Skinfaxi

Árgangur

Skinfaxi - 01.02.2000, Síða 6

Skinfaxi - 01.02.2000, Síða 6
VERÐ BESTUR Kristinn Björnsson skíðakappi frá Ólafsfirði er einn fremsti íþróttamaður okkar íslendinga. Hann hefur náð góðum árangri á mörgum heimsbikarmótum á undanförnum árum en vantar þó enn herslumuninn til að komast í allra fremstu röð. Eftir slakt gengi keppnistímabilið '98- '99 og erfitt sálarstríð komst Kristinn aftur á rétta braut í vetur og stefnir nú ótrauður á toppinn. Skinfaxi hitti þennan snjalla skíðamann að máli og fór með honum yfir farinn veg og inn á ótroðnar brautir. Kristinn er borinn og barnfæddur á Ólafsfirði og hefur í raun aldrei yfirgefið æskustöðvar sínar því þegar hann er á Islandi býr hann á Ólafsfirði. Og að sjálfsögðu var það á Ólafsfirði sem Kristinn steig sín fyrstu spor á skíðunum. „Ég var fimm ára þegar ég fór fyrst á skíði í brekkunum á Ólafsfirði. Það má segja að það hafi legið fyrir mér að verða skíðamaður enda ávallt mikill snjór á Ólafsfirði og stutt í brekkurnar." Það er greinilegt að hugur hans hefur strax á unga aldri leitað í skíðaíþróttina en skyldi hann hafa stundað aðrar íþróttir á bernskuárunum? „Ég stundaði líka knattspyrnu þegar ég var yngri. Ég held að ég hafi verið skítsæmilegur knattspyrnumaður í það minnsta entist ég í boltanum til 17 ára aldurs. Ég vann þó ekki til neinna stórafreka en ég náði þó að leika einn leik með meistaraflokki Leifturs. Reyndar kom ég inn á sem varamaður og lék síðustu tíu mínúturnar. Það er nú allt og sumt enda lagði ég skóna fljótlega á hilluna eftir það." Af hverju tókstu skíðin fram yfir fótboltann? „Það er nú einföld ástæða fyrir því. Ég var enginn snillingur í fótboltanum." En það var ekki sömu sögu að segja um hæfileika hans á skíðum? „Ég byrjaði snemma að sýna ákveðin tilþrif á skíðunum og vann flest mót sem ég tók þátt í. Ég þótti efnilegur en fáir áttu kannski von á þessum tíma að ég mundi leggja þetta fyrir mig." Hvernig var að stunda skíði á Ólafsfirði? „Það var ofboðslega þægilegt enda snjósamt á Ólafsfirði og það var stutt að rölta í brekkurnar þannig að þetta gerði manni auðvelt fyrir. Þá höfðum við yfirleitt góða þjálfara sem komu bæði frá Akureyri og einnig frá Noregi." Þótt sjónvarpið hafi ekki verið farið að sýna mikið frá skíðum í sjónvarpi á þessum tíma fylgdist Kristinn vel með og átti sinn uppáhaldsskíðamann? „Ingimar Steinmark frá Svíþjóð var í miklu uppáhaldi hjá mér þegar ég var að alast upp. Öðru hverju var sýnt frá skíðamótum í sjónvarpinu og þá reyndi maður að fylgjast með sínum manni." Kristinn dreymdi um að fylgja í fótspor fyrirmyndarinnar þegar hann var yngri. texti: valdimar Kristófersson J

x

Skinfaxi

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.