Skinfaxi - 01.02.2000, Page 23
2
s
4. unglingalandsmót UMFÍ verður haldið á Tálknafirði og í
Vesturbyggð 4. - 6. ágúst í sumar. Vegna þess að mótið
verður um verslunarmannahelgi þá verður það með öðru
sniði en undanfarin mót. Hugmyndin er að vera með
sambland af íþróttamóti og útihátíð. íþróttakeppnin verður
með líku sniði og á fyrri mótum en við bætist hefðbundin
útihátíðadagskrá.
4.-6. g st ri 2000 Vesturbygg V T Iknafir i
Mótið verður eins og áður er getið á
Tálknafirði og í Vesturbyggð. A milli
þessara byggðarlaga er ekki nema 15
mínútna akstur á bundnu slitlagi. Aðal
mótssvæðið verður á Tálknafirði. Þar
verða tjaldbúðirnar og önnur dagskrá fyrir utan íþróttakeppnina
sem dreifist á þrjá staði; Bíldudaf Patreksfjörð og Tálknafjörð.
A Tálknafirði er nýleg 25m útisundlaug með heitum pottum og öll
aðstaða til fyrirmyndar. Þar er einnig nýr grasvöllur og nýlegt
íþróttahús. Keppni í sundi, knattspyrnu og körfubolta verður þar.
Tjaldbúðirnar fyrir keppendur verða við hlið sundlaugarinnar en
tjaldbúðir fyrir foreldra og aðra gesti verða í botni Tálknafjarðar,
ca. 3 km frá keppendabúðunum. Frítt verður inn á mótssvæðið en
keppendur borga þátttökugjald.
verða þarna ýmis leiktæki og þrautir á mótssvæðinu þar sem hægt
verður að dunda sér á milli keppnisgreina og eftir keppni. Settur
verður upp 10 brauta skotbakki þar sem gefst tækifæri á að læra
að skjóta af alvöru keppnisbogum. Vanir leiðbeinendur munu
leiðbeina og sjá til þess að allir læri réttu tökin.
Einnig verður keppt í nýrri íþróttagrein sem er hafnabolti. Verið er
að dreifa hafnaboltakylfum í alla grunnskóla landsins ásamt
reglum leiksins þannig að allir sem vilja eiga að geta kynnt sér
þennan leik. Hugmyndin er að samböndin sendi inn lið og veittar
verða viðurkenningar fyrir árangur, bestu stuðningsmenn og
skemmtilegustu liðsbúningana. Hægt verður að nálgast reglur
leiksins og aðrar fréttir á heimasíðu mótsins sem er
snerpa.is/landsmot
Á Patreksfirði verður keppt í golfi en þar er mjög skemmtielgur 9
holu golfvöllur. Þar verður einnig keppt í knattspyrnu á nýjum
Samhliða mótinu verður alþjóðlegt stangarstökksmót. Vala
Flosadóttir sem ólst upp á Bíldudal mun mæta og keppa við
valinkunnar stjörnur. Þetta kemur til með að vera einn af
hápunktum mótsins og hugsanlegt að einhver met falli.
Samstarf hefur tekist með ferðamálafólki á svæðinu og verður
margt í boði sem ekki tilheyrir beint mótinu. I nágrenninu er
margir af fegurstu stöðum landsins eins og t.d. Látrabjarg og
Fjallfoss og er tilvalið að nota tækifærið í leiðinni og skoða
einstæða náttúru Vestfjarða.
Þar sem þetta er eins konar tilraun að vera með landsmót um
verslunarmannahelgi þá er mjög mikilvægt að þetta takist vel
þannig að áframhald verði á. Það væri gaman ef við í
ungmennafélagshreyfingunni gætum með þessu móti breytt
þeirri hefð sem rikt hefur á útihátíðum um verslunarmannahelgi
þar sem allt annað en uppbyggilegt starf er í gangi.
grasvelli sem verður vígður fyrir mótið. Einnig fer keppni í skák
og glímu fram þar.
Á Bíldudal verður keppt í frjálsum íþróttum og golfi.
Frjálsíþróttavöllurinn er nýuppgerður 4 brauta hringur en 6
beinar brautir. Gerviefni er á langstökks og hástökkssvæði.
Golfvöllurinn er 9 holu völlur sem er í einkar skemmtilegu
landslagi.
Þar sem mótið verður haldið um verslunarmannahelgi þá verður
ýmislegt í boði fyrir utan hina hefðbundnu íþróttakeppni. Þar
sem keppnin dreifist á þessa þrjá staði þá verður erfitt fyrir gesti
og aðra að fylgjast með hvað er að gerast og hvað er fram undan.
Þetta ætla mótshaldarar að leysa með því að vera með útvarpsstöð
sem næst á öllu mótssvæðinu. Þessi stöð verður rekin og henni
stjórnað af ungu fólki og kærkomið verkefni fyrir þau sem ekki
hafa áhuga á þátttöku í íþróttum.
Dansleikur og tónleikar verða í risatjaldi og hefur verið ráðin
hljómsveit sem sjá mun um að halda uppi fjöri alla dagana. Einnig
Mótshaldarar ætla að leggja metnað sinn í að þessi hátíð verði sem
veglegust og hafa lagt mikla vinnu í undirbúning. Til þess að allt
gangi upp þá skorum við á alla ungmennafélaga að mæta á
landsmótið og þá sérstaklega foreldra að koma með börnum
sínum því það er öruggt að enginn verður svikinn af því.
Valdimar Gwmarsson