Skinfaxi - 01.08.2000, Qupperneq 26
Reynslunni ríkari
Stefán Kai'l skemmti sér
konunglega í SvíþjóO.
Eins og undanfarin 13 ár
hafa ungmennaskipti átt
sér stað á milli 4H-sam-
takanna í Noregi og Svíþjóð og
UMFÍ. Þetta samstarf gefur
ungmennum á aldrinum 17-25
ára tækifæri til að kynnast
landi, þjóð og tungumáli í við-
komandi landi.
Til íslands kom stúlka frá
Noregi Ruth Austvoll. Hún
dvaldi hér í tæpa þrjá mánuði
hjá þremur fjölskyldum. Ruth
var mjög ánægð með dvöl sína
hér á landi. Tvö íslensk
ungmenni fóru utan á vegum
UMFÍ og birtist frásögn þeirra
hér að neðan.
%■ /
m '
Hvað er gert ?
Skipulagið er þannig
að þú ferðast á milli
fjölskyldna og tekur þátt í
því sem hver fjölskylda
er að gera en það gat verið afar
mismunandi. Þegar næga vinnu var að
hafa var henni sinnt framan af degi.
Mikið var um allskonar landbúnaðar-
störf en einnig fékk maður að kynnast
ferðamannaþjónustunni, byggja og
mála. Ef fjölskyldan bjó í borg var hægt
að fara með einhverjum fjölskyldu-
meðlimlim í vinnuna og aðstoða hann
þar. Það var passað vel upp á að maður
hefði alltaf eitthvað að gera.
Eftir vinnuna var fundið upp á
ýmsu til gamans. Ég fékk til að mynda
að fara á ströndina, vatnaskíði, hestbak,
í tívolí, teygjustökk, skoða söfn, fara á
böll og margt margt fleira.
Svo var einnig farið í einnar viku
tjaldbúðir, þar sem maður hitti hina sem
voru annars
staðar á
v e g u m
IFYE í Sví-
þjóð. Þessar
tjaldbúðir líktust skátamótum en
stemmningin var samt önnur. Vaknað
var kl. 7 og þá hófst ákveðin dagskrá
sem var mismunandi fyrir hvern dag.
Hver hópur hafði sitt eigið þema,
einhverjir voru með miðaldirnar og
gengu urn spúandi eldi og aðrir höfðu
tekið upp á því að kynna hinar ýmsu
tegundir af smokkum, svo dærni séu
nefnd. A kvöldin var grillað yfir opnum
eldi og var aldrei farið að sofa fyrr en kl.
2 eftir miðnætti. Þrátt fyrir þétta
dagskrá var nóg um frítíma þannig að
maður gat farið í bæinn og þess háttar.
Kostir og gallar
Að ferðast sem IFYE er ekki bara
ódýrt, heldur líka skemmtilegt og