Skinfaxi

Árgangur

Skinfaxi - 01.02.2002, Blaðsíða 27

Skinfaxi - 01.02.2002, Blaðsíða 27
íwl iftH iiks ÍBa ifjj Pótt það hafi ekki orðið mikil fjölgun hvað varðar líkamsræktarstöðvar und- anfarin ár þá hefur orðið mikil vakning hjá þjóðinni varðandi holla og góða hreyfingu. Hvernig stendur á þessum áhuga? „Það má í raun segja að það sé búin að vera stöðug aukning frá því að ég byrjaði, eða allt að 5% aukning á hverju ári. í upphafi voru þetta mest einstaklingar sem taldir voru með kraftadellu, á aldinrum 16 til 30 ára, sem stunduðu líkams- rækt, en í dag er stærsti kjarninn frá 16 ára aldri upp í 45 ára aldur. Fólki finnst þetta orðinn nauðsynlegur þáttur í sínu lífi til að halda líkamanum í góðuu og heilbrigðu ástandi. Þegar fólk hefur alist upp við þetta og er komið á sporið þá heldur það áfram. Eftir 10 ár reikna ég hófst og er orðið í kringum fimmtugt í dag. Er of seint fyrir það að byrja? „Nei, alls ekki. Það er að detta inn nýir iðkendur hjá okkur á öllum aldri, sem eru jafnvel komið vel yfir sextugt. Það er aldrei of seint að byrja. Aðstaðan í Laugardal á t.d. eftir að breyta gífurlega miklu fyrir eldri borgara. Því þar verður boðið upp á fjölbreytta þjónustu sem hentar eldri kynslóðinni vel. Laugardalurinn á að verða heilsuparadís fyrir alla jafnt unga sem aldna. Okkar stefna er að þjóna sem flestum á sangjörnu verði og gera það vel." evrópskri fyrirmynd sem saman- stendur af fjórum þurrgufum með mismunandi hitastigi, ólíkum inn- réttingum, lykt og lýsingu. Síðan eru tvær blautgufur mismunandi heitar. Þá verða tveir heitir pottar, kaldur foss með sjávar vatni sem hægt verður að baða sig í, hvíldaraðstaða með upphituðum legubekkjum og arineld. í kjallaranum verður einnig veitingastaður við bað- stofuna þar sem viðskiptavinir geta sest niður í sloppunum og pantað sér hressingu eða mat í afslöppuðu umhverfi. „Umhverfið hefur ekki mikið breyst hvað varðar fjölda stöðva síðustu árin. Þær voru um 12 fyrir átta árum og þær eru ekki mikið fleiri í dag. Þær hafa að vísu stækkað en ekki fjölgað. Markhóp- urinn í dag er í kringum 24.000 manns. Þegar ég opna í Laugardalnum þá hætti ég með stöðina í Fellsmúlanum og tek því með mér 6.000 við- skiptavini, þannig er strax kominn rekstrar- grundvöllur fyrir stöðina í Laugardalnum, en stöðin á að anna allt að 15.000 manns. Eg er ekki í nokkrum vafa um að markhópurinn mun stækka um 5.000 manns strax þegar þessi stöð opnar því fjöl- breytnin er svo mikil og miklu meiri heldur en Á miðhæðinni verður síðan tækjasalurinn, aðgangur í sund- laugarnar, þrír leikfimissalir og heilsu veitingastaður. með að kjarninn verði frá 16 ára upp í 55 ára aldur." Stöndum framarlega gagnvart nágrannaþ j óðunum Erum við að fylgja nágrannaþjóðum okkar eftir í þessari þróun? „í raun stöndum við mjög framarlega gagnvart flestum nágrannaþjóðum okkar. Við erum t.d. á undan Dönum, stöndum svipað og Bretinn en Ameríkaninn er alltaf skrefinu framar en við og eltumst við nokkuð við hann." Eftir hvernig hreyfingu er fólk að sækjast í dag? „Alhliða hreyfingu. Hver einstak- lingur velur eftir sínu eigin höfði. Það hefur orðið minni aukning í leikfimina en áður vegna aukins framboðs á afþrey- ingartækjum t.d. hlaupabrettum, hjólum, cross-trainer o.fl. Það hentar flestum betur að koma á sínum eigin tíma og forsendum í stað þess að vera mæta eftir ákveð- inni tímatöflu, sem við stjórnum eins og á við um leikfimitímana. Fólk vill ráða því sjálft hvenær það mætir. Þrátt fyrir þetta breytta mynstur hafa leikfimis- tímarnir haldið sínu en aukn- ingin verður í afþreyingar- tækjunum." Tilvalið fyrir eldri borgara Hvað með eldra fólk sem var komið yfir þrítugt þegar þessi vakning Á efri hæðinni er einnig veit- ingastaður en þar verður hægt að taka á móti smærri hópum, halda veislur, ráðstefnur o.fl. Einnig er þar gert ráð fyrir íþrótta- vöruverslun, snyrti- og hárgreiðslu- stofu, apóteki, bankaþjónustu, ferða- skrifstofu, sjúkraþjálfun, læknaþjón- usta og aðstöðu fyrir tryggingarfélag þannig að þetta verður í raun eins og heilsukringla." gengur og gerist í dag í þessum geira. Ég hef t.d. trú á að eldri borgarar, sem lítið hafa stundað heilsu- rækt, muni sækja þetta í auknum mæli því þarna hafa þeir aðgang að sund- laug og öðru slíku og engin vandræði verða með bíla- stæði eins og hefur verið í Fellsmúlanum." Þannig að Laugardalurinn verður sannkallaður heilsuparadís þegar framkvæmdum lýkur? „Já, ég vill meina það. Þetta gjörbreytir svæðinu og ég á von á því að Laugardalurinn verður ekki minna þekktur en Bláa lónið er í dag." Kostar vel yfir milljarð Þetta hlýtur að kosta einhvern pen- ing? „Minn hluti kostar 1250 mill- jónir við heilsuræktina, og við reikn- um með að fá allt að 2 milljónir gesta á sundlaugarsvæðið á hverju ári." Nú hafa líkamsræktarstöðvarnar sprottið upp á undanförnum árum. Er markaður fyrir eina slíka stöð í viðbót og í þessari stærðargráðu?

x

Skinfaxi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.