Skinfaxi

Árgangur

Skinfaxi - 01.02.2002, Blaðsíða 18

Skinfaxi - 01.02.2002, Blaðsíða 18
✓ Iþrótta- og tómstundaveisla í Mosfellsbæ Ungmennafélag íslands, í samstarfi við Mosfellsbæ og Ungmennasamband Kjalar- nesþings, hefur ákveðið að standa fyrir sannkallaðri íþrótta- og tómstundaveislu í Mosfellsbæ, dagana 3.-5. maí 2002. Á efnisskránni er m.a. vegleg sýning þar sem allir þeir aðilar er tengjast íþrótta- og tóm- stundastarfi í landinu kynna starfsemi sína, myndarleg ráðstefna þar sem tekið verður á heitum málefnum tengdum iþrótta- og æskulýðsstarfi. Haldin stutt en hnitmiðuð námskeið fyrir fagaðila innan íþróttahreyf- ingarinnar og fjölbreytt skemmtidagskrá sem höfðar til allra aldurshópa. Markhópur sýningarinnar er allur almenningur á Islan- di. Sýningin er því opin öllum. Guðný Hall- grímsdóttir er verkefnastjóri sýningarinnar og segir okkur hér í stuttu máli við hverju þátttakendur og gestir megi búast á. Stórsýning í Iþróttamiðstöðinni að Varmá í Mosfellsbæ Markmið sýningarinnar er m.a. að kynna þá fjölbreyttu flóru íþrótta og tómstunda sem stundaðar eru í landinu ásamt því að koma ýmsum jaðaríþróttum á framfæri. Sýningin er því kjörinn vettvangur fyrir öll þau fyrirtæki sem á einn eða annan hátt tengjast iþrótta- og tómstundastarfi almennings hér á landi. i Sumarstarf íþrótta- og æskulýðsfélaga er að fara af stað á þessum tíma og allur almenningur í óða önn að skipuleggja væntanlegt sumarfrí, svo þarna gefst frábært tækifæri til kynningar á því sem í boði er hér innanlands fyrir börn og fullorðna. Aldrei áður hefur verið haldin svo umfangsmikil kynning hér á landi á starfi æskulýðs- og íþróttahreyfingarinnar svo hér er um einstæðan viðburð að ræða. Listi hefur verið útbúin yfir væntanlega sýningaraðila en þeim verður öllum sent kynningarefni auk þess sem farið verður í heimsóknir til þeirra stærstu. 250 fyrirtæki og félagasamtök sem tengjast íþrótta- og tómstundastarfi á íslandi eru á þeim lista. Ráðstefna í Hlégarði í Mosfellsbæ Ráðstefnunni er ætlað að koma af stað umræðu um mikilvægi íþróttaiðkunnar og tómstundastarfs almennt og að hreyfa við spumingum varðandi skyldur ríkis og sveitarfélaga í íþrótta- og æskulýðsstarfi. Skemmtidagskráin, sem fer fram bæði innan- sem utandyra, samanstendur af áhugaverðum uppákomum sem eiga það sameiginlegt að tengjast íþrótta- og æskulýðsstarfi á einn eða annan hátt og eru sérstaklega ætluð börnum, unglingum og fjölskyldufólki. Þema ráðstefnunnar verður „Hlutverk ríkis og sveitarstjóma í íþrótta- og æskulýðsmálum". Ráðstefnan fer fram föstudaginn 3. maí 2002 og áætlað er að hún hefjist um klukkan 13.00 og ljúki um 17.00 en þá verður sýningin formlega opnuð. Ráðstefnan verður byggð upp á 6 fyrirlestrarefnum sem öll snerta megin viðfangsefni ráðstefnunnar. Fyrirlesarar verða bæði Guðný Hallgrímsdóttir, lengst til vinstri ásamt Jóni Hálfdáni Péturssyni og Gyðnýju Stefaníu Stefándsdóttur, en þau sjá um undirbúning og skipulagningu sýningarinnar í Mosfellsbæ. fulltrúar sveitarfélaga og ríkis en einnig sérfræðingar í einstökum málaflokkum sem tekin verða fyrir. Skemmtidagskrá Til að auka aðsókn almennings að sýningunni og til frekari kynningar á íþrótta- og tómstundastarfi, verður stanslaus dagskrá í gangi utan sem innandyra á sýningarsvæðinu. Þannig gefst almenningi kostur á að prófa hinar ýmsu íþróttagreinar, horfa á glæsileg sýningaratriði eða hlusta á áhugaverð erindi varðandi íþrótta- og tómstundastarf. Skemmtidagskráin mun standa yfir alla sýningardagana. Meðan á sýningunni stendur verða ýmiskonar íþróttamót haldin fyrir almenning í umsjón UMSK og UMFA. Afturelding hefur ákveðið að halda sitt árlega fótboltamót þessa helgi fyrir yngri flokkana í fótbolta en auk þess verður spilaður úrslitaleikur í meistaraflokk karla á grasvellinum í Mosfellsbæ. Frábær aðstaða er til útivistar í nágrenni íþróttamiðstöðvarinnar og verður hún nýtt á allan mögulegan máta eins og t.d. skemmtileg torfæru- hjólabraut í fjallahjólakeppni sem almenningi gefst kostur á að skrá sig í og einnig er hægt að auglýsa upp hjólastíga um sveitir Mosfellsbæjar fyrir fjölskyldufólk. Hestamannafélagið í Mosfells- bæ teymir undir börnum og hestaleiga kynnir sig með því að bjóða reiðtúra um reiðstíga í nágrenninu. Keppni í frjálsum íþróttum, almenningshlaup, Brettafélag Rvk heldur sýningu / keppni á hjólabrettabrautum við miðstöðina, skátaleiktæki, ratleikir, smábátahöfn ofl. Innandyra á sýningunni sjálfri verður stanslaus dagskrá bæði á upphækkuðu sviði og stóru svæði á gólfi, má þar nefna, karate- og fimleikasýningu, dansatriði, Fitnes atriði, þrautabrautir þar sem almenningi gefst kostur á að reyna sig í ýmsum íþróttagreinum eins og golfi, körfubolta, pílukasti, keilu ofl. Fyrirtæki bjóða göngugreiningu, fitu- og kólesterólmælingu og þolpróf. Matar- framleiðendur bjóða smakkanir, skyr, orkudrykkir, lýsi ofl. Nánari upplýsingar um fyrirkomulag og framkvæmd sýningar- innar veitir Guðný, gudny@umfi.is og Valdimar Gunnarsson, valdimar@umfi.is. Sími 568-2929.

x

Skinfaxi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.