Skinfaxi - 01.08.2000, Page 30
lokaorð
Helga Jónsson, stjórnarmaður UMFÍ
Börnin okkar eru, að mínu mati, þeir
mestu dýrgripir sem viö höfum
möguleika á að eignast. Þegar börnin
eru litil eiga flestir foreldrar sár stóra
drauma og væntingar eru miklar
gagnvart framtíð barnanna. Þegar börnin
eldast og við öðlumst meiri reynslu sem
foreldrar tekst okkur, flestum, nokkurn
veginn að sníða draumana og
væntingarnar að raunveruleikanum.
• •
11 viljum við börnunum það besta en þyrftum kannski
stundum að staldra við og íhuga hvort efnishyggjan er of
ríkjandi í því umhverfi sem við erum að skapa börnunum
okkar. Við erum uppi á þeim tímum þar sem skilaboðin eru
umfram allt að okkur eigi að „líða vel". Vellíðanin felst ekki í því
að eiga nýjasta tölvuleikinn eða merkjavöruna, heldur er okkur
nauðsynlegt að búa yfir ákveðinni færni til að geta átt samskipti
við aðra. Þá færni öðlumst við með því að vera innan um annað
fólk og starfa með öðrum á sem fjölbreyttastan máta.
Ungmennafélagshreyfingin leggur okkur foreldrum ómetanlegt
lið hvað þetta varðar. Ut um landið, bæði í dreifbýli og þéttbýli,
eru það ungmennafélögin sem standa fyrir félagsstarfi allra
aldurshópa og oftar en ekki er það barna- og unglingastarfið sem
skipar hvað stærstan sess. Elja og áhugi foreldranna í því starfi er
víðast hvar aðdáunarverður. Foreldrar eru að verða meira og
meira meðvitaðir um mikilvægi þess að styrkja
félagsheildina/hópinn sem barnið starfar með og eru með
markvisst starf í þá veru. Þátttaka í stórviðburðum eins og
Unglingalandsmóti UMFI og Kultur og Ungdom gerir vissulega
kröfur um mikla félagsfærni og samkennd þátttakenda.
Sú skemmtilega þróun hefur orðið í félagsstarfi á síðustu árum
að æ fleiri félög/stofnanir eru farin að bjóða upp á starfsemi fyrir
börn undir skólaaldri. Auk kirkjuskólanna/sunnudagaskólanna
sem löng hefð er fyrir á ég við íþróttaskóla ýmiss konar,
mömmumorgna og fjölbreytta flóru námskeiða. Með þátttöku
barna sinna eru foreldrar ekki einungis að stuðla að aukinni færni
barnanna á einhverju ákveðnu sviði heldur einnig aukinni
félagsfærni. Það að foreldrarnir taki þátt í félagsstarfinu með
börnunum leggur grunn að sameiginlegu áhugamáli og styrkir
fjölskylduböndin. Einnig myndast tengsl innan foreldrahópsins
og þannig getum við haft möguleika á að styðja hvert annað í
uppeldisstarfinu. Það að taka þátt í félagsstarfi er ákveðin
fyrirmynd sem er eftirsóknarverð á tímum þar sem hætta er á
einangrun einstaklingsins við skjámiðil sinn, því flestu er orðið
hægt að sinna í gegnum skjámiðil. Þegar börnin stálpast skipta
félagarnir sífellt meira máli og þá er mikilvægt að ég sem foreldri
geti litið á þá sem „mín börn". Vinahópurinn venst því að
foreldrahópurinn sem að honum stendur lætur sig hvert og eitt
þeirra varða.
Forvarnargildi íþrótta- og tómstundastarfs barna og unglinga
varðandi vímuefni er ótvírætt. Forvörnin liggur ekki í þátttökunni
sem slíkri heldur í þeirri umgjörð sem er um starfið. Þeim
félagasamtökum sem hafa mótað sér stefnu í vímuvarnarmálum
fer fjölgandi og er það af hinu góða. Stuðningur foreldra við
félagsstarf barna og unglinga er eitt af grundvallaratriðum
starfsins, sérstaklega þegar kemur að vímuvörnum. Hlutverk
foreldra í vímuvörnum verður seint ofmetið. Samheldni
foreldrahópsins, eftirfylgni, hvatning, áhugi og hrós, jafnt fyrir
viðleitni sem árangur, getur skipt sköpum varðandi ástundun og
áhuga unglinganna. Þegar börnin eldast og fara að nálgast
unglingsárin virðumst við foreldrar oft verða hálffeimin við að
láta í ljós langanir og áhuga okkar á að fylgja unglingunum okkar
eftir í því sem þau eru að gera. Raunin er hins vegar sú að
langflestir unglingar vilja hafa okkur meira með sér en þau láta
uppi. Samverustundir fjölskyldunnar gegna lykilhlutverki í
baráttunni gegn vímuefnum. Samvera fjölskyldunnar við leik og
störf stuðlar að jákvæðum tengslum fjölskyldumeðlima, eflir
samkenndina, styrkir sjálfsmyndina og kennir tillitssemi. Gerum
því yfirskrift verkefnis sem Loftskipið, forvarnarverkefni á veguni
UMFI og áætlunarinnar Island án eiturlyfja, stóð fyrir í sumar að
okkar leiðarljósi: „Fjölskyldan saman - notum tímann vel".
Ég vil þakka félagsmönnum Héraðssambandsins Hrafna-
Flóka fyrir þá frábæru fjölskylduhátíð sem 4. Unglingalandsmót
UMFÍ var. Sérstaklega ánægjulegt var að sjá hve margir foreldrar
fylgdu börnum sínum á mótið. Fjölskylda mín skemmti sér mjög
vel á mótinu þó enginn innan hennar væri á réttum aldri til að taka
beinan þátt í íþróttaviðburðum mótsins. Það liggur nokkuð ljóst
fyrir að börnin munu sækjast eftir að komast á 5. Unglingalands-
mót UMFI sem HSH mun standa fyrir eftir 2 ár. Það er trú mín að
þar ráði mestu hvað það var gaman á Tálknafirði og i
Vesturbyggð. Ég sem foreldri er ánægð með að hafa tekið þátt í,
ásamt öðru Ungmennafélagsfólki, fjölmennri íþrótta-, úti- og
fjölskylduhátíð verslunarmannahelgina 2000 þar sem vímugjafar
voru allsendis ónauðsynlegir í skemmtanahaldi ólíkra
aldurshópa.
Helga Jónsdóttir