Skinfaxi - 01.08.2000, Blaðsíða 24
Anægður með
árangurinn
Margt af okkar fremsta frjálsíþróttafólki sýndi getu
sína á ólympíuleikunum Sydney. Eins og gengur
og gerist slógu sumir í gegn en aðrir náður
kannski ekki að sýna sitt rétta andlit. Við hjá
Skinfaxa fengum verkefnisstjóra Sydneyhóps-FRÍ,
Véstein Hafsteinsson, til að gefa okkur hans mat á
árangri frjálsíþróttafólksins.
Hvernig metur þú árangur
frjálsíþróttafólksins á
Olympíuleikunum?
„Ég held nú að yfir höfuð séu
menn nokkuð sáttir við
árangurinn. Við vorum með
lítinn hóp og það mátti lítið
útaf bera svo illa færi. Það má
kannski segja að 50% hafi
staðið sig vel en hin náðu ekki
að sína sitt besta."
En ef þú metur árangur
hvers og eins?
„Já, ef við skoðum fyrst Jón
Arnar og Mörtu þá náðu þau ekki að
klára og ekkert raunverulega hægt að
segja við því. Þórey Edda stóð sig ekki
nógu vel og vissulega voru það töluverð
vonbrigði. Það vita allir að hún getur
mun betur en það er bara stundum
þannig að hlutirnir ganga ekki upp. Það
má kannski segja að þetta hafi hreinlega
ekki verið hennar dagur.
Ef við lítum hins vegar á hina þrjá sem
kepptu þá stóðu þau sig öll vel. Magnús
skilaði sínu og svo þekkja auðvitað allir
Islendingar árangur Guðrúnar og Völu.
Ég hef nú ekki haft tíma til að
skoða það en það kæmi mér
ekki á óvart ef þessi árangur
frjálsíþróttahópsins væri sá
besti frá upphafi en ég þori
nú ekki að fullyrða það."
Vala kemur heim með
brons og hefði með smá
heppni geta nælt sér í gull?
Já, það er auðvitað alltaf hægt
að velta svoleiðis hlutum
fyrir sér en ég held að allir
hefðu verið sáttir fyrir mótið
með bronsið. Það eina sem skyggir á
stangarstökkið er árangur Þóreyjar en
hún kemur bara sterkari inn á næsta
mót."
Vala Flosadóttir geröi sér lítið
fyrir og nældi sár í
bronsverðlaun í Sydney.
Talandi um næsta mót hvaða íslenska frjáls-
íþróttafólk sérð þú fyrir þér þar?
„Það eru margir efnilegir en svona fljótt á litið held ég að
þar verði Vala, Þórey, Magnús og Einar Karl Hjartarson,
hástökkvari, í fararbroddi. Þessi þrjú
fyrstu eru öll enn að bæta sig og korna
reynslunni ríkari á næstu Olympíu-
leika. Einar Karl missti naumlega af
sæti í þetta skipti og kannski var það
bara fyrir bestu. Hann hefur ekki mikla
reynslu af stórmótum en hana getur
hann fengið fram að næstu leikum.
Einar Karl hefur alla
burði til að vera góður
hástökkvari og ef hann
heldur rétt á spöðunum
mun hann ná mjög
langt.
Svo það eru spenn-
andi tímar framundan
í frjálsum?
„Ég held að árangurinn verði ekki síðri á næstu
Olympíuleikum en hann var í ár."