Skinfaxi - 01.12.1998, Side 11
HVÍTA HÚSIÐ / SÍA
Óstöðvandi!
Ungmennafélaginn Bjarki
Sigurðsson, leikmaður Aftureldingar,
er markahæstur í Nissan-deildinni
Markamaskín!
Nissan-deild-
inni í hand-
bolta hefur
að margra
mati sjaldan
eða aldrei
verið slakari en hún er nú í vetur.
Allir bestu, og næstbestu,
leikmenn deildarinnar undanfarin
ár eru að reyna fyrir sér í
atvinnumennsku og það hefur
tekið sinn toll. Það eru þó
leikmenn inn á milli sem standa
upp úr hér heima og einn af þeim
er ungmennafélaginn Bjarki
Sigurðsson sem leikið hefur mjög
vel hjá liði Aftureldingar í vetur.
Liðið trónir á toppi deildarinnar
þegar þetta er skrifað og þrátt
fyrir að hafa misst nánast allt
byrjunarlið sitt frá því í fyrra mæta
þeir sterkir til leiks. Burðarásar
liðsins frá i fyrra, eins og Jason
Ólafsson, Páll Þórólfsson,
Gunnar Andrésson og Einar
Gunnar Sigurðsson eru allir fjarri
góðu gamni en tveir ungir
útlendingar og Bjarki hafa haldið
liðinu á floti. Bjarki, sem reyndar
er nú hornamaður hjá landsliðinu,
hefur leikið skyttu hjá Aftureldingu
og þrátt fyrir að hann sé ekki hár
í loftinu er hann markahæsti
leikmaður deildarinnar. Forráða-
mönnum Aftureldingar hefur lengi
dreymt um að vinna íslands-
meistaratitilinn í Nissan-deildinni
og hver veit nema draumur þeirra
rætist í ár - loksins þegar þeir
hættu að kaupa og kaupa.
Trúnaöarsíminn
10 5151*511 5151
O Rauðakrosshúsið.
Tjarnargölu 35. Reykjavík
Neyðarathvarfið er ætlað
fólki 1 8 ára og yngra.
Opið allan sólarhringinn.