Skinfaxi

Árgangur

Skinfaxi - 01.02.2002, Blaðsíða 29

Skinfaxi - 01.02.2002, Blaðsíða 29
syni, formanni HSK, var falið á síðasta stjórnarfundi að ræða við fulltrúa USVS og Óðins um þessi mál." Ef þú segir mér aðeins frá HSK? „Héraðs- sambandið Skarphéðinn var stofnað á haustdögum árið 1910 og héldum við upp á 90 ára afmæli félagsins með pomp og pragt haustið 2000. Héraðssambandið er samband allra Ungmenna- og íþróttafélaga afreksíþróttunum í frjálsum hjá okkur. Það hefur gengið illa að fjármagna þennan lið í starfinu hjá okkur það má segja að það hafi ekki verið lagður nægur metnaður í það að ráða þjálfara fyrir þá fullorðnu. Þannig að þessir einstaklingar hafa kosið að fara annað. Samt sem áður er mjög öflugt starf hér hjá félögunum hvað yngri flokkastarf varðar. Fyrir skömmu héldum við HSK mót í yngri flokkum og þar var þátttaka mjög góð." Þannig að þú ert bjartsýnn hvað framtíðina varðar? „Já, ég er mjög bartsýnn, en það mætti segja að það þyrfti að skoða strúktúrinn á þessu öllu saman. Við breyttum þessu í frjálsíþróttaráð fyrir nokkrum árum og það hefur kannski ekki virkað sem skildi. En þetta er eitthvað sem félögin sjálf þurfa að skoða betur. Hvað frjálsíþróttir í landinu „Ungmennafélögin hafa mörg aðlagað sig að breyttum tímum og lífsmynstri og ég held að félögin starfi almennt í takt við það sem félagsmenn þeirra óska. Þannig að ég held að þau hafi bara elfst með fólkinu." í Árnes- og Rangárvallarsýslu. 51 félag er aðili að sambandinu og eru félagsmenn yfir 9000 talsins." Ertu sammála því þegar því er fleygt fram að ungmennafélög séu börn síns tíma eða eiga félögin fyllilega rétt á sér í dag? „Ungmennafélögin hafa mörg aðlagað sig að breyttum tímum og lífsmynstri og ég held að félögin starfi almennt í takt við það sem félagsmenn þeirra óska. Þannig að ég held að þau hafi bara elfst með fólkinu. En auðvitað eru sum félögin barn síns tíma. Það er í sjálfu sér ekki mikill munur á starfi ungmennafélaganna og íþróttafélaganna og við hjá HSK gerum ekki greinarmun á okkar félögum. Mörg íþróttafélaganna, t.d. golfklúbbar og hestamannafélög hafa lagt mikla áherslu á skógrækt, en í flestum til- fellum er aðalstarf félaganna tengt þjálfun og keppni i íþróttum. Það er víða unnið mikið félagsmálastarf, til að mynda á þorranum eru nokkur félög að halda þorrablót. Ég tel að það sé mjög þroskandi fyrir unglinga að standa í slíku. Það er skipulagning og þau koma fram í skemm- tiatriðum o.s.frv." Hvaða íþróttagreinar eru stundaðar innan HSK? „Samkvæmt starfsskýrslum hafa hestaíþróttir verið fjölmennasta greinin undanfarin ár. Síðan koma frjálsar, körfu- bolti, knattspyrna, golf, fimleikar, badmin- ton, borðtennis, blak, glíma, handknatt- leikur, sund, skotfimi, júdó og íþróttir fatl- aðra. Síðan eru sum félögin að sinna leik- list, skógrækt, almenningsíþróttum, jafnvel bridge og skák og þess má geta að árlega er keppt í starfsíþróttum á Íþróttahátíð HSK." Ólafur Guðmundsson, tugþrautarmaður, Sigurbjörn Árni Arngrímsson, millivega- lengdar- og langhlaupari, Gunnhildur Hinriksdóttir, fjölþrautarkona og Magn- ús Aron Hallgrímsson, kringlukastari hafa nú gengið til liðs við önnur félög. Er einhver ástæða fyrir þessu brotthvarfi? „Það má segja að það sé ákveðin lægð í varðar þá hafa þær mjög víða verið í lægð og það sýndi sig kannski best á Landsmóti ungmennafélaganna þar sem þátttaka í frjálsíþróttum hefur oft verið mikið betri. Á móti hafa ýmsar íþróttagreinar verið að sækja í sig veðrið á landsbyggðinni og get ég þar nefnt t.d. körfuknattleik og golf." Vitið þið urn einhverjar leiðir til að sporna við þessari þróun? „Menn hafa verið að tala um að fara á stað með herferð að hálfu Frjálsíþróttasambandsins. Einnig þarf að leggja meira fjármagn í íþróttamannvirki, en eins og staðan er í dag hafa mörg sveitarfélög ekki bolmagn til þess. Þau verða að uppfylla ýmis lagaákvæði sem ríkisvaldið setur og í því sambandi verð ég að minnast á fráveituframkvæmdir. Sveitarfélögin fá endurgreiddan virðisaukaskatt af skolpframkvæmdum og sett hafa verið ákveðin tímamörk sem þau verða að uppfylla. Sveitarfélögin eiga að sjálfsögðu að fá endurgreiddan skatt af íþróttamannvirkjum með sama hætti." Hvað er framundan hjá HSK? „Það er sem fyrr mikið framundan hjá okkur. Að loknu Héraðsþingi mum stjórn koma saman og skipuleggja starfið í samræmi við þær tillögur sem þar voru samþykktar. En starfið er að mestu í föstum skorðum og við teljum það vera mjög öflugt. Svo eitthvað sé nefnt þá eru fjölmörg héraðsmót framundan í hinum ýmsu greinum." Eitthvað að lokum? „Ég vona að starfsemi sambandsins og aðildarfélaganna verði öflug áfram. Á síðustu 20 árum hefur félögum innan sambandsins fjölgað um helming og það hefur kallað á talsverðar áherslubreytingar. Þó ekki hafi verið fullkomin samstaða um að gera þær á sínum tíma, held ég að þær hafi orðið til góðs og meiri samstaða sé um Skarphéðinn, en ella hefði orðið. Það er nær öruggt að félögunum á eftir að fjölga enn frekar og ef ég ætti að giska, þá held ég að það verði boxfélag sem verði félag númer 52 í Skarphéðni."

x

Skinfaxi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.