Skinfaxi - 01.02.2000, Síða 9
reyna að ná lengra. Áður en ég meiddist hafði mér gengið vel í
sviginu þannig að ég tók það fram yfir stórsvigið. Ég held að það
hafi verið rétt ákvörðun að leggja stórsvigið til hliðar en ég æfi það
samt reglulega og kem vonandi sterkur inn í það á næstunni."
Hvernig er æfingum háttað hjá þér?
„Á sumrin og haustin er ég mikið að æfa þrek og þegar fer að líða
á haustið fer maður meira að renna sér og þá er farið upp á jökla.
Við rennum okkur kannski fjóra tíma á dag og síðan er farið í
þrekæfingar á eftir. Á keppnistímabilinu sjálfu er nánast eingöngu
rennsli en þó heldur maður þrekinu við. Mesta álagið er því á
sumrin og fyrri part hausts."
Það eru margir þættir sem skíðamenn þurfa að huga að og
vera sterkir í ef þeir ætla að vera í fremstu röð. Hvaða þætti
skyldi Kristinn vera sterkastur í?
„Ég er með góða grunntækni á skíðunum sem hjálpar mér mikið
og þá tel ég mig vera sálfræðilega sterkan. Ég var reyndar
óánægður með fyrri ferðirnar hjá mér í vetur því ég var ekki að ná
því fram sem ég hafði verið að gera á æfingum. I seinni
umferðunum virðist þetta hafa losnað og ég keyrt mun betur.
Þetta getur stafað af því að hausinn var ekki að virka rétt. Ástæðan
gæti verið sú að ég hafi spennst eitthvað upp og því ekki náð að
einbeita mér sem skyldi."
Er sálfræðiþátturinn mikilvægur í þessu?
„Já, hann skiptir miklu máli. Hann er einn mikilvægasti þátturinn
þegar maður er kominn þetta langt. Samkeppnin er gríðarlega
hörð og það skiptir miklu máli fyrir sjálfstraustið hvort þú lendir
á topp fimm eða topp tuttugu."
Hvernig vinnur þú með þessa sálfræðiþætti?
„Maður verður að byggja upp ákveðna rútínu fyrir hvert mót og
reyna svo að fylgja henni eftir. Sumir hafa sálfræðinga sem vinna
í þessum hlutum með skíðamönnunum og ég hef stundum leitað
til sálfræðings til að fá ábendingar og uppörvun."
Kristinn náði frábærum árangri í heimsbikarkeppninni '97-
'98 en átti slæmt ár '98-'99. Hann féll yfirleitt í brautinni og
kláraði bara eitt mót.
„Ég var slakur í fyrra og átti við tæknileg vandamál að stríða. Ég
lenti svo í sálfræðikreppu sem var erfitt að vinna sig út úr enda
jókst hún með hverju mótinu sem maður stýrði út úr brautinni.
Þannig að sálarflækjan hafði mikil áhrif og setti stórt strik í
reikninginn."
Er erfitt að vinna sig út slíkri kreppu?
„Já, mér fannst það á þessum tíma. Ég lærði mikið af þessu og í
dag mundi ég ekki gera sömu mistökin og í fyrra ef ég lenti í þessu
aftur þannig að ég tel mig hafa lært að höndla þetta."
I íyrra virtist þú reyna að keyra brautirnar hraðar en þú
gerðir í ár. Er það rétt?
„Nei, það held ég ekki. Ég kom miklu betur undirbúinn til keppni
í ár enda var ég búinn að skíða rosalega vel í haust, fyrir mótið,
þannig að það skilaði sér í vetur í mörgum góðum ferðum. Þá
skíðaði ég miklu betur í vetur en í fyrra. Það eina sem hafði áhrif
á mig voru veikindi sem ég lenti í á miðju tímabili og ég var dálítið
seinn af stað eftir þau."
Var ekki erfitt að koma inn í mótið í ár eftir erfitt tímabil í
fyrra þar sem sjálfstraustið var alveg farið?
„Nei, mér gekk það vel á undirbúningstímabilinu í ár að ég kom
fullur sjálfstrausts. Þá var ég búinn að fara vel yfir stöðuna frá því
í fyrra og hafði lært af mistökunum þannig að síðasta ár hafði
engin áhrif á mig þegar þetta tímabil hófst."
Keppnistímabilinu er nýlokið í ár þar sem þú lentir í 16. sæti
í síðasta móti. Varstu sáttur við að klára mótið svona?
„Nei, ég var sérstaklega óánægur með fyrri umferðina en seinni
ferðin gekk mjög vel. Ég ætlaði mér mikið á lokamótinu og ætli ég
hafi ekki verið yfirspenntur í fyrri umferðinni sem varð til þess að
ég náði ekki að slaka nógu mikið á."
Þú endaðir í 22. sæti á stigatöflunni í ár. Er það viðunandi
árangur?
„Já, ég er mjög sáttur við hann. Ég setti mér það markmið fyrir mót
að keyra mig inn á topp 30 og það tókst. Ég byrjaði tímabilið í
kringum 50. sæti á lista þannig að ég náði að vinna mig vel upp.
Auðvitað komu upp mót þar sem ég keyrði út úr braut og var
óánægður með en í heildina er ég sáttur."
Þegar þú lítur til baka yfir tímabilið í ár er það eitthvað sem
þú hefðir getað gert betur?
„Jaa, ætli það sé ekki helst það að ég hefði átt að taka bóluefnin inn
fyrr. Þá hefði ég líklega losnað við veikindin og getað haldið sama
dampi allt mótið. Þetta er hlutur sem ég læri af."
Hvað varstu helst sáttur með í ár?
„Það er aðallega stöðugleikinn sem ég sýndi og tæknilega var ég
ánægður með hvernig ég var að skíða þannig að ég tel mig hafa
bætt mig mikið á þessu ári."
Hvað með framhaldið og næsta ár?
„Ég ætla að reyna að keyra mig í fyrsta hópinn sem er topp 15 og
ef allt gengur að óskum verður jafnvel hægt að ná á topp 5 til
lengri tíma litið."
Hvað telur þú þig geta náð langt á skíðunum?
„Ég tel mig geta komist á efsta pall, sigrað mót og markmiðið er að
sjálfsögðu að verða bestur. Hvort það gerist á næsta ári eða næstu
árum verður tíminn að leiða í ljós."
Attu ennþá mikið eftir ólært?
„Já, ég get enn bætt við mig og þá öðlast ég meiri reynslu á hverju
ári. Flestir skíðakapparnir sem ég er að keppa við eru komnir með
10-12 ára reynslu á meðan ég er með 4 ára reynslu þannig að ég er
dálítið á eftir þeim að því leytinu til."