Skinfaxi - 01.02.2000, Síða 34
lokaorð
Björn B. Jónsson, varaformaöur UMFÍ
HVAÐ ER SVONA
MERKILEGT Vlð ÞAÐ...?
Hvað er svona merkilegt við það að vera ungmennafélagi? Er
það nokkuð öðruvísi að vera í ungmennafélagi en í óbreyttu
íþróttafélagi? Svari hver fyrir sig. Ég ætla að svara fyrir mig, að
hluta.
Ef þú ert í ungmennafélagi sem er virkt og sinnir sínu
hlutverki rétt, þá er víst að allir geti fundið eitthvað við sitt hæfi.
Sumir kjósa að vera í íþróttum, aðrir vilja stunda félagsmálastarf,
enn aðrir vilja vinna að menningarmálum eins og leiklist og svo
eru þeir sem vilja sinna umhverfismálunum.
Tókuð þið eftir! "Að sinna umhverfismálum". Sumir svara því
til að þeirra félag sé eingöngu íþróttafélag og eigi þar af leiðandi
ekki að vera í umhverfismálunum". Þetta er mergur málsins og
nákvæmlega það sem ég ætla að koma að nánar í þessari grein.
Því hefur verið haldið fram að það sé ekki í takt við tímann að
láta unglinga sem stunda íþróttir vera að auki í öðrum verkefnum
í félaginu. Ég spyr. Eru ekki gerðar sömu kröfur til unga fólksins
og annarra þjóðfélagsþegna þessa lands? Það er skylda okkar
1. Hvernig er það með krakka sem koma á íþróttaæfingar? Eru þau
keyrð hvert og eitt? Er ekki raunhæft að sameina í bílana eða láta þau
hjóla eða ganga? Komum því inn hjá bömunum að það sé eðlilegt að þau
hjóli eða gangi? Pannig spörum við orku og mengum minna út í
andrúmsloftið og spörum þar að auki peninga fyrir okkur sjálf
2. Er sápan sem krakkarnir nota óholl fyrir líkamann og spillir
umhverfinu? Er til önnur tegund sem er hollari og umhverfisvænni og
kannski þar að auki ódýrari?
3. Hvað með skóna sem krakkarnir eru nýbúnir að fá og verða fljótlega of
litlir, en nánast ónotaðir. Er skiptimarkaður ífélaginu, eða má senda þá til
barna í nauð? Er þetta ekki umhverfismál sem snertir m.a. minna
sorpmagn?
4. Erum við að nota óhóflega mikið vatn í sturtunni? Pað þarf orku til að
koma vatni í sturturnar og því ekki sjálfgefið að láta renna og renna. Petta
á líka skylt við sparnað.
Þetta eru nokkur dæmi um það sem við getum unnið að í
ungmennafélaginu okkar og tekið þar af leiðandi um leið þátt í að
vinna að bættu og betra umhverfi.
Er ekki tími til kominn að móta umhverfisstefnu fyrir öll
ungmennafélög í landinu, ekki seinna en strax?
Þetta kallast á íslensku að taka þátt í umhverfismálum. Er þitt
félag eingöngu íþróttafélag eða ertu sannur ungmennafélagi með
þátttöku í ræktun lýðs og lands?
Björn B. Jónsson
Tókuð þið eftir! "Að sinna
umhverfismálum". Sumir svara því til
að þeirra félag sé eingöngu íþróttafélag
og eigi þar af leiðandi ekki að vera í
umhverfismálunum". Þetta er mergur
málsins og nákvæmlega það sem ég
ætla að korna að nánar í þessari grein.
allra í nútíma samfélagi að ganga ekki á auðæfi heimsins, sem
í þessu tilfelli er umhverfi okkar. Heimilum, stofnunum,
fyrirtækjum og einstaklingum er uppálagt að flokka allan
úrgang á grundvelli raunhæfra möguleika á endurnýtingu
hans. Draga skal úr mengun og mengunarhættu eins og
kostur er. Hávaða- og loftmengun á að vera í lágmarki og svo
mætti lengi telja. Það er því ekki bara nauðsynlegt að vinna
að þessum málaflokki í "íþróttafélögunum", heldur er það
skylda okkar.
Hvernig má þetta vera hægt? Iþróttir eru stundaðar í
íþróttahúsum og á vallarsvæðum sem eru staðsett í miðjum
íbúðarhverfum og ekki mikið um opin svæði í kring sem er
hægt að hlúa að t.d. með plöntun á trjám. Svarið er þetta: Það
er hægt að gera mikið í umhverfismálum aðeins með réttri
hugsun, meira að segja í þéttbýli:
Ljósmynd: Jóhann Ingi Árnason