Skinfaxi

Årgang

Skinfaxi - 01.08.2000, Side 23

Skinfaxi - 01.08.2000, Side 23
Mótið hófst á föstudegi með keppni í körfu, frjálsum og knattspyrnu. Mótið var síðan sett um kvöldið í blíðskaparveðri og var setningarathöfnin mjög glæsileg þar sem keppendur gengu inn á völlinn í skrúðgöngu undir fánum sinna félaga og sambanda. Síðan var dans stiginn í tjaldi fram eftir kvöldi. Keppni hófst síðan í öllum greinum á laugardeginum og lauk um miðjan dag en þá hófst alþjóðleg stangarstökkskeppni á Bíldudal þar sem heimamaðurinn Vala Flosadóttir keppti við þrjár erlendar stúlkur. Það má með sanni segja að þetta hafi verið einn af hápunktum mótsins því áhorfendafjöldinn var á bilinu 3 - 4000 og íbúafjöldi Bíldudals tífaldaðist þennan dag. Um kvöldið var síðan kvöldvaka og tónleikar þar sem hljómsveitin „í svörtum fötum" lék og náði hún fram ótrúlegri stemmningu í hópnum. Deginum lauk síðan með veglegri brennu í fjöruborðinu þar sem ungir sem aldnir léku sér að því að fleyta kerlingar á spegilsléttum sjónum. Sunnudagurinn var svo lokadagur mótsins og hófst með keppni á öllum stöðum sem lauk um miðjan dag. Mótinu var síðan slitið um sexleytið og voru þá verðlaun afhend og fyrirmyndarbikarinn. Bikarinn er aflientur því liði sem þykir hafa verið til sóma í klæðaburði, hátterni og allri framkomu á mótinu. Fyrirmyndarliðið á þessu landsmóti var UMSS og voru þeir vel að því komnir því þeirra lið var í alla staði til fyrirmyndar, bæði utan vallar sem innan. Síðan var haldin heljarmikil grillveisla og kvöldinu lauk með útidansleik þar sem allir skemmtu sér frábærlega við undirleik hljómsveitarinnar. „í svörtum fötum". Það má því segja að þessi tilraun með það að halda mótið um þessa helgi hafi gengið upp. Fjöldi keppenda hefði mátt vera meiri en það var ánægjulegt að sjá hve margir foreldrar komu með börnum sínum og fjölskyldan átti ánægjulega helgi saman. Einnig var það augljóst að allir, jafnt mótshaldarar og gestir, voru staðráðnir í að allt gengi upp því öll vandamál sem upp komu voru leyst í samvinnu og sátt. Mótshaldarar vilja þakka gestum fyrir komuna og umgengni sem var til fyrirmyndar og ungmennafélagshreyfingunni til sóma því rusl sem tína þurfti af svæðinu eftir mótið komst í einn innkaupapoka. Unglingalandsmótsmyndir

x

Skinfaxi

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.