Skinfaxi

Árgangur

Skinfaxi - 01.02.2002, Blaðsíða 2

Skinfaxi - 01.02.2002, Blaðsíða 2
ritstjórinn Nóg um að vera í þessu fyrsta tölublaði Skinfaxa árið 2002 ber margt á góma. Ber þar fyrst að nefna viðtal við Björn B. Jónsson, formann UMFÍ um Landsmót UMFÍ 2004, en eins og flestum ætti að vera kunnugt um ákvað bæjarstjórnin á (safirði að hætta við þátttöku sína í 24. Landsmóti UMFÍ, sem varð til þess að stjórn HSV afsalaði sér umboðinu til að sjá um framkvæmd mótsins. 22. mars verður síðan tekin ákvörðun um hvar Landsmótið verður haldið en fimm aðilar hafa sótt um að fá að sjá um framkvæmd mótsins. Allt er þó á kristaltæru hvað varðar Unglingalandsmót UMFÍ, sem haldið verður á Stykkishólmi fyrstu vikuna í ágúst. Þetta er í fimmta skiptið sem mótið er haldið og nýtur það vaxandi vinsælda. Ýmsar nýjungar verða á mótinu í ár og Jóhann Haukur Björnsson, fram- kvæmdastjóri ULM, segir okkur nánar frá þeim og undirbúningi mótsins, sem verður nú í fyrsta skiptið opið öllum. Hjálmar Jónsson knattspyrnukappi úr Keflavík var einn besti leikmaður íslandsmótsins í knattspyrnu í fyrra. Hann hefur nú ákveðið að söðla um og halda í víking því á dögunum skrifaði hann undir fjögurra ára samning við eitt stærsta félagsliðið í Svíðþjóð, Gauta- borg. Blaðamaður Skinfaxa hitti þennan frækna knattspyrnumann að máli áður en hann lagði af stað til Svíþjóðar. Hópfimleikar hafa verið að ryðja sér til rúms á undanförnum árum. Stjörnustúlkan Hrafnhildur Gunnarsdóttir var þeim heiðri aðnjótandi í byrjun árs að verða valinn fimleikakona ársins hjá ÍSÍ og einnig var hún valin íþróttamaður Garðabæjar. Þetta er í fyrsta skipti sem fimleikamaður ársins hjá ÍSÍ er valinn úr hópíþrótt og blaðamaður Skinfaxa hitti stúlkuna að máli. Innan tveggja ára verður Laugardalurinn orðinn sannkallaður heilsuparadís. Þar á að rísa líkamsræktarstöð af fullkomnustu gerð og er það gamli ungmennafélaginn Björn Leifsson sem leiðir okkur í allan sannleika varðandi hugmyndir sínar um Laugardalinn. Það er margt annað fróðlegt sem er tekið fyrir í þessu fyrsta tölublaði ársins 2002 og bið ég lesendur vel að njóta. Að lokum má þó ekki gleyma að óska karla- og kvennaliði Njarðvíkur í körfubolta til hamingju með frábæran árangur, en strákarnir urðu á dögunum Bikarmeistarar eftir glæsilegan sigur á KR í Laugardalshöll. Stúlk- urnar í Njarðvík stóðu sig einnig með glæsibrag í bikarnum en þær þurftu þó að bíta í það súra epli að láta í minnipokann í úrslitaleiknum fyrir KR í skemmtilegum og æsispennandi leik. Með kveðju Valdimar Tryggvi Kristófersson Forsíðumyndina tók Sigurjón Ragnar, Ijósmyndari Skinfaxa, á bikar- úrslitaleik karla í körfubolta. Þar fór Njarðvík með sigur af hólmi í leik á móti KR. Á myndinni berjast fyrirliði Njarðvíkur, Brenton Birmingham og Jón Arnór Stefánsson um boltann og augljóst er hver hefur betur. Skinfaxi RITSTJÓRI Valdimar Tryggvi Kristófersson LJÓSMyNDIR Sigurjón Ragnar o.fl. UMBROT OG HÖNNUN Valdimar Tryggvi Kristófersson ÁByRGÐARMAÐUR Björn B. Jónsson FRAMKVÆMDASTJÓRI Sæmundur Runólfsson AUGLýSINGAR Markaðsmenn PRENTUN Svansprent DREIFING Blaðadreifing ehf PÖKKUN Ás Vinnustofa PRÓFARKALESTUR Aðalbjörg Karlsdóttir RITSTJÓRN Sigurbjörn Gunnarsson Anna R. Möller Vilmar Pétursson Sigurlaug Ragnarsdóttir STJÓRN UMFÍ Björn B. Jónsson Helga Guðjónsdóttir Kristín Gísladóttir Anna R. Möller Sigurbjörn Gunnarsson Ásdís H. Bjarnadóttir Hildur Aðalsteinsdóttir Sigurður Viggósson Kjartan P. Einarsson Svanur M. Gestsson Birgir Gunnlaugsson SKRIFSTOFA SKINFAXA ÞJÓNUSTUMIÐSTÖÐ UMFÍ FELLSMÚLA 26 108 REyKJAVÍK SÍMI: 568-2929 FAX: 568-2935 NETFANG: umfi@umfi.is HEIMASÍÐA: www.umfi.is

x

Skinfaxi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.