Skinfaxi

Árgangur

Skinfaxi - 01.02.2002, Blaðsíða 5

Skinfaxi - 01.02.2002, Blaðsíða 5
Heimasíða ULM 2002 Heimasíða Unglingalandsmótsins 2002 hefur nú verið opnuð, slóðin á síðuna er www.umfi.is/ulm2002 eða ýtt á virku slóðina hér ULM 2002. Heimasíðan er mjög glæsileg og er þar hægt að ná í allar nýjustu fréttir og allar upplýsingar er varða Unglingalandsmótið 2002. Einnig er hægt að senda inn fyrirspurnir og eru allir áhugasamir hvattir til að gera það ef einhverja spurningar vakna. Við óskum aðstandendum mótsins til hamingju með heimasíðuna sem jafnframt er hugsuð sem framtíðarsíða Unglingalandsmótsins. Samstarfsverkefni UMF og Fleilbrigðis- ráðuneytisins Undirritaður hefur verið samningur um samstarfs- verkefni á vegum UMFI og Heilbrigðisráðuneytisins. Verkefninu mun verða stýrt frá skrifstofu UÍA á Hgilsstöðum, þar sem þjónustumiðstöð UMFÍ á Austur- landi er staðsett. í stórum dráttum mun verkefnið snúa að framkvæmd aðgerða til þess að fá íslendinga á öllum aldri til að stunda göngu sér til heilsubótar og ánægju. Aætlað er að verkefnið standi frá vori fram á haust. Iþróttahátíð UMSB Íþróttahátíð Ungmennasambands Bor- garfjarðar var haldin laugardaginn 26. janúar sl. Þessi hátíð er orðinn árviss yiðburður síðustu helgina í janúar í Iþróttamiðstöðinni í Borgarnesi. Þetta er mikið útbreiðslumót þar sem margir ungir keppendur stíga sín fyrstu spor í keppni. Að þessu sinni voru keppend- ur alls 230. Dagurinn byrjaði á sund- keppni fyrir hádegi. Klukkan 12.30 komu fram fjögur stórglæsileg danspör frá Danssambandi íslands og sýndu okkur nokkra samkvæmisdansa. For- maður DSÍ, Birna Bjarnadóttir kynnti dansíþróttina og dansana. Sýningin var glæsileg hjá þeim og umhugsunar- vert hvort ekki eigi að reyna að efla Þessa íþróttagrein í héraðinu því flest öllum þykir gaman af að dansa reglu- fega. Dansinn getur elft líkamlegt og andlegt hreysti eins og flest allar iþróttagreinar. Að danssýningu lokinni var komið að uppskeru ungra sund- og frjálsíþróttamanna, en Íþróttahátíðin hefur verið tilvalinn vettvangur til að veita sérverðlaun í þessum greinum. Einnig voru tilkynnt úrslit í Skólakeppni UMSB en héraðsþjálfari UMSB í góðri samvinnu við íþróttakennara í hérað- inu hefur verið með keppni milli skóla - bekkja og einstaklinga þar sem þol, kraftur samhæfing og leikni einstak- linga eru mæld á jafnréttisgrundvelli. Það eru nemendur 10 ára og eldri sem 'aka þátt í keppninni. Árangur er feiknaður eftir barna og unglingastiga- töflu Frjálsíþróttasambands íslands. Ungmennasambandið veitir að keppni lokinni stigahæsta einstaklingnum, stigahæsta bekknum og stiga- hæsta skólanum eignarbikara og far- andbikara. Að þessu sinni var það Trausti Eiríksson sem var stigahæstur einstaklinga, 5 bekkur Grunnskólans í Borgarnesi stigahæsti bekkurinn og Grunnskólinn í Borgarnesi stigahæsti skólinn en til gamans má geta þess að aðeins munaði 26 stigum á Grunnskól- anum í Borgarnesi og Kleppjárnsreyk- jaskóla. Frjálsiþróttakeppni hófst að þessu loknu og var ánægjulegt að sjá allan þennan skara ungra Borgfirðinga í leik og starfi. Að lokum var svo komið að lokadagskrárliðnum en engu að síður þeim mikilvægasta það er kjöri íþrótta- manns Borgarjarðar en það fer þannig fram að íþróttanefndir UMSB, Golf- klúbbur Borgarness og íþróttafélag fatlaðra hafa öll rétt til að tilnefna 3 einstaklinga til kjörs. Þeir sem síðan eiga atkvæðisrétt í kjöri íþróttamanns Borgarfjarðar eru stjórnarmenn UMSB, stjórn hvers aðildarfélags og íþróttanefndir sambandsins. Sam- bandsstjóri UMSB ber ábyrgð á kosningunni. Þegar tveir eða fleiri til- nefndir eru jafnir að stigum er farið eftir því hversu oft þeir eru tilnefndir til að raða niður í sæti. Að þessu sinni bár- ust 18 kjörseðlar. íþróttamaður Borgarfjarðar 2001 er langhlauparinn Gauti Jóhannesson. Hann er annar besti langhlaupari land- sins. Hann vann til fjölda verðlauna á árinu þar sem hann var að stórbæta Verkefnasjóður UMFI Á nánast hverjum stjórnarfundi UMFÍ eru afgreiddar umsóknir sem borist hafa í verkefnasjóð UMFÍ. Verkefnin sem verið er að styrkja eru æði misjöfn og fjölbreytt eins og sjá má í neðangreindri upp- talningu. T.d. hafa sambandsaðilar, margir hverjir, sótt um styrk til heimasíðugerðar og eru þá alltaf veittar kr. 100.000. Þessi styrkur hefur oft á tíðum gert það að verkum að Héraðssambönd og félög hafa treyst sér í að fara út í heimasíðugerð. En eins og fyrr segir er það ekki bara heimasíðugerð sem verið er að styrkja heldur margt, margt fleira sem gefur til kynna hina fjölbreyttu starfsemi Ung- mennafélagsins þar sem mörg verkefni er ekki bara verið að styrkja með peningum heldur er einnig farið út í samstarf. Af lottótekjum UMFÍ rennur 5% í verkefnasjóð. Á 3. fundi stjórnar var samþykkt að veita eftirfarandi styrki: a) Sigurður Þorsteinsson og Þráinn Hafsteinsson vegna vinnu við stefnumótun allra íþrótta-, ungmenna- og æskulýðsfélaga í Mosfellsbæ. Samþykkt að veita kr. 75.000 til verkefnisins. b) Greipur Gíslason vegna íslandsleikhúss sem er hugmynd ungs fólks um atvinnuleikhús. Verkefnið hefur verið í samvinnu við mörg sveitarfélög. Óskað er eftir stuðningi UMFÍ til að ná takmarkinu sem er „íslandsvæðing“ leikhússins. Samþykkt að veita kr. 200.000. c) Vegna starfsháttabreytinga UDN. Til að draga úr rekstarkostnaði er ætlun að hafa færanlega skrifstofu. Samþykkt að styrkja um kr. 50.000. d) Umf. Fjölni vegna frjálsíþróttadeildar. Sótt er um styrk vegna ferðakostnaðar við flugfar frjálsíþróttaþjálfara frá Ghana. Samþykkt að veita kr. 50.000 til að efla starf frjálsíþróttadeildarinnar. e) Vegna verkefnis „Æskan og hesturinn". Æskulýðsnefndir hestamannafélaga á stór Reykjavíkursvæðinu og Suðurnesjum standa fyrir sýningarhátíð fyrir 5-19 ára þátttakendur. Samþykkt að styrkja verkefnið um 100.000. f) Frá framkv.stj. ULM 2002 vegna heimasíðu Unglingalandsmóts UMFÍ. Samþykkt að veita 100.000. Samtals voru veittar kr. 575.000. árangur sinn, má þar meðal annars nefna stórgóðan árangur á landsmóti UMFÍ sem haldið var á Egilsstöðum sl. sumar. Þar varð Gauti í 2. sæti í 3000 m hlaupi, 3. sæti í 1500 m hlaupi og 5. sæti í 800 metra hlaupi. Á Meistara- móti íslands 15-22 ára varð Gauti í fyrsta sæti bæði í 1500 m hlaupi og 3000 m hlaupi. Hann varð tvöfaldur íslandsmeistari í unglingaflokki. Hann er í úrvalshópi Unglinga og var valinn í tveggja manna A- landsliðshóp Frjálsíþróttasambands íslands á sið- asta ári. Hann stundar læknisnám erlendis og æfir þar með sænsku félagi. Hann leggur mikið á sig fyrir sitt félag og samband, auk þess að vera mikill félagi og góð fyrirmynd yngstu kynslóðarinnar. Topp 10 í kjöri íþróttamanns Borgar- fjarðar: 1. Gauti Jóhannesson Umf. íslendingi, frjálsar íþróttir 46 stig 2. Sigurkarl Gústavsson Umf. Skallagrími, frjálsar íþróttir 38 stig 3. Hlynur Elías Bæringsson Umf. Skallagrími, körfuknattleik 36 stig 4. Hallbera Eiríksdóttir Umf. Skallagrími, frjálsar fþróttir 30 stig 5. Guðmundur Ingi Einarsson. íþróttaf. Kveldúlfi, íþróttir fatlaðra 20 stig 6. Alexander Ermoliskij Umf. Skallagrími, körfuknattleik 20 stig 7. Sigurður Guðmundsson Umf. íslendingi, sund 12 stig 8. Inga Tinna Sigurðardóttir Umf. Skallagrími, badminton 11 stig 9. Hilmar Þór Hákonarson Umf. Skallagrími, knattspyrna 10 stig 10. Jakob Orri Jónsson Umf. Skallagrími, sund 10 stig Með kveðju Veronika Sigurvinsdóttir, UMSB Gauti Jóhannesson, frjálsíþróttamaður var kjörinn íþróttamaður Borgarfjarðar 2001

x

Skinfaxi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.