Skinfaxi

Árgangur

Skinfaxi - 01.02.2002, Blaðsíða 14

Skinfaxi - 01.02.2002, Blaðsíða 14
Um næstu verslunnarmannahelgi, 2.-4. ágúst, verður haldið hið vinsæla Ung- lingalandsmót (ULM) UMFÍ og fer það fram á Stykkishólmi. Fyrsta mótið fór fram á Dalvík 1992 að frumkvæði heimamanna og tókst vel til. I fram- haldinu var ákveðið að gera þetta að reglulegum viðburði og er þetta nú í fimmta skiptið sem mótið fer fram. Jóhann Haukur Björnsson er fram- kvæmdastjóra ULM 2002. Valdimar Kristófersson hitti hann að máli, en skipulagning mótsins er í höndum HSH. Mótið er nú í fyrsta skipti opið öllum. Skemmta sér á heilbrigðan hátt Unglingalandsmót UMFÍ á Stykkishólmi Unglingalandsmót UMFÍ á Stykkishólmi Hvað hafa mörg unglingalandsmót verið haldin til þessa? „Þetta er fimmta Unglingalandsmót UMFÍ sem haldið er. Fyrsta mótið fór fram á Dal- vík 1992. Frumkvæðið kom frá heima- mönnum og mótið tókst svo vel að ákveðið var að halda fleiri mót. Síðan hefur mótið verið haldið á Blönduósi, Reykjavík og síðast, árið 2000, var það haldið í Vestur- byggð og Tálknafirði." Unglingalandsmót UMFÍ fer fram í Stykkishólmi í ár, hvenær er það haldið? „Mótið er að þessu sinni í umsjá HSH, þannig að allir íbúar í héraðinu koma að því þótt að það sé haldið í Stykkishólmi. Mótið er haldið í annað sinn um verslunar- mannahelgina. Það var einnig gert á síð- asta móti og féll sú tímasetning í góðan jarðveg. Það má með sanni segja að þörfin á uppbyggjandi skemmtun fyrir unglinga og fjölskyldur þeirra sé mikil einmitt þessa helgi. Mótið hefst á föstudegi og stendur alla helgina." Hver er tilgangurinn með Unglingalands- mótum og hvemig hafa þau gengið? „í öllu starfi, þar á meðal íþróttastarfi, er nauðsynlegt að hafa markmið eitthvað að stefna að og hlakka til. Unglingalandsmót- in eru einmitt ætluð til að gefa unglingum tækifæri að koma saman og gera það sem þeim finnst skemmtilegt, að stunda íþróttir og skemmta sér með jafnöldrum sínum á heilbrigðan hátt. Mótið er einnig orðin al- hliða fjölskylduskemmtun þar sem allir geta fundið eitthvað við sitt hæfi. Það hefur sýnt sig að stemningin á mótunum hefur verið einstök og mótahaldið hingað til verið til mikillar fyrirmyndar." Fyrir hverja eru Unglingalandsmót? „Allir á aldrinum 11-16 ára mega taka þátt í íþróttakeppninni. Það er þó mun breiðari hópur sem getur fundið eitthvað við sitt hæfi á mótinu. Mikil skemmtidagskrá verður í boði og þar kennir margra grasa. Meðal annars er dagskrá fyrir fjölskyldur, bæði foreldra og systkini. Ég myndi segja að allt lífsglatt fólk geti fundið eitthvað við sitt hæfi á mótinu. í fyrsta skipti munu einnig erlendir þátt- takendur verða á svæðinu. Ekki er ljóst hversu margir þeir verða en ljóst er að um töluverðan fjölda er að ræða." Það er liðinn dágóður tími síðan undir- búningur hófst fyrir mótið í Stykkis- hólmi. Hvernig hefur honum miðað? „Undirbúningur komst á fullt skrið þegar á síðasta ári. Starfandi er öflug undirbún- ingsnefnd sem skipuð er af Kjartani Páli Einarssyni, Guðmundi Sigurðssyni, Guð- rúnu Gunnarsdóttur, Gunnari Svanlaugs- syni og Lilju Stefánsdóttur. Þegar hefur mikil undirbúningsvinna farið fram og margt er þegar klárt." Opið öllum Er ULM komið í fastar skorður eða hyggist þið brydda upp á einhverjum nýjungum? „Það er hægt að fullyrða að mótið í Stykkishólmi verður stútfullt af nýjungum. Fyrst ber kannski að nefna nýjungarnar varðandi þátttöku, í fyrsta skipti er mótið opið öllum, ekki bara ungmennafélögum.. Það er hægt að fullyrða að mótið í Stykkishólmi verður stútfullt af nýjungum. Fyrst ber kannski að nefna nýjungarnar varðandi þátttöku, í fyrsta skipti er mótið opið öllum, ekki bara ungmennafélögum.

x

Skinfaxi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.