeim leikmönnum sem eru komnir erlendis,
sem eru 55 að ég held, þá gefur það auga
leið að það eru ekki margir sem banka á
dyrnar hérna heima. En eins og ég sagði
áðan þá loka ég ekki á neinn."
- Ertu bjartsýnn fyrir næsta ár?
„Ég er ekki sérstaklega bjartsýnn enda
hef ég ekki ástæðu til. Bjartsýni gefur
manni ekki neitt. Maður verður að vera
raunsær, meta stöðuna og vinna út frá því."
- Eftir góðan árangur á móti Frökkum
og Rússum skelltu Ingólfur Hannesson
íþróttafréttamaður og Eggert Magnús-
son formaður KSÍ rembingskossi á kinn
þína í beinni sjónvarpsútsendingu.
Finnst þér þess virði að ná góðum úr-
slitum ef því fylgir stanslaust kossa-
flens frá karlmönnum?
„Ég hef þurft að taka við alls kyns koss-
um í gegnum tíðina svo ég kippi mér ekkert
upp við þessa hluti. Mér finnst í raun kjána-
legt að gera mikið úr því ef mönnum líður
vel og sjái ástæðu er til að fagna. Ég held
að við íslendingar ættum að brjóta klaka-
stykkið af nefinu á okkur og láta það eftir
okkur að fagna þegar ástæða til. Mér finnst
það fagnaðarefni ef menn geta glaðst og
kæst. Og ég er ánægður ef ég get stuðlað
að því að fólki líði vel og sé ánægt."