Skinfaxi - 01.12.1998, Blaðsíða 14
„Nei, það voru aðeins smábreytingar en
ekkert stórvægilegt."
- Þegar þú tókst við liðinu af Loga
hvaða hugmyndir varst þú með um
landsliðið og framhaldið?
„Þegar ég tók að mér þetta starf taldi ég
mig geta hjálpað liðinu til að styrkja stöðu
sína á alþjóðavísu. Hversu mikið gat ég
ekki gert mér grein fyrir. Það var bara hlut-
ur sem kæmi í Ijós. Ég setti mér þó einhver
markmið í huganum um hvað ég ætlaði að
komast langt. En það eru svo margir þætt-
ir sem hafa áhrif á árangur þannig að erfitt
er að setja sér markmið. Landsliðsþjálfar-
ar ráða ekki öllu sjálfir, t.d. ekki hvað varð-
ar undirbúning liðsins fyrir leiki. Þannig að
ég sem þjálfari get ekki haft alla hluti eins
og ég vil. Við erum í fjárhagslegu erfiðu
dæmi og það skammtar okkur svolítið í um-
hverfinu."
- Þú gast sjálfsagt farið að meta stöð-
una eitthvað eftir að hafa verið með
landsliðið í nokk-
urn tíma?
„Já, já. Ég fór að
gera breytingar um
haustið og kom með
nýjar áherslur varð-
andi leikstíl liðsins.
Þegar ég sá hlutina
fara að gerast þá var
maður nokkuð sann-
færður um að það
væri hægt að bæta
stöðu landsliðsins
verulega."
- Hvernig breyttirðu leikstílnum?
„Við fórum að spila 4-3-3, þegar við
sækjum og 5-4-1 þegar við verjumst. Við
erum rétt að hefja þróunina enda rétt tæpt
ár síðan við breyttum um leikstíl."
- Ertu með þessum leikstíl að leggja
meiri áherslu á sóknarleik liðsins en
verið hefur?
„Nei, ég byrjaði á hinum endanum,
vörninni. Það er ekkert gagn að sækja ef
þú færð alltaf á þig mörk. í dag er það að-
all liðsins hvað við fáum fá mörk á okkur.
Við erum ekki að skora mikið en við erum
þó samt að skora. Það sem sést kannski
núna er að það er hægt að ná ákveðnum
árangri með vel skipulögðum varnarleik.
Við ætlum að halda áfram því sem við höf-
um verið að gera og vera þolinmóðir. Ef við
höldum vörninni og varnarþætti liðsins og
bætum pínulítið við sóknargetuna þá erum
við að nálgast þau markmið sem ég vil sjá."
- Hvaða markmið eru það?
„Það er að fara lengra með íslenskt
landslið en áður hefur verið gert."
- Þú ert búinn að vera við stjórnvölinn
í tæpt eitt og hálft ár. Ertu ánægður með
gengi liðsins fram að þessu?
,, Það hefur verið ákveðinn stígandi í leik
landsliðsins og þegar ég tók við liðinu var
það í 88. sæti á heimslistanum en í dag
erum við í 59. sæti. Það væri eitthvað að
ef ég væri ekki sáttur við stöðuna."
- íslenska iandsliðið hefur náð frá-
bærum úrslitum í ár, t.d. jafntefli við
heimsmeistara Frakka og sigur gegn
Rússum. Er þessi árangur liður í þeirri
vinnu sem þú
hefur verið að
vinna með lands-
liðstrákunum
undanfarið?
„Þetta er nátt-
úrlega það sem
við höfum verið að
stefna að með
þeirri vinnu sem
við höfum verið að
setja í leikina. Við
sáum það í vor
þegar við spiluð-
um tvo skemmtilega jafnteflisleiki við
Suður-Afríku og Saudí-Arabíu að við vorum
á réttri leið. Það fór reyndar ekki mikið fyr-
ir leikjunum hérna heima enda sáu fjölmiðl-
ar ekki ástæðu til að fylgjast neitt sérstak-
lega með þeim. Það segir kannski sína
sögu að á þessum tíma höfðu fjölmiðlar
ekki einu sinni áhuga á því að verið væri að
spila landsleiki í fótbolta. En það var á
þessum tímapunkti sem ég sá að hægt
væri að gera góða hluti. Og eftir að við
unnum Letta 4 -1 var ég sannfærður um að
það væri hægt að láta þjóðir í fremstu röð
hafa verulega fyrir hlutunum."
- Islenska landsliðið hefur leikið sex
leiki í röð án taps sem er met hjá liðinu.
Hver er skýringin á þessum árangri?
„Hún er fyrst og fremst sú að leikmenn-
irnir eru að leggja sig alla fram og þeir hafa
gefið virkilega mikið af sér í þeim leikjum
sem við höfum spilað. Gott dæmi um þetta
ert.d. leikurinn á móti Suður Afríku sem ég
tel að hafi verið mjög athyglisverður. Þá fór
ég með ungt og óreynt lið út sem stóð sig
mjög vel."
- Varstu ekki einmitt gagnrýndur fyrir
að fara með ungt og óreynt lið út?
„Fyrst gagnrýndu menn mig fyrir að fá
ekki verkefni og þegar verkefnið var komið
var ég gagnrýndur fyrir að fara ekki með
sterkasta liðið út. Því menn óttuðust að
þetta yrði útreið og liðið fengi ekkert út úr
þessu. Annað kom á daginn og þetta er
ekki í fyrsta sinn sem gagnrýnin skýtur sig í
eigin lappir og sjálfsagt ekki í það síðasta.
Þessir strákar sem eru í liðinu í dag hafa
það markmið að spila fyrir liðið og það er
góður vinnuandi í hópnum. Kerfið sem við
spilum er mjög einfalt og eftir því sem það
er einfaldara er það skilvirkara og strákarn-
ir eru samtaka um að láta það ganga."
- Sú umræða var í gangi fyrir nokkru
að leikmenn íslenska landsliðsins
leggðu sig ekki fram fyrir liðið og þeir
mættu eingöngu í leikina skyldunnar
vegna. Eru menn að leggja sig fram fyr-
ir liðið í dag?
„Það er engin spurning að leikmenn eru
að leggja sig fram fyrir liðið og þegar þeir
gera það eru þeir að leggja sig fram fyrir
landið sitt. Strákarnir hafa mikið stolt og
metnað fyrir sjálfan sig, liðið og föðurland-
ið."
- Hvaða leikur er þér minnisstæðast-
ur eftir að þú tókst við?
„Leikurinn við Frakka er geysilega eftir-
minnilegur. Laugardalsvöllurinn skartaði
sínu fegursta og andrúmsloftið sem ríkti á
leiknum er ógleymanlegt."
- Eftir góðan árangur á móti Frökkum
mættu fáir áhorfendur á leikinn móti
Rússum. Varstu ósáttur?
„Já, það voru vissulega vonbrigði. En
ég vil samt taka fram að það fólk sem mætti
hvatti okkur vel og það var mjög ánægju-
legt að sjá þann hóp samankominn í
stúkunni."
- Gefur þetta landsliðinu mikið þegar
fólk mætir vel á völlinn til að styðja sitt
lið?
„Það er mjög mikilvægt fyrir strákanna
að þeir finni hvatninguna þegar þeir leika á
heimavelli. Það gefur þeim auka orku.
Það eru gerðar kröfur til liðsins þannig að
það er mikilvægt að fólk mæti vel og styðji
við bakið á strákunum. Fólkið sem mætir á
völlinn er ekki eingöngu að hvetja okkur á
vellinum heldur einnig að skapa tekjur fyrir
liðið sem er ekki síður mikilvægt."
- Hefur fjármagnsieysi innan Knatt-
spyrnusambands íslands haft áhrif á
hugmyndir þínar sem þú vilt fram-
kvæma með liðinu?
„Við höfum aldrei fyllt kvótann sem
Þaö fór reyndar ekki
mikið fyrir leikjunum
hérna heima enda
sáu fjölmiðlar ekki
ástæðu til að fylgjast
neitt sérstaklega með
þeim
-4 M