Skinfaxi

Volume

Skinfaxi - 01.08.2000, Page 22

Skinfaxi - 01.08.2000, Page 22
Við setningu 4. unglingalandsmóts UIVIFÍ sem haldið var á Patreks- firöi, Tálknafirði og Bíldudal. 4. Unglingalandsmót UMFÍ var haldið á Patreksfirði, Tálknafirði og á Bíldudal 4.- 6. ágúst og var í umsjón Héraðssambandsins Hrafna-Flóka. Mótshaldarar ákváðu að gera djarfa tilraun og vera með mótið um verslunarmannahelgi. Með því vildu menn kanna hvort grundvöllur væri fyrir því að vera með íþróttamót þessa mestu ferðahelgi landsmanna. Menn renndu því blint í sjóinn með fjölda þátttakenda en gerðu þó ráð fyrir að þátttaka yrði svipuð og á fyrri mótum. Með því að halda mótið um þessa helgi var ætlunin að fá fjölskylduna til að mæta saman og taka þátt í heilbrigðum leik og skemmtun. Því var ákveðið að mótið yrði sambland af íþróttamóti og útihátíð. Keppnisgreinarnar voru 7 og dreifðust jafnt niður á þessa þrjá þéttbýliskjarna og var keppt í eftirfarandi greinum: knattspyrnu, körfubolta, sundi, frjálsum, glímu, golfi og skák. Tjaldbúðirnar voru á Tálknafirði og þaðan var keyrt til keppni á hina staðina. Auk íþróttagreinanna þá var mikið lagt upp úr því að bjóða fjölbreytta afþreyingu.

x

Skinfaxi

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.